föstudagur, 23. október 2009

Okrað í kaffiteríu Þjóðarbókhlöðunnar

Ég missti hökuna niður á búðarborðið í kaffiteríu Þjóðarbókhlöðunnar þegar
ég fór þar um daginn í sakleysi mínu og pantaði mér kaffi latte. Ég sem
ætlaði að gera mér glaðan dag og ákvað að taka mér 20 mínútna pásu frá
bókunum og hoppa með vinunum niður í einn kaffibolla eða svo. Ég sem
fátækur námsmaður átti bágt með að sleppa kortinu mínu í hendur
afgreiðsludömunnar , sem ég áleit hálfgert skrímsli eftir að hafa, stolt á
svip, gefið mér upp verðið á bollanum sem ég hafði pantað: „það gera 450
krónur“. Er þetta alveg eðlilegt? Mig langaði mest til að rífa kortið af
henni og strunsa burt, nema hvað að ég var komin með bollann milli
handanna og gat tæplegast hætt við.
Hverjum datt það í hug að það væri í lagi að hafa verðið á kaffiteríu
Þjóðarbókhlöðunnar, sem er „by the way“ aðallega ætluð námsmönnum, hærra
en á fínum veitingastað á borð við Lækjarbrekku. Það er ekki eins og maður
sé að borga fyrir þjónustu eða maður sé að borga fyrir að sitja í
huggulegu umhverfi, þess vegna get ég ekki áttað mig á því hvers vegna
verðlagningin þarna er svona há.
Ég hef verið að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér og hef rætt þetta
við fleiri námsmenn og eru þeir allir sammála. Ein kom með dæmi um það
þegar hún ætlaði að kaupa sér myntur, og þá á ég við svona eins konar
ópalpakka, og hann kostaði 360 krónur á meðan hann kostar 207 krónur í
Hagkaup, og er ekki hægt að segja að Hagkaup sé ódýrast búðin.
Verðlagning búllunnar er fyrir neðan allar hellur og hef ég slitið á öll
mín viðskipti við hana, sem og fleiri sem láta ekki bjóða sér þetta.
Þetta er auðvitað argasti dónaskapur að nýta sér námsmenn á þennan hátt.
Dóra Björk

17 ummæli:

  1. Ég er mjög ánægð með þessa grein hjá þér, gott framtak og ég get ekki verið meira sammála þér. Þetta er algjör ránsbúlla-

    SvaraEyða
  2. Já þetta er alveg óþolandi, ég er löngu hætt að kaupa kaffi þarna, rölti frekar yfir götuna og fæ mér ódýrara og helmingi betra kaffi í Kaffitár á Þjóðminjasafninu!

    SvaraEyða
  3. select bensínstöðin er líka ódýrari heldur en þjóðarbókhlaðan - ég hleyp frekar þangað út heldur en að versla í kaffiteríunni á þjóðarbókhlöðunni og btw þá er enginn ókeypis aðgangur að örbylgjuofni (eða grilli) ef maður er með nesti með sér

    SvaraEyða
  4. Það er algjörulega fyrir neðan allar hellur þar sem 90% af fólkinu sem verslar þarna eru námsmenn á lánum eða á lágum launum. Gott hjá þér að vekja athygli á þessu og vonandi verður verðlagið aðeins skoðað þarna...:D

    SvaraEyða
  5. vel gert.. þetta er alveg út í hött þessi verð þarna!

    SvaraEyða
  6. Það er nú meira hvað "fátækir námsmenn" telja sig samt alltaf eiga rétt á ölu ódýrara en allir aðrir...

    SvaraEyða
  7. Ég held að Hagkaup sé í aðeins betri rekstrarstöðu heldur en einhver sjoppa í Þjóðarbókhlöðunni.

    SvaraEyða
  8. Mikið rosalega er ég sammála þér! Þetta er bara hreint og klárt okur þarna á þjóðarbókhlöðunni! Spurði um daginn hvort það væri hægt að fá soðið vatn, það var alveg hægt, en það kostar 50 kr.! Er ekki í lagi?!?!
    Ég fer frekar á Select og versla þar eins og nafnlaus hér fyrir ofan!

    SvaraEyða
  9. Afgreiðsludaman hefur örugglega ein og sér ákveðið verðið.....
    Hvar kemur fram að staðurinn sé ætlaður námsmönnum ? Er hann á vegum Háskólans ?

    SvaraEyða
  10. það eru nú aðallega námsmenn sem nýta bókhlöðuna og eru því flestir sem nýta kaffiteríuna - ef það er ekki augljóst!

    SvaraEyða
  11. Og á þá bara einhver veitingamaður að fórna sér í það að gefa vinnuna sína? Hvað kostar á kaffihúsinu í Þjóðminjasafninu ?
    Ekki ódýrt finnst mér !!!
    Hefur einhver farið á Mokka nýlega ?
    Ef fólk er að leita að góðgerðarstarfsemi þá eru móður Theresu nunnurnar með morgunmat á Hofsvallagötunni, ekki svo langt í burtu.

    SvaraEyða
  12. Sorry en ég fer frekar og fæ mér kaffibolla sem kostar minna á flottum veitingastað einsog t.d lækjarbrekku þar sem maður fær flotta þjónustu og fleira heldur en þarna.. Sorry kaffi er ekki svona dýrt..

    SvaraEyða
  13. Hvaða sógun er þetta að spreða gjaldeyri í eitthvað innflutt kaffisull! Drekkið vatn og sofið lengur.

    SvaraEyða
  14. Frábært að skrifa um þessa ömurlegu búllu, ég er löngu hætt að versla við þessa sjoppu, áður mátti maður allavega borga 50 kall fyrir að nota þennan örbylgjuofn en ekki lengur. Svo er þjónustan ef þjónustu má kalla fyrir neðan allar hellur. Þess fyrir utan finnst mér kaffið þarna vont! Frekar borga ég sama verð fyrir hágæðakaffi á Kaffitári i Þjóðminjasafninu. FS ætti klárlega að reka sjoppuna aftur eins og var víst í gamla daga.

    SvaraEyða
  15. Það kostar 50 krónur að fá heitt vatn hjá þeim þar sem að það kallar á óþarfa uppvask fyrir þjónustufólk og það er nú ekki þeim greyunum að kenna að það hafi verið bannað hita upp utanaðkomandi mat þar sem að það hefur verið bannað áður af heilbrigðiseftirlitinu að setja mat úr einhverjum eldhúsum í grill eða örbylgjuofna sem eru í notkun á kaffihúsum. Ég fer oft þangað og finn nú persónulega engan mun á uppáhelltu kaffi hjá þeim eða annars staðar.

    SvaraEyða
  16. Súpan þarna er líka á 500 kr en aðeins 300 kr í Hámu. Svo eru samlokurnar líka yfirleitt 200kr dýrari en í Hámu.

    SvaraEyða
  17. Þetta er samt kaffi latté sem verið var að panta en ekki venjulegur bolli.
    Mér finnst 450 fyrir latté mjög algengt verð.

    SvaraEyða