laugardagur, 21. mars 2009

Stöð 2 fær ekki háa þjónustueinkunn

Ég á ekki til orð yfir frekju og yfirgangi hjá Stöð 2.
Sagan er að ég bjó hjá systur minni í smá tíma meðan ég var að klára að byggja. Meðan ég bjó hjá henni borgaði ég áskrift af stöð 2 og lét taka af kreditkortinu mínu mánaðarlega. Í janúar flutti ég í nýja húsið, lét flytja áskriftina þangað og hætti að borga hjá systur minni. Í febrúar er tekið af kortinu mínu 3x fyrir áskrift á stöð 2, ég hringi til að vita hvað er í gangi og þá kemur í ljós að þetta er gjaldf fyrir mig og systur mína. Ég bað um að þetta yrði lagfært, ekkert mál var svarið. Svo núna í mars er aftur tekið af kortinu mínu en bara 2x. Ég hringi aftur og vil fá endurgreiðslu. Svarið sem ég fékk var að systir mín er að misnota kortið mitt og ég ætti að rukka hana um þessa upphæð!!!!!! Þegar systir mín fær sér aftur stöð 2 og gefur upp kennitölu sína, þá er spurt á að gjaldfæra á kortið sem er skráð á þessa kennitölu og hún segir að sjálfsögðu já, vissi að ég var búin að flytja mig og hélt að kortið sitt væri skráð. Þarna vilja þau á stöð 2 meina að systir mín væri að misnota kortið mitt. Halló ég var búin að láta taka það og setja á mitt heimilisfang. Þá segir þessi Hrönn hjá Stöð 2 að þau geti ekki í hvert skipti tékkað hver á kortið! Það er skylda þeirra að rétt kort sé notað með réttri kennitölu. Ég gaf aldrei leyfi fyrir þessum úttektum á kortið mitt. Ég hafði samband við þá hjá Borgun og eru verið að vinna í að fá endurgreitt. En þau hjá Stöð 2 fá ekki háa einkunn fyrir þjónustu.
Thordís

1 ummæli:

  1. Ég er bara mest hissa á að það fólk skuli ennþá versla við þetta fyrirtæki!
    Þegar að við tókum þá ákvörðun að hætta með stöð2 vegna þess hversu mikið þeir hafa hækkað verðið og bætt við auglýsingum í dagskrána, Þá vorum við hrædd um að það væri ekkert annað að horfa á.....En svo eftir einn mánuð þá uppgötvuðum við að við vorum búin að borga stórfé í sjónvarpstöð sem við horfðum hérumbil aldrei á!!!!
    En eftir að við hættum að borga þá voru þau frá 365 hringjandi í okkur tvisvar til þrisvar í mánuði til að reyna að selja okkur sjónvarp þó svo að við marg bæðum þau að hætta því þá héldu þau því áfram.Það var ekki
    fyrr en ég hringdi í þá á skrifstofunni og lét þá vita að 365 sé búið að ónáða mig svo mikið að það væru litlar sem engar líkur á að ég kæmi til að versla við þá aftur og þá fyrst fengum við á heimilinu frið fyrir þeim.

    SvaraEyða