sunnudagur, 15. mars 2009

Samskipti við Apple verkstæði

Góðan daginn.
Þannig er að ég á iPod (8L718AM9V9M iPod Classic 30gb) sem ég keypti í USA í júní 2007. Það kom fram þegar hann var skráður inn á verkst.
Nú á dögunum tók hann upp á því að ég hætti að geta tengt hann við heimilistölvuna og þ.a.l. gat ég ekki hlaðið inn á hann tónlist né heldur náð að hlaða rafhlöðuna. En hann virkaði fullkomlega t.d. í bílnum, þar gat ég tengt hann, hlustað í gegnum bíltækið og einnig var hægt að nota hann á hefðbundinn hátt, þ.e. með heyrnartólum eða í sambandi við hátalara.
Ég fór með tækið á apple verkstæðið og bað þá um að líta á hann. Þar var mér sagt að þeir gætu litið á hann og bilanagreint fyrir rúml.2.400 kr.
Nokkrir dagar liðu og þá fékk ég sms þar sem stóð að tækið væri tilbúið til afgreiðslu. Ég borgaði reikninginn (sölukvittun PI69008002966), tók tækið og fékk þau munnlegu skilaboð að þeir hefðu getað tengst tækinu, en að “drifið væri orðið mjög hægfara”. Því miður prófaði ég ekki tækið á verkstæðinu en tók það með heim.
Þegar ég ætlaði að kveikja á því til að hlusta gerðist ekkert annað en það að ég heyrði skruðninga, ekkert birtist á skjánum og ég gat á engan hátt notað tækið. Ekkert gerðist þegar ég reyndi að tengja við tölvuna.
Daginn eftir fór ég á verkstæðið og þar reyndi starfsmaður að tengast tækinu en gekk ekki. Sagði hann mér að það væri bara ónýtt!! Ég vildi fá að vita hvað þeir hefðu raunverulega gert þegar það var hjá þeim, því ekkert stendur á reikningnum sem ég fékk fyrir “innlögninni” . Sagði hann að ekkert hefði verið gert annað en að hann hefði verið bilanagreindur.
Ekki var ég nú sáttur við að tæki af þessu tagi skuli ekki endast lengur en í eitt og hálft ár en fékk þau svör að sennilega væri þetta út af slæmri meðferð eða þá að þetta væri bara lélegt eintak.!!!
Það eru nokkur atriði sem ég set spurningarmerki við:
Það getur ekki verið eðlilegt að tækið skuli ekki endast lengur en í 1,5 ár, en meðferðin hefur verið þannig að ég hef sett hann í samband við tölvuna, hlaðið inn á hann tónlist, (ca 4-6 Gb), hlustað á hann með heyrnartólum eða sett í samband við hátalara í stofunni. Einstaka sinnum tengt hann í bílnum. (Ég er maður á miðjum aldri og ekki með þetta hangandi á eyrunum allan daginn!)
Ég gat þó notað hann áður en ég fór með hann í viðgerð, hlustað á það sem var á honum án þess þó að bæta nokkru nýju við.
Er ég bara varnarlaus og þarf ég að sætta mið við úrskurð umboðsaðila um það hvort og hvað hægt er að gera og ekki síður að fá úr því skorið hvað hefur gerst þegar tækið var í “bilanagreiningu”
Ef ég hefði nú vitað að ég fengi tækið ónothæft til baka hefði ég aldrei farið með það í viðgerð.
Ef um það er að ræða að þetta gæti hafa verið “lélegt eintak” er þá ekki eðlilegt að framleiðandi bæti gallaða vöru þó svo að ábyrgð sé útrunnin?
Bestu kveðjur,
Grétar

6 ummæli:

  1. Mig langar að benda þér á neytendakaupalög, http://tinyurl.com/acmaaa og einnig er að finna á heimasíðu neytendastofu fjölda úrskurða sem gagnlegt er að lesa svo gera megi sér grein fyrir réttarstöðu sinnni.

    SvaraEyða
  2. er sjálf með svipað tæki.. en það dugði í ár.

    SvaraEyða
  3. Sælir! Hafðu þennan frasa í huga næst þegar þú ert að versla einhversstaðar og ofbýður verðlagningin.

    Það er kreppa og money money money always sunny in a rich mans world!

    M.Ö.O það er ekkert gefins hérna á Íslandi.

    SvaraEyða
  4. Hafðu samband við Apple úti og segðu þeim frá þessu, veit um dæmi þess að Apple á Íslandi hafi ekki viljað gera neitt fyrir viðskiptavini en þega haft var samband við Apple úti voru þeir ekki ánægðir með þessa viðskiptahætti og nokkrum dögum seinna var haft samband frá Apple á Íslandi og beðið um að koma með vöruna aftur og þá gátu þeir gert við hana.

    SvaraEyða
  5. Rosalega er þetta e-ð týpískt fyrir íslenska viðskiptahætti, það er auðvitað alveg fáranlegt að Apple úti skuli veita betri þjónustu en hér á landi.
    Ég hef búið erlendis í mörg ár og mín reynsla er sú að þjónustulundin nær yfirleitt ekki mjög langt hjá afgreiðslufólki hér á landi, þó að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt verslunarfólk.
    -Birna

    SvaraEyða
  6. Ég skal taka undir það að þjónustan hjá Apple á Íslandi er hneiksli. Þjónustan hjá Apple erlendis er mun betri og því er um að gera að skipta frekar við þau fyrirtæki en að styðja Aplle á Íslandi.

    Reynist þetta rétt að iPodinn hafi komið ónýtur úr bilanagreiningu hjá þeim eiga þeir vissulega að bæta þér skaðann, en það mun reynast erfitt fyrir þig að sanna að þeir hafi skemmt hann. Þar sem þú prófaðir hann ekki á verkstæðinu þarft þú líklega að sitja uppi með sárt ennið.

    Ég er hinsvegar ekki sammála þér Grétar að þú eigir að fá iPpodinn bættan af Appel erlendis. Þegar þú kaupir vörur, t.d. í Appel búðum í USA, býðst þér að kaupa framlengda ábyrgð gegn vægri upphæð. Þú hefur væntanlega afþakkað þá þjónustu og átt því ekki frekari kröfu á Apple. Því miður lítur út fyrir það að skaðinn sé allur þinn.

    SvaraEyða