mánudagur, 28. desember 2009

Penninn smyr vel á skissubækurnar

Ég nota mikið bækur frá Moleskin, þeir framleiða frábærar og vandaðar
skissubækur og dagbækur. Ég hef mikið til keypt þær erlendis á flakki
mínu. Ég ætlaði að kaupa mér nýja dagbók fyrir næsta ár og brá mér í
Pennann og þar kostaði þessi dagbók sem kostar á heimasíðu Moleskin
19.95 $ (2.550,20 ISK) einar 8000 ISK. Svo virðist vera sem búið sé
að smyrja duglega ofan á allar vörurnar frá Moleskin sem Penninn
selur. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt! Það er mun ódýrara
að kaupa þær beint af netinu.

http://www.moleskineus.com/moleskine-daily-planner-large-black-softcover.html

Í fyrra rétt fyrir áramótin (eftir kreppu) borgaði ég um 5000 ISK
fyrir samskonar dagbók sem var þó í hörðu bandi hjá Pennanum, þetta er
dularfull verðmyndun vægast sagt !!!!!!!!!

Svo hef ég líka tekið eftir því í Pennanum að það er allt að 100%
verðmunur á teikniblokkum þar og í Evrópu. Þetta er fyrir og eftir
kreppu. Það er eins og þeir leyfi sér að smyrja allverulega ofan á,
því landinn veit ekki hvað hvað svona hlutir kosta og hefur engan
samanburð. Ég hef stundum brugðið á það ráð að byrgja mig uppaf
teikniblokkum þegar ég er á flakki. Það væri samt best ef hægt væri
að kaupa hlutina á sanngjörnu verði í sínu eigin landi.

Ég hef rætt við starfsfólk Pennans í Myndlistardeildinni og þau
segjast hafa hvatt verslunarstjórana til þess að lækka álagninguna á
myndlistarvörunum, því þau vita uppá sig skömmina en það er víst fyrir
daufum eyrum.

Það væri gaman að vita hvaða skýringar Penninn gefur þér og best væri
ef þau sæju að sér og lækkuðu verðin.

Bestu kveðjur,
Bjargey

4 ummæli:

  1. hmmm... þetta fylgir nú öllum betri farsímum í dag.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus ertu tregur? Þetta er svo glórulaust svar hjá þér. Bjargey notar venjulega dagbók, líkar það örugglega betur en að nota dagbókina í símanum. Ég skil hana mjög vel, mér finnst sjálfum mun þægilegra að nota venjulega dagbók heldur en símann. Þannig að hún hefur fullan rétt til að kvarta yfir okri á slíkri vöru.

    SvaraEyða
  3. Jón Bragi Sigurðsson27. janúar 2010 kl. 10:24

    Sammála um að þessi verðlagning er út í hött.
    Vil líka segja frá því að ég kíkti á bækur og tímarit í Pennanum í Fríhöfninni í Keflavík nú í byrjun janúar.
    Þar voru bækur sem voru dýrari en í Hagkaup í Skeifunni (ekkert tilboð í Hagkaup heldur verðið síðustu daga fyrir jól).
    Ég spurði hvers vegna og svarið ég fékk var „við erum bara með þetta á sama verði og verslanirnar almennt“. Já en er þetta ekki tax-free? Jú, var svarið. En af hverju er þetta þá jafn dýrt eða dýrara? „Eins og ég sagði erum við bara með þetta á sama verði og almennar búðir í Reykjavík“
    Eru einhverjar forsendur fyrir því að vera að tala um „án skatta og tolla“ eins og www.kefairport.is gerir á heimasíðu sinni þegar það ekki kemur neytendum til góða og verslunareigendur stinga mismuninum í sinn vasa?

    Einnig má spyrja hvort þær verslanir eigi yfirleitt heima í Fríhöfninni sem eru svona óforskammaðar og virðast alveg hafa misskilið það hvað átt er við með Taxfree.

    SvaraEyða
  4. Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
         Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
         Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
         Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
         Hafðu samband við okkur
        Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
        whatsapp / Hangout + 14433459339
        Atlasloan.wordpress.com

    SvaraEyða