mánudagur, 28. nóvember 2011

Hrós - Tölvutækni

Ég hef aldrei fyrr sent póst á síðuna, en í þetta skipti finn ég mig knúinn til þess.
Á síðasta einu og hálfa árinu hef ég þrisvar sinnum þurft að fara með tölvu í viðgerð (mismunandi vélar nota bene). Í fyrsta skipti fór ég með vélina í Tölvutækni og þar fékk ég gríðarlega góða þjónustu og unnu þeir það verk sem vinna þurfti hratt og vel. Ekki var verra að þeir voru í ódýrari kantinum. Ég brá því á það ráð að leita aftur til þeirra þegar að önnur tölvu á heimilinu fór að vera með leiðindi. Aftur var þjónustan til fyrirmyndar og stóðst Tölvutækni væntingar mínar. Ég fór þaðan mjög sáttur.
Í dag þurfti ég svo að leita til þeirra í þriðja skipti. Ég er í prófatörn og þarf því á fartölvunni minni að halda. Eftir að hafa útskýrt mál mitt fyrir starfsmönnunum þar sögðu þeir mér að þeir myndu gera hvað þeir gætu. Vélin var tilbúin samdægurs og var verðlagningin mjög sanngjörn.
Ég mæli því eindregið með því að fólk leiti til þeirra. Reynsla mín af viðskiptum við Tölvutækni er frábær.
Virðingarfyllst,
Arnór Gunnarsson

ps. ég vil taka fram að ég tengist þessari verslun ekki á nokkurn hátt. Ég leitaði upphaflega til þeirra þar sem ég bjó í sama bæjarfélagi á þeim tíma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli