miðvikudagur, 8. apríl 2009

Tryggingariðgjald innifalið í bensínverði

Nú þegar allt er uppi í lofti og lag er til að breyta, þá tel ég að við ættum að fella skyldutryggingar bifreiða inn í bensínverðið. Þetta myndi hafa nokkra kosti í för með sér og fyrst og fremst þann að enginn keyrði ótryggður. Þá myndi inneimta tryggingariðgjaldanna verða mun ódýrari sem myndi leiða af sér lægra verð. Stór kostur væri að tryggingarkostnaður yrði hlutfall af notkun, ekki fastur kostnaður.
Nánar: http://olijon.blog.is/blog/olijon/entry/132845/
Kveðja
- Óli

6 ummæli:

  1. þetta er hugsanlega heimskasta hugmynd sem nokkur maður hefur fengið, ever!

    SvaraEyða
  2. þetta gengur aldrei upp, ég er ekki viss um að menn væru hrifnir af að borga bílatryggingar þegar þeir slá garðinn, nota utanborðsmótor, snjósleða, rafstöð, eða hvert annað tæki sem er með mótor.
    hversvegan ætti sá sem,vegna eigin öryggis velur sér stærri og tryggari bíl, að greiða hærri tryggingu en sá sem ekur smábíl, engin möguleiki á að menn semji um ódýrari tryggingu, svona er hægt að halda áfram endalaust, þetta er MJÖG gölluð hugmynd.

    SvaraEyða
  3. uhhh
    Er sá sem velur stærri og tryggari (umdeilt) bíl ekki að borga hærri tryggingar nú þegar???
    Fyrir utan að þeir sem eru á skrímslunum eru yfirleitt mun hættulegri í umferðinni, menga meira, taka alltof mikið pláss og svo framvegis.

    Menn þurfa svo ekki að semja um trygginguna þar sem hún verður væntanlega á höndum ríkisins. Enda er um SKYLDUTRYGGINGU að ræða og engir einkaaðilar eiga að fá að höndla með svoleiðis. Núverandi form er MJÖG GALLAÐ.

    Þetta er brilliant hugmynd.

    SvaraEyða
  4. ég held að það sé ekkert umdeilt, að venjulega eru stærri bílar öruggari og er ég þá ekki að tala um fullbreyttan jeppa á 44" ef ég væri svo óheppinn að lenda í slysi, vildi æeg nú frekar vera á toyota avensis, en toyota yaris
    Hvað með þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér nýjan bíl og verða að láta sér lynda að vera á gömlum bíl, sem að jafnaði eyða meir en nýir bílar, er réttlátt að þeir borgi meira?

    Afhverju þarf alltaf að finna upp hjólið á nýtt, ísland er ekki eina landið í heiminum sem notar bíla og mörg lönd eiga fullbruklegt kerfi.
    Til dæmis i Noregi, þar er notað það kerfi að allir bíleigendur fá sent 1x á ári límmiða til að setja á númeraplötuna, límmiðin er í sterkum lit og stór munur á milli ára t.d. rautt á eftir bláu.
    Til að fá miðan sendan, þarf að uppfylla 3 skilyrði, bifreiðagjöld greidd, bíllin hafi komið í síðustu skoðun og tryggingar greiddar.
    Mjög auðvelt er að sjá bíla sem eru ótryggðir eða óskoðaðir.

    SvaraEyða
  5. Lítraverðið yrði 300 - 400 kr. auðveldlega og ýmislegt yrði falið í þessum "gjöldum" og sagt vera kostnaður. Hver og einn fengi ekki að vita hvað hans tryggingar kosta.

    SvaraEyða
  6. vá þetta er örugglega ein af heimskulegustu hugmyndum sem ég hef heyrt! er ekki hægt að finna enn þá fleiri hugmyndir til að HÆKKA eldsneytisverðið? var það ekki ein svona fáránleg hugmynd sem gekk í gegn þegar olíuverðið hækkaði? þá var þungaskatturinn settur inn í olíuverðið og það rauk upp úr öllu valdi og er maður að borga MUN meira en þegar aður borgaði ara þennan fjá....þungaskatt!

    SvaraEyða