Við hjónin förum stundum á kaffihús þegar við kíkjum í bæinn. Áður fyrr fengum við okkur gjarnan kökusneið eða crossaint en núna blöskrar okkur verðlagið. Í Eymundsson á Skólavörðustíg kostar crossaint með súkkulaði 530 kr. og kökusneið í Kaffi Flóru 850 kr. Við keyptum hins vegar hjónabandssælu í Græna Hlekknum á 800 kr. sem er lífræn og til stuðnings Sólheimum. Frábær kaka ca. 8 tommu stór og passar ágætlega fyrir okkur þrjú.
Flest allir bílaeigendur eru ósáttir við eldsneytisverðið í dag en það er eins og sumir fái það frítt miðað við aksturslag. Mér kæmi ekki á óvart að þeir, sem kvarta mest, eru þeir sem eyða mestu. Ég persónulega tók á mínum akstursmáta og dró úr eyðslu um 10%. Ég græddi líka minna stress en finn ekki fyrir að vera lengur á leiðinni. Ég komst líka að því að fleiri eru samferða mér.
Kveðja, Hafsteinn
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu kaffihúsaferð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kaffihúsaferð. Sýna allar færslur
föstudagur, 19. ágúst 2011
sunnudagur, 5. júní 2011
Okur í Sjóminjasafninu
Við litla fjölskyldan fórum á Hátíð Hafsins í dag og áttum skemmtilegan dag að skoða fiskana og bragða á grilluðu hrefnukjöti. En það sem stendur upp úr eftir daginn er ferðin sem fórum inná Víkina og settumst niður á litla túristakaffibúlluna inná Sjóminjasafninu.
Konan ákvað að bjóða okkur í kaffi enda var kalt úti. Hún keypti tvo kaffibolla, einn trópí og tvær upprúllaðar pönnukökur og borgaði 1.500 kr. ísl. Ég varð svo reiður því mér fannst verið að hafa mig að fífli fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir ekki neitt!
kv.
Guðm. Hilberg Jónsson.
Konan ákvað að bjóða okkur í kaffi enda var kalt úti. Hún keypti tvo kaffibolla, einn trópí og tvær upprúllaðar pönnukökur og borgaði 1.500 kr. ísl. Ég varð svo reiður því mér fannst verið að hafa mig að fífli fyrir að hafa borgað allan þennan pening fyrir ekki neitt!
kv.
Guðm. Hilberg Jónsson.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)