miðvikudagur, 23. desember 2009

Ekkert merkt í Office1

Fór inn í Office1 verslun í Skeifunni og ætlaði að kaupa einhver spil fyrir
krakka eftir að hafa skoðað í hillurnar og séð að hlutirnir voru ekki
verðmerktir eða að verðmerkingarnar áttu við eitthvað allt annað en var í
hillunum ákvað ég að láta vera að versla í svona búð sem kann greinilega ekki
undirstöðuatriði viðskipta.
Þurfa menn ekki að kunna neitt til að reka búðir nú til dags?
Gunnar

6 ummæli:

  1. Frá Kalla, verslunarstjóra Office1 Skeifunni: Ég veit alveg hvað málið er við vorum að fá inn nýja sendingu frá Ravensburger af spilum og púslum, sem kom til landsins á föstudaginn, og vorum í óða önn að verðmerkja,koma vörum í hillur og færa til hillumiða þegar Dr. Gunni mætti á svæðið. Það er mikið að gera hjá verslunarfólki síðustu dagana fyrir jól og við reynum að setja nýja verðmiða í hillum um leið og við setum nýjar vörur. Undirstöðu atriði viðskipta er að verðmerkja vöru annars selst hún ekki. Þakka þér samt fyrir athugasemdina. Við tökum þetta til okkar og reynum að gera enn betur í framtíðinni.
    Kveðja, Kalli.

    SvaraEyða
  2. E, hemm, þessi Gunnar er reyndar ekki ég, en allavega: gott hjá ykkur!
    Dr. Gunni

    SvaraEyða
  3. Tek undir orð Kalla í Office1.
    Ég versla þar oft og hef fengið frábæra þjónustu og allt verðmerkt sem ég hef leitað að og fundið.

    En mér finnst það svo fyndið að ef fólk lendir t.d á ómerktri vöru þá ætlar það ekki að koma aftur.
    Frekar að láta vita en að vera með fýlu.

    SvaraEyða
  4. Mér finnst þetta frekar hart skotið á Office1, verðmerkingarnar þykja mér mjög góðar eins og verslunin bara í heild.

    SvaraEyða
  5. Ég kíki sko -alltaf- fyrst á verðin áður en ég kaupi vöru og ef varan er einfaldlega ekki merkt, þá bara sleppi ég henni! Svo þoli ég ekki hvað krónan merkir hlutina alltaf vitlaust! Ég tók einu sinni vöru sem var mjög greinilega merkt á afslætti inní búðinni en svo kem ég heim, kíki á miðann, og þá er ég að borga upprunalegt verð sem er e-ð 200 kalli meira, sem er ekkert hræðilegt, en mörg svona tilfelli geta náttla allt í allt orðið að óþarfa peningaeyðslu. Ég þarf alltaf að kíkja á verðið um leið og það er stimplað inn á kassanum því ég get ekki treyst á merkingarnar, svo einfalt sem það jobb hlýtur nú að vera...

    SvaraEyða
  6. Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
         Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
         Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
         Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
         Hafðu samband við okkur
        Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
        whatsapp / Hangout + 14433459339
        Atlasloan.wordpress.com

    SvaraEyða