fimmtudagur, 17. mars 2011

Dýr flakkari í Eldhafi

Var að skoða flakkara hér á Akureyri og var næstum því búin að kaupa mér einn í Eldhaf á Glerártorgi (sem er með umboð fyrir Apple) á 22.990kr. Ákvað að skoða betur í Tölvulistanum og fann alveg eins flakkara á 12.900kr.

Sami flakkari:

WD Elements 1 TB/To er á 12.990kr. í Tölvulistanum, en er á 22.990kr. í Eldhaf.
WD Elements 2 TB/To er á 21.990kr. í Tölvulistanum, en er á 34.990kr. í Eldhaf.

Kveðja, Karen.

3 ummæli:

  1. Umboð kostar en Apple umboð kostar helling, ekkert nýtt við það hér á landi.

    Þetta er annars gott verð hjá TL, stenst samanburð við erlendar vefsíður sem þjóna milljóna samfélögum, geri aðrir betur.

    SvaraEyða
  2. Ef mér skjátlast ekki þá er IOD ehf. umboðsaðili og heildsali fyrir Western Digital á Íslandi svo ekki hefur þetta neitt með Apple að gera. Rétt skal vera rétt.

    Svo skilst mér reyndar að IOD ehf. sé eigandi Tölvulistans svo það er spurning hvort það útskýri verðmuninn. ;)

    SvaraEyða
  3. Hátt verð á tölvuíhlutum hefur að mínu mati ALLT með Apple að gera. Dæmin eru nánast allur verðlisti Apple verslana óháð umboði og innflytjanda viðkomandi vöru.

    Harðir diskar eða flakkarar eru yfirleitt 30 til 100% dýrari í Apple búðum en í verslunum sem eru bara með PC vélar.

    Þetta má einnig fullyrða um aðra íhluti að maður tali nú ekki um fylgihluti eins og skjái, lyklaborð og mýs.

    Á þessu eru þó undantekningar, einhverjar PC verslanir hafa selt Apple um tíma með misjöfnum árangri, án þess að hækka allan vörulistan sinn um 100% eða álíka ruglað.

    Annars er saga Apple á Íslandi ein samfelld sorgarsaga. Ítrekað hafa framtakssamir einstaklingar, með mismikið fjármagn á bak við sig, tekið þetta umboð að sér og lagt allt undir. Oftast er hægt að telja árin sem þeir endast á fingrum annarar handar. Sem betur fer hafa þjónustuaðilar og verkstæði með fagþekkingu enst mun betur en þeirra bakland er oftast PC vélin.

    SvaraEyða