þriðjudagur, 12. maí 2009

Sparaðu krónu í Krónunni

Ég fór í Krónuna í Lindum í gær. Þar var tilboð á 4x2l. coke á 838 kr. Fannst það í dýrari kanntinum þannig að ég fór í hilluna til að skoða verðið á stakri 2l coke. Hún kostar 210 kr. Ég gat ekki annað en hlegið að þessu frábæra krónutilboði, í orðsins fyllstu.
Ég þurfti að síðan að leggja leið mína aftur í verslun í dag og fór í krónuna í Húsgagnahöllina sem var á leið minni í dag. Þar var verðið á 4x2l. coke 739 krónur. Að gamni mínu skoðaði ég hvað þetta kostaði í Lindum í dag - svarið var 839 kr.
Ég hef áður haft það á tilfinningunni að það sé misjöfn verðstefna eftir staðsetningu í Krónunni, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svona pottþétt dæmi.
kveðja,
Hákon

1 ummæli:

  1. Þótt Cokeflöskunum sé pakkað í kippu og standi á bretti á gólfinu er ekkert þar með sagt að það sé tilboð á þeim .. er alveg víst að það hafi staðið tilboð á verðmiðanum, eða er frummælandi kannski bara að skálda í eyðurnar út frá framsetningu vörunnar ?

    SvaraEyða