föstudagur, 29. maí 2009

10-11 í viðskiptabann


Mig langaði bara að benda Okur lesendum á þessa bloggfærslu sem ég gerði. Þar tek ég verðsamanburð á 3 hlutum úr 10-11 og Bónus. Verðmunurinn er alveg út úr kortinu!
http://jonathangerlach.com/2009/05/18/10-11-i-viðskiptabann/
Læt myndina fljóta með að gamni :)

7 ummæli:

  1. Rétt hjá þér að fylgjast með þessu!
    En leiðinlega við þetta er að þú talar um að þú munir beina viðskiptum þínum í bónus í framtíðinni en þetta eru nákvæmlega sömu eigendur að þessum verslunum ásamt Hagkaup.

    Aðföng er lagerinn fyrir allar þessar verslanir og er í eigu Haga eða Baugs sem er farinn á hausinn og það sem pirrar mig mest við þetta er að Bónus og 10-11 og Hagkaup eru að fá allar þessar vörur inn á nákvæmlega sama verði, minni álagning í Bónus svo fáránlega há álagning í hinum verslunum!

    fynnst að fólk mætti allveg pæla örlítið meira í hversu gríðarleg fákeppni og markaðsmisnotkun er í gangi hér á matvæla markaðnum!

    SvaraEyða
  2. Sami eigandinn af báðum verslunum, önnur leggur áherslu á lágt verð óg litla þjónustu en hin á betri þjónustu og því fylgir jú hátt verð. Húrra fyrir þeim að horfa til mismunandi þarfa viðskiptavina!

    SvaraEyða
  3. Verðmunurinn alveg út úr kortinu og samanburðurinn líka. Nær væri að bera saman 10-11,11-11 og Strax en ekki lágvöruverðsverslun og klukkubúð.

    Ekki bera saman epli og appelsínu

    SvaraEyða
  4. mér finnst 19% munur nú alveg ásættanlegur fyrir búð sem er með svona mikið rýmri opnunartíma...

    SvaraEyða
  5. Já, 19% getur talist "eðlilegur verðmunur" ... En 81% er bara glæpastarfssemi!

    SvaraEyða
  6. Mér er bara alveg sama því ég versla ALDREI í okurbúllunni 10-11, geri mig ekki að fífli með því að versla þar.

    SvaraEyða
  7. ein verslun með opið frá hádegi til kvöldmats - hin allan sólarhringinn. þarf ekki mikið að segja um það. hins vegar ætti allir að hætta að versla við baugsbúðir, þetta fer allt í sama vasann. væri nær að versla við kaupmanninn á horninu eins og Melabúðina eða Fjarðarkaup.

    SvaraEyða