mánudagur, 9. nóvember 2009

Hrósar Zöru

Ég vil hrósa versluninni Zöru fyrir að endurgreiða vöru í stað þess að gera inneignarnótu.
Kv.
Gerður

5 ummæli:

  1. Ég var að versla hjá Ellos í síðustu viku - en þegar heim var komið reyndist ein flíkin sem ég keypti á dóttur mína ekki passa.
    Ég fór aftur í Ellos daginn eftir, með kassakvittun og bjóst við að fá inneign. Ég ákvað samt að spurja hvort hægt væri að fá endurgreitt. Það var afar elskulegur ungur maður sem afgreiddi mig, og hann sagði mér að það væri hægt að fá endurgreitt ef skilað væri innan 14 daga og með kassakvittun. Þannig að ég fékk bara bakfært beint á Visakortið mitt. Frábær þjónusta, og einnig eru verðin þarna mjög góð. Svona verslanir og afgreiðslufólk eiga hrós skilið.

    SvaraEyða
  2. Sammála þessu, fleiri búðir mættu fara að dæmi Zöru !! Ömurlegt að sitja uppi með inneignarnótur sem renna svo oft bara út og má ekki nota á útsölum !!

    SvaraEyða
  3. Ég hef einmitt fengið endurgreitt hjá Ellos einu sinni. En svo komst ég að því að inneignarnóturnar þeirra gilda á útsölu, svo að ég hef bara fengið inneign ef ég hef þurft að skila. Gerist varla betra...

    SvaraEyða
  4. Ég veit að Next endurgreiðir líka að fullu innan viku ef kassakvittun fylgir og inneignarnóturnar gilda á útsölum þar líka.
    Er sammála.... þetta er rosalega fín þjónusta!

    SvaraEyða
  5. Þetta er líka svona í Elko.
    30 daga skilaréttur og ef þú kemur með kvittun (eða ef þetta hefur verið sett á kennitöluna þína) færðu endurgreitt.

    SvaraEyða