laugardagur, 2. maí 2009

Laugarásvideó

Á Laugarásvideó er útleiguverðið á mynddiskunum 500 kall sem er alveg ásættanlegt á textuðu efni frá kvikmyndahúsunum, en slíkt efni getur kostar á áttunda þúsundið hver diskur fystu dagana eftir útgáfu. En þar á bæ er mikið flutt inn af ótextuðu efni frá Amazon og ýmsum erlendum heildsölum, og heldur það efni rekstrinum uppi að langmestu leyti. Þrátt fyrir að Samtök rétthafa telji þetta vera ólöglegt sem útleiguefni, þá skulum við aðeins velta okkur upp úr því sem máli skiptir fyrir viðskiptavininn. Mörg dæmi eru um að innkaupsverð innfluttra diska sé 7-900 kr. og algengt er að vinsælir titlar séu leigðir út milli 100 og 200 skipti áður en diskarnir rispast og eyðileggjast. Ef við förum milliveginn þ.e. 150 útleigur, gerir það kr. 75.000 í tekjur fyrir Laugarásvideó. Það er talin vera þumalputtaregla í þessum bransa að í c.a. eitt skipti af hverjum þremur er ekki skilað fyrr en eftir mismarga aukadaga, og kemur því sekt á myndefnið sem er sama upphæð fyrir hvern umfram dag og upphaflegt leiguverð, þ.e. 500 kr. Förum bara mjög varlega í þann hluta málsins og áætlum að í 1/3 tilfella sé greitt fyrir aðeins einn dag í sekt. Það gerir samt kr. 25.000 í tekjur fyrir, í þessu tilfelli Laugarásvideó sem verður að teljast ágæt búbót á það sem þegar er upp talið. Þá er fjárfestingin upp á 7-900 krónur búin að skila 100.000 kalli í kassann. Ekki slæm ávöxtun það þegar heildarútleigan á dag er á bilinu 100–300 diskar og meirihlutinn innflutt, ótextað og hundbillegt efni, ætlað einungis til heimilis og einkanota og verðlagt í útlandinu samkvæmt því. Ég get ekki fengið út aðra útkomu en að álagningin sé í þessu tilfelli u.þ.b. 1250% hjá Laugarásvideó sem hlýtur að teljast óhóflegt.
Leó R. Ólason

12 ummæli:

  1. Þú tekur fram að vinsælir diskar séu leigðir út milli 100 og 200 skipti. Tel þó að stærstur hluti falli ekki undir þann pakka. Góðu titlanir halda uppi úrvali annarra titla.

    Tek það fram að ég tengist Laugarásvideo ekki neitt :) Ég stórefast einhvernveginn um að þeir séu að græða á tá og fingri. Veit ekki betur en stór hluti videoleiga hafi fari á hausinn þegar fólk fór að torrenta allt efni.

    SvaraEyða
  2. Ég hnaut um eitt Leó. Og spyr því hvort þú sért sami Leó og rekur eða rakst Laugarásvideó með Gunnari? Ef svo er þá velti ég því fyrir mér hvort þú segir frá þessu hérna til að koma höggi á Laugarásvideó eða hvort þetta sé svona merkilega mikil tilviljun að þú heitir líka Leó?

    SvaraEyða
  3. Furðulegt blogg, er ekkert ritskoðað hérna?
    "Millivegurinn 150 útleigur á diskinn", á hvað löngum tíma? 1 til 10 ár? Viltu reikna tekjur af þessu með td. húsnæði, tryggingum og launum mv. 150 útleigur á 10 árum?

    SvaraEyða
  4. Eitt það mesta bull sem ég hef séð!!! 500 krónur fyrir myndir sem þú færð ekki einu sinni hérna heima á venjulegum leigum er bara mjög gott verð.
    Þú getur ekki keypt nýja, vinsæla titla erlendis frá á 7-800 krónur í dag! Það ódýrasta í dag, fyrir utan tolla og sendingargjald, væri í kringum 1500 kr per disk.

    Ég bara skil ekki þessa færslu - nema þá einmitt að hér sé á ferðinni persónuleg árás frá Leó...
    (Annars finnst mér að það megi alveg ritskoða aðeins þessa síðu - póstur eins og þessi á ekkert erindi hérna inn).

    SvaraEyða
  5. Ætli Laugarásvidéo bjóði upp á barnaklám undir borði?

    SvaraEyða
  6. Þetta er einmitt nákvæmlega sá sami Leó R. Ólason sem var helmingseigandi í Laugarásvídeó þangað til hann var keyptur út fyrir nokkrum árum.

    Hann hefur eytt þeim árum í að reyna að koma höggi á fyrrum viðskiptafélaga sinn á lúalegan hátt, eins og glöggt má sjá á þessari færslu. Hann veit manna best hvaða vitleysu það er sem hann er að halda fram. Fyrir hvern disk sem keyptur er og leigist þolanlega, eru 2 aðrir sem eru keyptir og leigjast ekki neitt. Það er gjaldið sem Laugarásvídeó greiðir fyrir að vera með ALLRA besta úrval landsins af kvikmyndum og eini staðurinn orðið sem kvikmyndaunnendur geta farið til þess að geta fundið eitthvað annað en bara það sem kemur út í Myndbönd Mánaðarins. Ef einhver getur bent mér á betri leigu með betra úrval, þá væri ég þakklátur.

    Miðað við það að þeir eru að leigja nýjustu myndirnar á 500 kall líka, sem er með því ódýrasta sem þú finnur á landinu, ofan á það að bjóða upp á meiriháttar úrval kvikmynda og sjónvarpsþátta, þá myndi ég einmitt segja að Laugarásvídeó ætti skilið titilinn "Ekki Okur".

    Að lokum vil ég benda á að Leó R. Ólason öðlast titilinn "Hræsnari Íslands" með þessari setningu í færslu sinni: "Þrátt fyrir að Samtök rétthafa telji þetta vera ólöglegt sem útleiguefni", þar sem ég veit til þess að hann hafi sjálfur barist hart á móti slíkri einokun meðan hann var eigandi, og hafi meira að segja farið fyrir rétt til þess að berjast fyrir rétti Laugarásvídeó til þess að leigja út slíkt efni.

    SvaraEyða
  7. Já, vá maður. Langbesta leigan sko.

    Eina leigan á landinu þar sem þú getur beðið um 2001: A Space Odyssey og ert spurður á móti hvort þú viljir hana á spólu, DVD eða Blu-Ray. Aðrar leigur horfa bara á þig eins og þú sért skrítinn þegar þú biður um eitthvað annað en bara eitthvað á topp 20 listanum.

    Heví sanngjarnt verð finnst mér bara. 500 kall allar myndir, bæði nýjar og gamlar, og geðveikt úrval af allskonar skemmtilegu dóti. Ef þetta væri svona mikið okur, þá væri ekki alltaf fullt út úr dyrum held ég eins og það hefur alltaf verið þegar ég kem þangað. Held að þessi Leó gaur sé bara eitthvað úti að skíta.

    SvaraEyða
  8. Menn dæma sjálfa sig með slíku bulli, ég er viss um að bara fáar myndir leigist oftar en 20 skipti en úrvalið í Laugarásvídeó er stórkostlegt
    sennilega besta leiga á norðurlöndum, en eg ég fæ ekki myndina þar (oft búið að stela eintakinu) fæ ég diskinn oftast í Grensásvideó á Grensásveginum, þar benda þeir oft á Laugarásvídeó ef þeir eiga ekki myndina.....

    SvaraEyða
  9. Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt. þessi útreikningur er hreint ekki alveg út í hött hjá Leó og menn ættu ekki að tala um bull sem þekkja ekki málið. Ég veit það af því ég er fyrrum starfsmaður þarna. Og mig grunar að kommentið frá 10. maí sé skrifað af leigupenna Gunnars Rafni Herlufsen sem vinnur þarna svart.

    SvaraEyða
  10. Hahaha. Á Laugarásvideói hefur myndum margoft verið hent þegar þær hafa leigst 120-140 sinnum.
    Sonur Gunnars kom fram í blaði sem heitir Vikan og sagði pabba sinn hafa misnotað sig kynferðislega þegar hann var barn.
    Vinur minn var að vinna þarna og fékk launaseðil upp á 127 þúsund þegar hann hafði 1.4 millur hjá Gunnari.
    Rabbi Herlufsen er líka með fínar aukatekjur þarna og það væri gaman að vita hvort það er eitthvað gefið upp í kreppunni.
    Svo var þessi Gunnar líka dæmdur fyrir skattsvik eftir að hann var með þrívíddar og klámbíóið í Kópavogi.
    Ég verð svo að nefna að þegar hann sendi frúna heim til sín til Tælands í fyrra skrapp hann á meðan til Spánar með barnapíunni Heiðu.
    Rosalega eru margir hérna fyrir ofan ótrúlega ruglaðir og bulla alveg helling en vita EKKERT um málið.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Mer fynnst leiguverðið í lagi en það sem verra er að undanförnu hefur leigan opnað mjög óstundvíslega er að vinna vaktarvinnu og í þrjú síðustu skipti sem ég hef mætt hefur leigan ekki verið opnuð og klukkan að ganga fjögur sem er ekki nógu gott ég skrifa þetta einungis svo að þeir bæti sig á þessu sviði!

      Ari

      Eyða