mánudagur, 21. nóvember 2011

Verðmunur

Var að skipta um bensíndælu í Subaru, í umboðinu var uppgefið verð á dælunni 120.000 kr. Keypti hana nýja á föstu verði á eBay og endaði hún á tæpar 12.000 kr. eftir innflutningsgjöld komin í okkar hendur!
Þá var ég einnig að skipta um kol í Siemens Siwamat þvottavél nýlega og keypti þau hjá umboðinu hér heima fyrir tæpar 7.000 kr. Sá síðan að sama vara var boðin (í flestar gerðir þvottavéla) fyrir 3-5 pund, umrædd kol hefðu kostað 5 pund komin til landsins, þ.e. fyrir VSK og tollafgreiðslugjald.
Úti í Bretlandi er enginn kostnaður lagður á innfluttar vörur (keyptar t.d. í gegnum eBay) fari verðmætið ekki yfir 18 pund, hér mætti gjarnan taka upp svipaða reglu.
Kv, Egill H

2 ummæli:

  1. Ingvar Helgason er okurbúlla dauðans. Ég versla aldrei nokkurn tíma þar oftar.!

    SvaraEyða
  2. Ég á samskonar sögu gagnvart IH en þeirvirðast vera með fasta nokkur hundr. % álagningu, eða tóma fávita við innkaup.

    SvaraEyða