Sýnir færslur með efnisorðinu hár. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu hár. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 10. ágúst 2011

Hárlenging frá helvíti

Ég ákvað um daginn að fá mér hárlengingu hjá Hárlengingar.is á Grensásveginum, og fékk mér eina slíka á laugardaginn seinasta sem kostaði 25 þúsund krónur. Sem er gott verð.
Daginn eftir byrjar mér að klægja og svíða óstjórnlega í hársvörðinn. Svo var ég orðin svo illa haldin að ég eyddi deginum með hausinn undir köldu vatni og komst ekki í vinnuna. Þennan sama dag hringi ég í hárgreiðslukonuna sem gerði þetta sem er einnig eigandinn, og lét hana vita hvað hefði gerst. Hún bauð mér að koma kl átta um kvöldið til þess að taka lengingarnar úr. Ég sagði henni að ég væri föst undir köldu bununni í baðinu og gæti ekkert gert, og hvort ég gæti ekki fengið tíma fyrr en það. Hún sagðist ætla athuga það og hringja fimm mínútum seinna í mig. Fimm mínútur liðu, svo klukkutímarnir, aldrei hringdi hún. Það endaði með því að ég keyrði þangað sjálf kl þrjú og á staðnum var kona sem gat tekið þetta úr fyrir mig. En þá byrjar ballið, ekki nóg með að ég hafi borgað 25 þúsund krónur til þess að setja þetta í, heldur þurfti ég líka að greiða 5000 kr. til þess að láta taka þetta úr.

Á meðan ég sat þarna í stólnum, með tárin í augunum, var ég einnig sökuð um lygar, því það væri sko allt í lagi með hausinn á mér. Hann væri ekkert rauður og hárið væri fullkomlega brennt í.

Frú Fúl

sunnudagur, 12. desember 2010

Hvað kostar jólaklipping barnanna?

Nú þurfa krakkarnir að komast í jólaklippinguna. Ég kynnti mér verð hjá 15 hársnyrtistofum fyrir þrjú systkini, 3 ára stelpu og 7 og 12 ára stráka. Stofurnar aldursskipta kúnnahópnum mjög misjafnt, sumar gera engan greinarmun á aldri barnanna, meðan aðrar skipta í marga aldursflokka. Eins og sést eru verðin mjög mismunandi – það munar 67.6% á lægsta og hæsta verðinu – og því greinilega ekkert samráð í bransanum. Auðvitað borgar sig því að athuga verðið áður en maður kaupir þjónustuna. Athugið að gæði og þjónustustig var ekki athugað í þessari könnun, bara verð. Athugið einnig að þessi könnun er ekki tæmandi, það er auðvitað fjöldi annarra stofa til en þessar fimmtán. Hér koma niðurstöðurnar, ódýrasta stofan fyrst og svo koll af kolli.

Í hár saman
Grettisgötu 9
6.800 kr
(1 x 1.800 kr / 2 x 2.500 kr)

Salon Nes
Austurströnd 1
7.000 kr
(2 x 1.900 kr / 1 x 3.200 kr)

Díva
Hverfisgötu 125
7.800 kr
(2 x 2.500 kr / 1 x 2.800 kr)

Solid hár
Laugavegi 176
8.000 kr
(1 x 2.000 / 2 x 3.000)

Englahár
Langarima 21
8.265 kr
(2 x 2.800 / 1 x 3.100 kr - 5% systkinaafsláttur)

Hárný
Nýbýlavegi 28
8.550 kr
(1 x 2.250 kr / 2 x 3.150 kr)

Brúskur
Höfðabakka 1
8.800 kr
(1 x 2.200 kr / 1 x 2.900 kr / 1 x 3.700 kr)

Manda
Hofsvallagötu 16
9.100 kr
(1 x 2.700 kr / 2 x 3.200)

Hárgreiðslustofa Helenu, Stubbalubbar
Barðastöðum 3
10.005 kr
(2 x 3.790 kr / 1 x 4.190 kr – 15% systkinaafsláttur)

Möggurnar í Mjódd
Álfabakka 12
10.450 kr
(1 x 3.150 kr / 2 x 3.650 kr)

Hárgreiðslustofan Gríma
Álfheimar 4
10.500 kr
(1 x 2.500 / 2 x 4.000)

Rakarastofa Ágústar og Garðars
Suðurlandsbraut 10
10.630 kr
(2 x 3.270 kr / 1 x 4.090 kr)

Korner
Bæjarlind 14-16, Kóp
10.700 kr
(1 x 3.100 kr / 2 x 3.800 kr)

Rakarastofan Klapparstíg
Klapparstíg 29
10.920 kr
(2 x 3.360 kr / 1 x 4.200 kr)

Ónix
Þverholti 5
11.400 kr
(3 x 3.800 kr)

Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 10.12.10)

sunnudagur, 26. júlí 2009

Ódýr hárgreiðslumeistari

Datt í hug að benda á ódýra þjónustu hárgreiðslumeistarans á Háteigsvegi 2, Reykjavík. Stefán Rósar, eigandi stofunnar, býður upp á klippingu, strípur og annað sem viðkemur hárfegurð á ótrúlega góðu verði. Hann segist ekki sjá tilganginn í að okra á þessu, alltaf verið ódýrari en kollegarnir (sem líta hann að sjálfsögðu hornauga), en aldrei sem nú í efnahagsþrengingunum.
Kveðja, Edda Jóhannsdóttir.