föstudagur, 11. nóvember 2011

Vafasöm tilboð á Tilboðsvefjum?

Þessir nýju tilboðsvefir hafa verið vinsælir uppá síðkastið. Þá á ég við þá sem birta tilboð á einhverri vöru eða þjónustu á snarlækkuðu verði í vissan tíma og ákveðinn fjölda þarf til að taka tilboðinu svo þar verði virkt. Ég hef fylgst með þessu undanfarið og sé ekki betur en flest allt sem í boði er sé upphaflega á hærra verði en eðlilegt geti talist - þ.e. hækkað áður en rosaafslátturinn er reiknaður.
Tek bara eitt dæmi sem er í gangi akkúrat núna á aha.is, þar er prentari/skanni til sölu sem sagður er kosta 12.900 á fullu verði, en með 54% afslætti kostar hann 5.900. Sami prentari kostar í Elko 9.895.

Er eðlilegt og löglegt að leika þennan leik, ég bara spyr?

Kveðja - Ingibjörg

4 ummæli:

  1. Elko eru nú yfirleitt ódýrastir í raftækjum, en þetta er um 40% lægra en hjá Elko.

    SvaraEyða
  2. Hópkaup eru líka mjög slæmir með þetta. Þessi "fyrir"-verð hjá þeim eru oftast bara rugl. Svo er ekki verið að flagga því of mikið að tilboðin gilda bara oftast í örfáa mánuði, ekki amk ár eins og gildir almennt til dæmis með inneignarnótur.
    Ég prófaði þetta einu sinni og þegar ég ætlaði að fara út að borða með konunni ca 5 mánuðum eftir kaup þá var þetta útrunnið, sorry 8.900 kall út um gluggann. Gildistíminn kom ekki fram í tölvupóstinum sem staðfesti kaupin, eins og eðlilegt hefði verið, heldur bara í kvittun sem smella þurfti sérstaklega á í tölvupóstinum. Þetta verður að vera skýrara fyrir okkur neytendur, en kannski er þetta viljandi haft svona.

    SvaraEyða
  3. Það er samt svona hlutir sem fólk Verður að vera meðvitað um hérna! Það er samt orðið þannig að Íslendingar virðast vera orðnir heiladauðir og neiti bara að versla án þess að það sé auglístur einhverskonar afsláttur... En til að svara konunni þá já það er frjáls álagning og verð frá birgjum útí heima og hérlendis er einfaldlega mismunandi. En ehf séð útsölumarkaði sem og stóru keðjurnar hækka verð um allt að 30% nokkrum vikum fyrir útsölur eða tilboðsdaga.

    Annað svo með þessar aha,hópkaup ogþær síður þá veit ég það þar sem ég kannaði málið því ég er að reka fyritæki og fannst þetta sniðugt svona fyrst eða þar til ég komst að því að vefsíðan tekur 25%-30% af Heildarsölu. og það er bara þó Íslendingum þyki það ótrúlegt þá eru ótrúlega mörg fyrirtæki sem eru að reyna að reka sem mig vörur til sölu á X2 álagningu fyrir utan vsk(það er að segja vara kostar 5000 kr frá heildsala fyrir Utan 25,5% vsk og er seld útúr búð á kr 10.000. þá sér það hver heilvita maður að það er ekki há framlegð per vöru sem kemur útúr þessu svo þegar maður ætlar að gefa Afslátt af vörunni eða vera með á hópkaup.is tilboð þá einfaldlega gengur reiknidæmið ekki upp nema þá bara að auka álagninguna á fullu verði útúr búð til að geta mætt afsláttarkröfum...

    svo fyrst ég er byrjaður þá verð ég að taka fram. ALLVEG SAMA HVAÐ ER EN EF EITTHVAÐ FYRIRTÆKI ER ENDALAUST AÐ AUGLÍSA 45% EÐA MEIRI AFSLÁTT ÞÁ ER ÁLAGNINGIN HJÁ ÞVÍ FYRIRTÆKI MJÖG MJÖG HÁ.

    SvaraEyða
  4. Þó mað megi vel vera að oft sé upphafsverðið eitthvað fiffað og ekki sé verið að segja satt og rétt frá og það sé ömurlegt ef þeir gera kaupendum það ekki skýrt að þetta rennur út eftir einhvern tima þá...
    Langar mig samt að benda á að ef fyrirtæki eins og t.d. Nýherji eða Tölvutek eru að bjóða afslátt á vöru hjá sér og varan kostar upphaflega segum um 13þúsund krónur þá er samt ekkert svindl í gangi þó sama eða sambærileg vara kosti 8þúsund í elko. Þetta eru bara tvær verslanir með ólíkt verðlag og það vill svo til að sú dýrari er að bjóða upp á tilboð en ekki hin

    SvaraEyða