sunnudagur, 31. maí 2009

Ömurleg þjónusta hjá Castello Pizzeria á Dalvegi í Kópavogi

Ég er 25 ára og fluttur að heiman. Ég ákvað í gær 30.maí þegar ég og foreldrar mínir komum að austan eftir að hafa tekið hestana með okkur og riðið þar út að bjóða þeim í pizzu enda ekki stemming fyrir því að fara elda eftir þessa ferð. Ég fer inn á Castello á leiðinni heim og panta 16" pizzu og brauðstangir + hvítlauksolíu. Og borga fyrir þetta um 3100kr(frekar dýrt en þetta á jú að vera eldbakað). Svo fer ég heim til mín og í sturtu en þar sem ég bý á efstu hæð í blokk getur rennslið á heita vatninu stundum dottið niður þannig að ég hringi í foreldra mína og bið þá um að sækja pizzuna. Ekkert mál og þau fara og ná í hana. Svo hringja þau á miðri leið og segjast vera með pizzuna og hafa þurft að borga um 3100 fyrir hana. Ég segi nei ég er sko búinn að borga fyrir hana. Þá merkja þeir ekki hvort að búið sé að borga pizzurnar eður ei. Þau fara til baka en svo þegar þau vilja fá endurgreitt þá eru þau beðin um kvittun,þau verða fúl og segja að kvittunin sé hjá aðila sem búi ekki með þeim. Það er hringt í mig og ég beðinn um að segja hvað starfsmaðurinn heitir sem afgreiddi mig(vá eins ég viti það!!!). Þarna eru þau sökuð um að vera að reyna að svíkja út ókeypis pizzu. Látin síðan bíða eins og glæpamenn á meðan þeir fara og skoða í myndavélakerfið hvort þau séu að ljúga. Svo fæst úr þessu skorið en þau krefjast nýrrar heitar pizzu og bera fyrir sig að það sé á ábyrgð þeirra að merkja hvort búið sé að borga pizzurnar.Svo kemur pizzan en ekki var haft fyrir því að biðjast afsökunnar heldur hreytt út úr sér næst munið þið eftir að hafa kvittunina með ykkur. Og að sjálfsögðu sagði mamma ÞAÐ VERÐUR EKKERT NÆST!!!!!!!!!!!
Er það líka svona sem ungir karlmenn í dag haga sér(já bara ungir karlmenn þarna inni að vinna a.m.k.þetta kvöldið)??????
Það má líka fylgja með að hvítlauksolína kom ekki með þegar pizzan var opnuð en við vorum of svöng og þreytt eftir klst bið á pizzunni til þess að gera neitt í því.
Stefán

13 ummæli:

  1. Vá, ég kaupi ekki pizzu þarna eftir þennan lestur !
    Björk

    SvaraEyða
  2. Oj, þarna fer maður sko ekki...

    SvaraEyða
  3. Nei nenni ekki að versla þarna eftir að hafa lesið þetta en hef oft spáð í það að stoppa þarna á leiðinni heim.

    SvaraEyða
  4. Ekki séns að maður sé að fara að versla þarna!

    SvaraEyða
  5. Þú verður bara að flytja aftur heim.

    SvaraEyða
  6. er mjög ánægð með þá að minsta kosti eru pizzurnar mjöög góðar,en í dyrari kantinum.

    SvaraEyða
  7. Jahérna já, þessu get ég trúað upp á þá !
    kv, þórunn

    SvaraEyða
  8. Hef verslað mikið við þessa gaura undanfarið ár eða svo, og hef verið mjög ánægður í hvert einasta skipti. Frábærar pizzur og yfirleitt fín þjónusta (stundum klaufaleg, en velmeinandi).

    Held að þetta hljóti að hafa verið eitthvað tilfallandi.

    SvaraEyða
  9. Alveg forkastalegt! Spurning um að leggja inn skriflega kvörtun og tala við þa i Neytendasamtökunum. Svona á ekki að líðast.

    Alveg fyrir neðan allar hellur!

    Hef ekki keypt þarna vegna okurs og munn aldrei gera!

    SvaraEyða
  10. bestu pizzur i heimi, fin þjónusta og verðið samhvæmt gæðum.....hættiði þessu væli!!!!!

    SvaraEyða
  11. Sammála síðasta ræðumanni! Þetta eru LANGbestu pizzurnar!

    SvaraEyða
  12. æðislegar pizzur og topp þjónusta...fyrir 3100 er stór pizza, brauðstangir og gos innifalið sem er góður díll miðaða við gæði...en eins og ástandið á íslandi er í dag finnst mér ekkert að því að þeir vilji fá kvittun -

    SvaraEyða
  13. Ég sem starfsmaður á Castello í kópavogi verð að segja að ég skil alveg að þau hafi beðið um kvittunina. Það er ekkert lítið mál ef að maður gefur manneskju sem að hefur ekki borgað fyrir pizzuna eða sendir einhvern annann til að sækja hana, þetta er til þess að koma í veg fyrir að manneskjan sem pantaði og borgaði fyrir pizzuna komi seinna að sækja hana og þá er bara búið að gefa pizzuna í burtu. Mér finst þessar pizzur æðislegar og eftir að ég prófaði þær þá eru einu pizzurnar sem komast næst þessum guðdómlegu pizzum, það eru heimagerðu pizzurnar hennar mömmu. Vinsamlegast hugsaðu aðeins um það að það getur alveg hafa verið ný manneskja að vinna þegar pizzan var pöntuð og GLEYMT að merkja að það hafi verið borgað fyrir hana. Ég lendi stundum í því að gleima, en þá man ég yfirleitt andlitin, og þar af leiðandi skil ég viðkomandi að vilja sönnun ef það var ekki sama manneskja sem pantaði og sem sækir pizzuna :) vil ekkert beef við neinn hérna, þurfti bara að koma mínu á framfæri :)

    SvaraEyða