föstudagur, 10. júní 2011

Erlendar ódýrari síður

Sá þarna umræðu varðandi ódýr gleraugu og fl.
Mæli með einni í viðbót (fyrir merkjagleraugu aðallega), www.framesdirect.com, ég hef pantað tvisvar frá þeim og þeir hafa verið mjög faglegir og snöggir að afgreiða.
Ég pantaði gleraugu frá ítalska framleiðandanum Armani, þau komu heim á 20 þús. kr (það er varla að maður fái ódýrustu gleraugun með styrkleika á þeim prís hér á landi).
En í það minnsta er linsuverð þokkalegt hér á landi, yfirleitt munar innan við helming á útsöluverði og innflutningsverði (svo sem 500 kr. pakki frá USA kostar um 1000 kr. hér).
Einnig vil ég benda á vefsíðu sem er með allann fjandann (aðallega rafmagnsdót), en það er www.sunsky-online.com. Hef prófað að panta þaðan og það var allt í góðu lagi.
kv. Hlynur Stefánsson

1 ummæli:

  1. http://www.lightinthebox.com/

    Beint frá framleiðandanum í Kína.

    SvaraEyða