mánudagur, 19. október 2009

Krónan - Okur og svindl?

Ég vil benda á að ég og fleiri sem ég hef talað við eru alltaf að lenda í
að vörur í Krónunni eru ekki verðmerktar. Jafnvel er það þannig að
samskonar vörur eru í sömu hillu en aðeins ódýrari hluturinn er
verðmerktur, til að gabba hinn almenna neytanda, til að taka dýrari
hlutinn þar sem verðmerkingin er oftar en ekki undir honum. t.d fór ég í
krónuna í lindunum um daginn og þar er hilla með instant núðlum, nokkrar
tegundir. Aðeins tvær af fjórum voru merktar og þá auðvitað ekki dýrasta
gerðin en samt var ein af verðmerkingunum undir þeirri núðlutegund. Þetta
finnst mér vera tilraun til að blekkja.
Einnig vil ég velta upp spurningu afhverju ananas er ekki lengur seldur í
stykkjatali heldur er farið að selja hann í kg verði. Maður nýtir aðeins
tæplega helminginn af þessum ávexti og finnst mér of mikið fara til
spillis til að geta keypt hann á kg verði. Ég fór í dag í Krónuna og
ætlaði að kaupa ananas. Fór að ávaxtabarnum og viti menn ananasinn var
ekki verðmerktur!!!. svo ég fór með hann á kassann, rétt rúm 2kg kostuðu
600kr. (OKUR) ... þennan ananas keypti ég fór heim og skar hann niður og
nýtti allt sem ætt er og vigtaði. úr þessum 2kg ananasi fékk ég 1kg af
aldini.
Vildi bara benda á þetta, er þetta í lagi? Viljum við láta bjóða okkur þetta?
Kær kveðja,
Neytandi

7 ummæli:

  1. Þetta geta ekki verið endalausar tilviljanir hjá Krónunni. Álpaðist þarna um daginn og keypti fyllt pasta sem átti að kosta rúmar kr. 400. Lét fífla mig því þegar heim var komið var þetta verðlagt á rúmlega kr. 700.

    Læt þá ekki fífla mig aftur.

    SvaraEyða
  2. Ætla ekki að verja eitt né neitt hjá Krónunni, enda eru það hrikalega misheppnaðar verslanir, en langar samt að benda á að hversu mikið nýtist af vörunni segir ekkert til um hvort hún á að vera seld eftir vigt eða stykki .. svínarif eru t.d. seld eftir vigt þrátt fyrir að vera 70% bein.. Ég kaupi gjarnan ananas sjálfur, hann er búinn að vera seldur eftir vigt í Hagkaup í ár eða meira (örugglega eins í Bónus, kaupi hann frekar í Hagkaupum því þar fæ ég hann hálfan eða jafnvel í sneiðum án þess að rukkað sé auka fyrir vinnuna), þar fékk ég þá skýringu að það væri vegna þess að hann væri ekki jafn "jafnþungur" og áður, áður var alltaf verið að flytja inn sömu stærðina, en nú er hún orðin breytilegri, gæti rokkað frá kílói upp í 2,5.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus #1 þú er týpískur íslenskur neytandi. Áður en sett er í pokan á kassa fer ég alltaf yfir strimilinn alveg sama þótt að það sé löng röð á kassanum enda kennir reynslan mér það að rík þörf er til þess.

    SvaraEyða
  4. Í Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi kostar 1 stk. ananas 89 krónur!

    SvaraEyða
  5. Hmmm - er ekki "týpískur íslenskur neytandi" pakkið sem hangir á kassanum löngu eftir að það er búið að borga, gónandi á strimilinn með stækkunargleri? Það fólk vill kannski ekki láta stela af sér, en finnst ekkert mál að hirða tíma annarra!

    SvaraEyða
  6. Það fólk sem er að fara yfir strimilinn sinn á kassa er ekki að taka tíma annarra heldur er það bara að taka sinn tíma í hlutina. Það ættu allir að gera þetta. Tími næsta kúnna byrjar ekki fyrr en hann er kominn með þjónustu á kassanum.

    SvaraEyða
  7. Ættu allir að gera þetta? Ertu ekki að grínast? Fólk vill kannski einhverntímann komast heim til sín úr búðinni!

    SvaraEyða