miðvikudagur, 20. júlí 2011

Ætli Poulsen hafi ruglast í kommusetningunni í álagningarprósentunni?

Ég er með rafmagns (heitan) pott, sem eftir margra ára notkun fór að leka. Smá lúxusvandmál. Sprunga var komin í plasttengistykki, sem tengir saman barkann úr nudddælunni við rörin í nuddstútana. Mér var tjáð að í stað þess að gera við stykkið þá gæti ég fengið efni í sambærilegt unit í Poulsen f ca 8000 kr.

Ég þangað.

Þegar loks var búið var að finna til stykkin, sem þurfti til að mynda tengi-unitið (tvö rör með 4 götum, tvö rör með 6 götum, tvö endalok, eitt millistykki og barka sem ég átti að saga í tvennt og lím til að líma dótið saman) og reikningurinn kominn í ca 6000, kom að því að finna til 20 stúta, sem ég þurfti víst líka að kaupa. Þ.e. plast hólka á stærð við naglalakksglas úr pvc, til að stinga í götin á rörunum til að tengja við plaströrin í nuddstútana. Í ljós kom að stykkið af þeim átti að kosta 512 krónur. Tuttugu sinnum 512 eru yfir 10 þúsund krónur!. Ég held að Poulsen hafi ruglast í kommusetningunni í álagningarprósentunni.

Ég sagði nei takk og læt laga stykkið hjá Plastviðgerðum Grétars, sem oft hefur hjálpað í sambærilegum málum.

Kjartan Potter

3 ummæli:

  1. Maður fer nú að hætta að smella inn á þessa síðu, þetta eru bara vinir einhverra labbakúta að plögga - nú eða þeir sjálfir - með einhver afskaplega flókin dæmi um viðskipti sem ekki nokkur maður stendur yfirleitt í sem eru að nota þetta sem ókeypisplögg á einhver verkstæði sem enginn þekkir af því að þeir tíma ekki að auglýsa í smáauglýsingum Fbl. PVC stútar fyrir heita rafmagnspotta - hvað er þetta eiginlega? það er ekki eins og það vanti eitthvað okrið á venjulegu fólki í daglegum erindum hérna.

    SvaraEyða
  2. Fólk er nú bara að segja frá því sem hefur gerst fyrir það væntanlega, þótt þú þurfir ekki þessa vöru gæti vel verið að aðrir hafi gagn af að vita þetta. Ef þú veist um svona mikið af okri á "venjulegu fólki í daglegum erindum" endilega deildu því með okkur hinum í staðinn fyrir að gagnrýna aðra sem eru að gera það.

    Og persónulega finnst mér í lagi að einhver smáfyrirtæki séu nefnd svo lengi sem þau eru í alvöru að bjóða betri díl en stóru okurfyrirtækin.

    Ekki deyja alveg úr sjálfum þér, þú ert nefnilega ekki einn í heiminum og það hafa ekki allir sömu þarfir.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus nr.1 ekki vera að auglýsa hvað þú ert heimskur!!

    SvaraEyða