Sýnir færslur með efnisorðinu tannkrem. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu tannkrem. Sýna allar færslur

laugardagur, 7. maí 2011

Tannkrem dýrara en rauðvín!

Ég var að kaupa tannkrem á dögunum og tók eftir því að einingarverðið var frá um 4995 krónum á lítrann og upp í 6990 kr/lítra. Sápa held ég að ég megi fullyrða að sé tiltölulega ódýrt innihaldsefni en auk hennar inniheldur tannkrem nú til dags ýmis konar dótarí, svo sem glimmerflögur. Nú skil ég að glimmerflögurnar kosti hvítuna úr auganu og alveg sjálfsagt að neytandinn geti valið um svoleiðis fínerí en jafnvel gamla, venjulega hvíta tannkremið kostar u.þ.b. tvöfalt meira en lítrinn af þokkalegu rauðvíni. Hver ætli sé skýringin?
Kær kveðja,
Selma

PS Þetta var í Krónunni en ég reikna með að verð á tannkremi sé ekki ósvipað annars staðar.