föstudagur, 4. desember 2009

Subway vont / Kjöthöllin góð

Í fyrsta lagi langar mig að lýsa óánægju yfir hækkun á bát mánaðarins á Subway. Á einu ári hefur Subway hækkað bát mánaðarins frá 299 kr. upp í 375 kr. Að sjálfsögðu spilar gengið þar inní en ég tel það varla tilboð að fá 9 kr í afslátt af stórum bát. Auk þess er þetta samloka og ég tel það ansi dýrt að greiða 750 fyrir samloku- á tilboði!
Einnig langaði mig þó að lýsa yfir ánægju minni á þrautseigu fyrirtæki. Eitt af þeim fáu sem eru eftir. Ég hef oft verslað þar í matinn, alltaf á jólunum til dæmis og er alltaf jafn ánægður. Þetta fyrirtæki heitir Kjöthöllin og hef ég einnig ávallt fengið þar frábæra þjónustu og gott verð.
Með kveðju og þökk,
Stefán

14 ummæli:

  1. Mér þykir þetta nú ekkert brjáluð hækkun hjá Subway persónulega, ég hef séð mun mun meiri hækkanir annarstaðar. En Subway hafa alltaf verið frekar dýrir miðað við margt annað og fynnst mér þeir einmitt frekar koma vel út miðað við aðra, ef við miðum 2-3 ár aftur í tímann var ég oft ekki að tíma að fara á Subway en í dag samanborið aðra skyndibita tími ég mun oftar að fara á Subway.
    Að auki allavega hér á Akureyri fæ ég alltaf góðan mat á Subway vs Quiznos í Olís sem ég fæ ansi oft kallt að innan og eða ekki ferskt eða HlöllaBátar þar sem mér fynnst hvorki hráefnið ekki ferskt og þar af leiðandi ekki aðalandi og svo að sjá staffið úti að reykja áður en það fer inn að búa til bát handa manni fynnst mér ekki geðfellt.

    Svo overall hérna meginn mjög sáttur við Subway, alltaf ferskt,eins og gott.

    SvaraEyða
  2. Hvað er Kjöthöllin? Hvar er hún til húsa??

    SvaraEyða
  3. kjothollin.is

    Kjöthöllin er í Skipholti 70 og á Háaleitisbraut 58-60.

    Ég og kærasti minn verslum allt okkar kjöt þarna. Kaupum sparikassa 1 hjá þeim einu sinni í mánuði. Ég get hiklaust mælt með þeim. (:

    SvaraEyða
  4. Við fjölskyldan verslum líka kjöt okkar þarna og erum alltaf jafn ánægð. Ofboðslega viðkunnalegt fjölskyldufyrirtæki og svakalega gott það sem þau gera þarna (kæfurnar, buffin o.fl.)
    Miklu skemmtilegra að versla við þau heldur en þessar keðjur sem ýttu okkur í kreppuna.

    SvaraEyða
  5. nice þessi sparikassi 1 hljómar vel

    SvaraEyða
  6. Kaupi sparkassa hjá kjöthöllini 1 sinni í mánuði, hef ekki fengið betri gæði á kjöti en hjá þeim. og fyrir okkur er þetta sparkassa form alveg hreint frábært.

    mæli 100% með þeim

    SvaraEyða
  7. Sammála með Kjöthöllina, kaupi oft 10-20 hamborgara hjá þeim og frysti, en þeir eru þeir bestu í bænum

    SvaraEyða
  8. Sammála öllu með Kjöthöllina, flott viðmót starfsmanna... svona fjölskyldustemning og góðar kjötvörur eins og hamborgararnir.

    Næst þegar að þið farið á Subway þá mæli ég með því að þið takið eftir myndunum af samlokunum sem þeir sýna upp á vegg. Rosalega girnilegar með miklu áleggi sem stendur vel út úr. Svona fær maður Subway út í heimi en hérna á Íslandi þá er áleggjunum haldið í lágmarki, sérstaklega kjötáleggið. Ég man að þegar að Subway opnaði fyrst þá fékk maður nokkur lög af kjötáleggi en núna miklu minna og borgar meira.

    SvaraEyða
  9. Gaman að lesa um Kjöthöllina hér. Ég hélt að þetta væri bara minnar fjölskyldu falið leyndarmál að góðu matarboði og fullkomnum jólum.
    Jú bestu borgarar í bænum en það sem stendur upp úr fyrir mér er nautahakkið þeirra. Alveg fitulausir hreinir vöðvar (annað en það sem gufar upp á pönnunni og hef heyrt að sumir séu meira að segja að setja vatn í þetta).

    SvaraEyða
  10. svo innilega sammála, við fjölskyldan kaupum alltaf sparikassa hjá Kjöthöllinni,
    það sem er svo frábært að það er hægt að kaupa mismunandi stóra kassa sem passa fyrir fjölskyldustærðina,
    og þvílíkt gæðakjöt :) og virkilega skemmtilegt að versla hjá þeim, tekið vel á móti viðskiptavininum :)))

    SvaraEyða
  11. Fattaði þetta fyrirtæki ekkert fyrr en núna í okt & keypti af þeim kassa.
    Kjötið rosalega gott & allt svo ferskt,
    Allir í Kjöthöllina :)

    SvaraEyða
  12. Kaupi bara nautakjöt í Kjöthöllinni. Slysaðist til að kauða nautahakk úr búð fyrir nokkrum mánuðum og entginn gat borðað það eftir að hafa vanist Kjöthallarkjötinu.

    Vil benda á að kílóverðið á hakki er ekkert svakalega lágt hjá þeim, en á móti kemur að það er mjög drjúgt þar sem fituhlutfallið er lágt og engu vatni og öðru sprautað í til að drýgja. Þegar þessir þættir eru taldir með, er þetta eflaust eitt lægsta kílóverð á nautahakki sem um getur á landinu - ekki amalegt þegar þetta er líka besta hakkið!

    SvaraEyða
  13. Ég er sammála umræðunni um Kjöthöllina, alveg frábærar kjötvörur og verðið fínt (sérstaklega miðað við gæðin). Svo er líka hægt að sérpanta hjá þeim kjöt og fá það eldað ef maður vill, t.d. Roast beef, hrikalega gott og þægilegt.

    SvaraEyða
  14. Kristinn Sigurðsson17. desember 2009 kl. 23:39

    Kjöthöllinn er án ef það besta sem ég hef nokkurntímann kynnst!
    Eftir að hafa farið þarna núna og fengið topp þjónustu og gott kjöt á góðu verði dettur mér ekki í hug að fara annað!

    Mæli hiklaust með þessu frábæra fyrirtæki!!!

    Kv.Kristinn

    SvaraEyða