miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Hversvegna velur þú Icelandair?

Hversvegna velur þú Icelandair? er auglýst þessa dagana,þetta er svona með því ómerkilegra sem sést hefur lengi,og svarið liggur í augum uppi,vegna þess að það er ekkert annað í boði í langflestum tilfellum! Kona mér nákomin á dóttir í Amsterdam og þurfti að fara þangað með stuttum fyrirvara,og borgaði okurverð fyrir farmiða út ,en gat ekki keypt miða heim vegna þess að það réðist af aðstæðum,þegar svo kom að heimferð eftir 21 dag úti var engan miða að hafa fyrir minna en 105 þúsundkall!Málinu lauk með því að keyptur var miði báðar leiðir fyrir 64 þús og öðrum miðanum fleygt, hver skilur svona starfsemi? og gleymum því ekki að sama félagið á líka innanlandsflugið með einokun af verstu gerð,og það er rekið á eins óhagkvæman hátt og hægt er.M iði báðar leiðir Egilstaðir Reykjavík báðar leiðir kostar meira en fram og til baka Keflavík -Kaupmannahöfn! enda engin samkeppni þar og allir verða að fljúga með FÍ.
Sölvi og Inga

7 ummæli:

  1. Er þetta ekki full dramatískt?

    Icelandair eina íslenska flugfélagið sem sinnir millilandaflugi (IE er ekki flugfélag heldur flugmiðasala) af því að engir aðrir sjá sér hag í því. Það vita það nú flestir að hvorki Icelandair né Flugfélag Íslands eru reknin með miklum gróða.

    Prófaðu að panta þér flugmiða með öðrum flugfélögum, milli staða erlendis og hafa stuttan fyrirvara. Það er líka dýrt.

    Icelandair er amk. flugfélag með íslenska starfsmenn og viðhaldi er sinnt á Íslandi. Það er kostar.

    Og nb. ég vinn hvorki hjá Icelandair né Express.

    SvaraEyða
  2. Rödd skynseminar kann sig ekki og heldur áfram að pönkast á Icelandair. Eru það blaðamannaklækirnir sem lærast hjá besta vini eiganda Express?

    SvaraEyða
  3. Ég er sammála greinarhöfundi.

    Þetta ég sá þessa auglýsingu þá fór ég að hlæja. Icelandair !! piff hágjaldaflugfélag með lágjalda þjónustu. Ekkert smá pirrandi líka flugfreyjurnar , snobbið alveg að drepa sumar ólíkt mörgum hjá mörgum erl. flugfélögum.

    Ég lenti í því í des fyrir 2 árum að ég þurfti að breyta flugmiða til íslands frá koben með dagsfyrirvara.. kostaði um 95.000 minnir mig önnur leiðin á economy class og síðan er þetta lið ekkert liðlegt við að hjálpa manni, ég flýg mjög oft og hef lent oft í leiðindum í sambandi við icelandair.. Fyrir nokkrum árum var ég tæpur á tengiflugi frá london . síðan var klukkutíma seinkun í lendingu í London þannig að ég missti af tengifluginu. Icelandair vildi ekkert fyrir mig gera.. Erl flugfélagið bauð mér nýjan flugmiða daginn eftir á hálfvirði.. Ekki séns að Icelandair myndi bjóða manni einhvern afslátt.. never ,, ever.

    Ég sat einu sinni á klósettinu í flugi og þá var barið á dyrnar eins og einhver væri að drepast.. ég var fljótur að hysa upp um mig buxurnar og opna og ath. hvað væri í gangi.. Þá hellt flugfreyjan sér yfir mig að ég væri að reykja inná klósetti ,, ég spurði hana hvort það væri ekki í lagi heima hjá henni og skellti á hana hurðinni og kláraði mínar þarfir .. kom síðan út og stuttu seinna kom flugfreyjan og bad mig afsökunnar. Sá sem var undan mér á klösettinu hafði verið að reykja. Mörg svona dæmi sem ég hef lent í ..

    SvaraEyða
  4. Vá þetta er röfl. Sá sem pantar flug með tengiflugi þarf náttúrulega að gefa sér góðan tíma klst telst það ekki þarf helst að vera 5 klst lágmark.

    Svo báðu nú flugfreyjurnar þig afsökunnar þannig að það mál ætti að vera úr sögunni.

    SvaraEyða
  5. Búinn að fljúga með Icelandair ca 24 sinnum á hverju ári síðustu 4 árin og hef ekkert nema ágætt um félagið að segja miðað við önnur félög.
    Lent reyndar 2-3 í að þurfa að "henda miða" vegna þess að ódyrara var að kaupa fram og til baka en " one way"
    FLugfreyjurnar eru fínar svona overall mér finnst gott að blanda saman reynslu og ungdómi ein og þeir gera í flugfreyjumálunum.
    Svo eru sætin þarna eins og lazyboy miðað við helv hrossaréttirnar í Express vélunum

    SvaraEyða
  6. Borgaði 108 þús fram og til baka til USA með þeim... glugginn við sætið mitt var brotinn og svo var sjónvarpið bilað... BÁÐAR LEIÐIR!! lenti á sömu vélinni fram og til baka... vél sem flugfreyjan sagði að væri aldrei notuð nema að það væri engin önnur vél í boði.

    SvaraEyða
  7. Icelandair og express eru bæði skítafyrirtæki. Ég vil eitthvað gott útlenskt okurfrítt lággjaldaflugfélag. Takk fyrir. Helst með engum íslendingum til að losna við okrið.

    SvaraEyða