miðvikudagur, 20. maí 2009

Þrældómur áskrifenda Stöðvar 2

Datt í hug að deila þessari lífsreynslu:

Ég er áskrifandi að stöð 2, og mér datt í hug að segja þessari áskrift upp til þess að spara nokkra þúsundkalla á mánuði, reyndar marga þúsundkalla.
En nei, þar sem áskriftin hefur verið sjálfkrafa gjaldfærð á kreditkortið mitt, þá get ég ekki sagt upp áskriftinni nema með meira en mánaðarfyrirvara.
í dag er 19. maí, er það ekki nægur tími til þess að segja upp áskriftartímabili sem hefst 5. júní???
Nei segir stöð 2, það þarf að gera það fyrir 15. því þann mánaðardag er næsti mánuður gjaldfærður á kreditkort áskrifenda.
Gott og vel, en hvers vegna getur þetta fyrirtæki(365) ekki endurgreitt mér þjónustu sem ég vill ekki kaupa, þjónustu sem ég hef ekki hlotið, og mun
ekki hafa neinn áhuga á að hljóta. Hversu erfitt er það að???
Að endurgreiða eina færslu á kreditkort er mjög einfalt mál, en þess í stað er öll mín viðskiptavild eyðilögð og ég mun aldrei snúa mér að þessu fyrirtæki aftur.
Nafnleynd

3 ummæli:

  1. Svona er nú þetta þegar menn láta taka beint af kortinu sínu. Þetta er ekki okur þetta er VÆL!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  2. Þetta er hvorki dæmi um okur né væl (reyndar er stöð 2 okur en pósturinn snýr ekki að því).

    Þetta er dæmi um leiðinlega viðskiptahætti og hvernig sum fyrirtæki vilja frekar búa til fúla viðskiptavini heldur en glaða og átta sig ekki á skaðanum sem þeir eru að búa til.

    Kallast að kasta 100 kalli fyrir krónu vegna þess að ef þeir hefðu gert eins og beðið var um þá hefði þeir skilið í góðu við kúnnan og hann talað um það við aðra og/eða verið tilbúinn til að koma í viðskipti seinna.

    SvaraEyða
  3. Ég myndi nú halda að þetta snéri að kreditkortafyrirkækjunum en ekki Stöð 2 beint

    SvaraEyða