fimmtudagur, 1. október 2009

Gleraugnakaup - ekki er allt sem sýnist!

Nú fer í hönd sá tími þegar margir foreldrar þurfa að kaupa gleraugu handa börnum sínum, eftir sjónpróf í skólum. Ég keypti gleraugu í fyrra og lærði lexíu sem mig langar að deila með öðrum.

Ríkið tekur þátt í kostnaði við glerin (sjá hér: http://midstod.is/Born/Gleraugnaendurgreidslur), allt að 7.000 áttum við rétt á í fyrra. Við fórum milli búða og skoðuðum úrvalið og sýndum reseptið til að fá hugmynd um kostnað. Umgjarðirnar kostuðu flestar svona 13-15 þúsund og alls staðar var mér sagt að glerin kostuðu sáralítið, sums staðar ekkert, verslunin veitti afslátt fyrir því sem væri umfram endurgreiðslu. Dýrasta umgjörðin kostaði um 18.000 en þar var mér sagt að glerin yrðu ókeypis (þ.e. endurgreiðslan dygði) og að auki væri 10% námsmannaafsláttur. Þar hefðu gleraugun því kostað 16.200. Í síðustu búðinni voru umgjarðirnar langódýrastar og dóttir mína fann eina sem henni leist vel á og kostaði bara 11.000. Eftir að hafa fengið sama svarið á mörgum stöðum, að glerin kostuðu lítið eða ekkert, láðist mér að spyrja. En viti menn, þar þurfti ég að borga 7.000 fyrir glerin. Mér fannst of seint að fara að hringla í barninu með þetta og útkoman var sú að gleraugun kostuðu 18.000 – meira en verið hefði í þeirri búð sem í fljótu bragði leit út fyrir að vera dýrust.
Sem sagt: Það borgar sig að byrja á því að sýna reseptið og spyrja hvað glerin kosti.
Með kveðju,
Margrét Guðmundsdóttir

1 ummæli: