mánudagur, 11. maí 2009

Rándýr rauðlaukur á Akureyri

Góðan Daginn, Tryggvi Johnsen heiti ég og kem frá Akureyri, ég og móðir mín
ætluðum að kaupa rauðlauk á leiðinni heim og fórum í samkaup strax, og þegar ég
kom í búðinna þá var það eina sem ég gat valið voru 3 rauðlaukar í pakka, það
er að segja að ég átti að borga 228 kr fyrir 3 litla ljóta rauðlauka. Ég sætti
mig ekki við þetta og ég og móðir mín töluðum um þetta á leiðinni í bónus þar
sem það er ekki sættanlegt að bjóða fólki uppá þetta þar sem þeir eru að borga
tildæmis 50kr fyrir kg og við neytendur 228 kr fyrir 200gr enn rauðlaukarnir í
samkaup strax kosta allir það sama og það er ekki miðað við kílóverð. Þegar við
komum í bónus þá sáum við að rauðlaukurinn þar kostar 114-118 kr (man ekki
alveg nákvæmlega) kg. Ég svora hér með á samkaup strax að hætta þessum asnaskap
og selja fólki rauðlauk á okurprís og það er að segja lélegan rauðlauk.
Kv. Tryggvi Johnsen

Engin ummæli:

Skrifa ummæli