þriðjudagur, 27. október 2009

Prjónabrjálæði

Mig langaði að koma með smá ábendingu. Nú er allt vitlaust í prjónaskap hjá landanum (eftir kreppu) og margir sem vilja græða á þessu og það er farið að selja garn og blöð út um allar trissur eins og til dæmis í blómabúðum. Eitt sem ég er furða mig á er hvernig í ósköpunum stendur á því að blað sem fæst í Föndru, Katia prjónablað, kostar þar 1990 krónur en fæst á 990 krónur í Quiltbúðinni á Akureyri. Sigla skipin beint til Akureyrar með vörurnar og er þetta svo flutt suður eða?? Annars eru fleiri vörur þarna sem maður getur verslað helmingi ódýrari í Storkinum á Laugavegi sem þó hefur alltaf verið talin með dýrustu búðunum á þessum markaði. Þetta er ekki eðlileg álagning hjá þeim, þvílíka okurbúllan. Finnst bara allt í lagi að benda á þetta þar sem þetta æði hefur gripið landann í kreppunni að taka í prjónana og mér finnst bara svívirðilegt að smyrja svona á vörurnar. Ódýrara að panta og láta senda sér frá Akureyri, er það ekki svolítið gróft ??
Sigurlaug

2 ummæli:

  1. Góð ábending. Mig langar að bæta við þetta að nú eru svo kallaðar lágvöruverðsverslanir farnar að selja íslenskan lopa (allavega Krónan) og oft er hann töluvert dýrari þar en í handavinnuverslunum. Ég hvet prjónafólk þessa lands að versla band og prjónavörur hjá sérverslunum sem veita góða þjónustu og okra ekki af því þau geta það vegna aukinnar eftirspurnar.

    Berglind Inga

    SvaraEyða
  2. Vil bara benda á litlu prjónabúðina á laugavegi Nálin sem er að selja prjóna sem eru ódýrari en á flestum stöðum

    SvaraEyða