mánudagur, 11. maí 2009

Okur í tískuvöruversluninni KISS

Ég má til með að vara fólk við því að versla í tískuvöruversluninni KISS í Kringlunni vegna stórfellds okurs.
17 ára gömul dóttir mín hafði staðið sig vel og mátti velja sér flík. Hún fór, ásamt vinkonum í Kringluna og sá kjól sem kostaði kr. 9500 í KISS.
Henni fannst kjóllinn fallegur en vissi að mér þætti hann dýr. Hún fór því víðar um Kringluna og sá þá nákvæmlega sama kjólinn í GALLABUXNABÚÐINNI en þar kostaði hann rétt rúmar kr. 5000.- Það munar um minna!
Þess má jafnframt geta að afgreiðslustúlkan í versluninni KISS var kuldaleg og bannaði stúlkunum að vera tvær saman í mátunarklefanum, - ekki get ég nú skilið hvers vegna það var óleyfilegt!
Hildur Herbertsdóttr

8 ummæli:

  1. ekki get ég nú skilið hvað þær þurfa að vera að gera tvær inni í klefanum :)

    SvaraEyða
  2. Það er alltof algengt að unglingar séu að stela í Kringlunni og það á sér helst stað inn í mátunarklefum. Eðlilegt að búðir setji svona reglur. Ég er ekki að segja að dóttir þín og vinkona hennar séu að stela en þetta er ótrúlega algengt og miklu miklu algengara en fólk heldur. Þetta er svakalegt tjón fyrir verslanir og leiðir m.a. til hærra vöruverðs.

    SvaraEyða
  3. Það held ég nú að flestar reglu séu í verslunum um þetta, það er mátunarklefi og eðlilega þarf að gera grein fyrir hjá starfsmanni hvaða vörur er verið að fara með inn til að máta og ekki mega vera 2 eða fleiri í sama klefa að máta.
    þessar reglur eru náttúrulega til að reyna sporna gegn þjófnaði, og að sjálfsögðu eru eftirlits myndavélar ekki í mátunarklefanum svo verslanir verða að setja skírar reglur og reyna lágmarka aðgengi þjófa að vörum.

    fynnst það bara nokkuð eðlilegt.
    með verðmuninn, flott bara hjá Gallabuxna búðinni, hvernig væri að skrifa jákvætt um þá sem eru að gera vel?

    SvaraEyða
  4. Ég verð að segja það sama og fyrsti... til hvers að fjölmenna í sjálfum mátunarklefanum? Afsakið, en ég bara einhvern veginn sé ekki tilganginn.

    Annars góð ábending og ef stjórnendur KISS hafa eitthvað á milli eyrna munu þeir bregðast við þessu, þ.e. ef þú lést þá sjálfa vita af þessu líka.

    Finnst nefnilega soldið vanta hérna að fólk sé að kvarta, eðlilega, undan viðskiptaháttum fyrirtækja og verslana á netinu (hér, barnaland, annarsstaðar) en ekki hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvernig þetta muni breytast?

    SvaraEyða
  5. Auðvitað bannaði afgreiðslukonan tveim unglingstelpum að vera saman í klefa - flestar fataverslanir myndu gera það! Það er gríðarlega miklu stolið í fatabúðum, og afar erfitt að komast fyrir það þar sem auðvitað eru ekki myndavélar í klefunum. Þar af leiðandi er allt annað gert til að reyna að stoppa þjófnað af.

    Merkilegt hvað mikið af fólki er móðunargjarnt út af fáránlegustu hlutum, í staðinn fyrir að velta fyrir sér í augnablik hvað liggur að baki.

    SvaraEyða
  6. Það má benda á að oft fara starfsmenn KISS í ferðir til útlanda og koma með fullar ferðatöskur sem eru tæmdar inn í búðina ;o)
    Það er líklegast til þess að sleppa við að borga VSK ásamt öðrum vöru/tollatengdum gjöldum.

    kv
    RF

    SvaraEyða
  7. www.tollstjori.is

    Hringja eða senda póst ef þú hefur sannanir.
    Slíkt brot á ekki að líðast.

    Þeir sleppa kannski við að borga vsk og geta boðið lægra verð en hvað með búðina á móti sem þarf að borga tolla og vsk?

    SvaraEyða
  8. Ég sá konu som er að vinna í KISS selja skartgripi í Kolaportinu, sem hún var örugglega að selja fyrir KISS, hef lika tekið eftir að það er aldrei útsala af skartgripum þar. Hef lika þekið eftir að sami kjólin fannst annarsstaðar og þá óðýrari en það var í búðinni sem er á þriðju hæðinni.

    SvaraEyða