föstudagur, 16. október 2009

Okurvextir hjá Nova

Ég er í Nova símaáskrift og var að greiða reikning með gjalddaga 2/10, 900 kr. Á
hann eru kominir dr-vextir 6 kr. sem er í lagi þar sem ég greiði ekki á gjalddaga.
En svo kemur rúsinan í pylsuendanum: ofan á þetta leggjast 500 kr vanskilagjald.
Ég er fús að greiða það sem mér ber en þetta er of mikið... þeir senda ekki
reikning eða giroseðil eða neitt annað sem kostar þá eitthvað og ég hef aðeins
verið vanskilum í 12 daga. Sem telst varla vanskil. Ég greiði 60% af upphæð reiknings i vanskilagjald. Það er nokkuð mikið að greiða fyrst vexti og svo okurvexti sem þetta er svo sannalega.
Kveðja,
Sigga

1 ummæli:

  1. Borga á réttum tíma og þá ertu laus við þetta og losnar líka við að rífast yfir þessu :) Leggja síðan pening til hliðar við hver mánaðarmót nema þá að hann fari allur í yfirdrátt sem er svo sem týpískt fyrir íslendinga!!!!!!!

    SvaraEyða