mánudagur, 6. apríl 2009

Rakvélablöð misdýr

Ég fór í Kjöthöllina við Háaleitisbr. og ætlaði að kaupa mér Gilette Power rakvélabl. (græn) 5 stk. í pakka og kostuðu þau kr.3.898. Fannst mér það ansi dýrt svo ég ákvað að athuga verðið í fleiri búðum.
Í Hagkaup kostuðu þau kr.2.898 og í Bónus var lægsta verðið kr. 2.298. Þannig að munur á hæsta og lægsta verði er kr. 1.600. Hver gæti verið skýringin á svona miklum verðmun? Það yrði ansi dýrt fyrir okkur að versla mat og aðrar nauðsynjavörur ef Bónus væri ekki til. Vildi bara láta ykkur vita.
Kveðja,
Einar

3 ummæli:

  1. Það væri mun ódýrara að versla mat og aðra nauðsynjavöru ef Bónus væri ekki til. Það er staðreynd.

    SvaraEyða
  2. Til OG: Ha? Hvað meinarðu? Ætlaðirðu kannski að segja dýrara en ekki ódýrara?

    H.M.F.

    SvaraEyða
  3. Það er samt ótrúlegt hvað heildsalar rukka kaupmanninn á horninu mikið meira fyrir sömu vöru og stórverslanirnar. Var eitt sinn að vinna á báðum stöðum í einu og mér blöskraði óréttlætið. Ekki skrýtið hvað allt er undir einum hatti á Íslandi orðið... þeim hatti sem kollverpti okkur.

    SvaraEyða