föstudagur, 20. mars 2009

Löður þvottastöðvar - Þreytt vara þrátt fyrir að vera með tiltölulega nýjar stöðvar!

Svona yfir vetrarmánuðina þegar að þrífa þarf bílinn nokkuð oft að utan hefur maður ekki marga staði að leita til ef ekki er bílskúr til afnota. Því leitar maður til Löðurs. Ekki gæðanna vegna heldur er maður eiginlega tilneiddur. Flestar bensínstöðvarnar sem bjóða upp á sjálvirkar þvottastöðvar eru með þreyttan búnað sem skemmir lakkið á bílunum því forðast maður þær alveg.
Ég hef farið með bílinn í snertilausu stöðina hjá Löðri. Í boði eru 3 möguleikar, brons, silfur og gull sem kosta kr. 1.600, kr. 1.800 og kr. 2.100. Dýrasti möguleikinn er með það sem á að kallast tjöruhreinsi! Tjöruhreinsi sem virkar engan veginn, alveg sama á hvernig það er litið. Ég hef prufað það. Í fyrsta skiptið sem ég prufaði svona stöð kom bíllinn aðeins hreinni út en engan veginn í samræmi við það sem maður borgaði og bjóst við að fá. Ég talaði við framkvæmdastjórann sem bauð mér að fara aftur í gegn, sem ég gerði. Engin breyting varð frá fyrri þvotti því miður. Sama drulluskýjið lá yfir sérstaklega neðri hluta bílsins.
Það sem maður verður að gera ef maður ætlar að nota þessar stöðvar er að byrja á að kaupa tjöruhreinsi á næstu bensínstöð fyrir frá kr. 800 (virkar ekki alveg nógu vel, sjálfsagt það sama og Löður notar?) upp í kr. 1.500 sem virkar best að mér finnst, og úða yfir bílinn áður en maður fer svo í þvottinn með lélegu efnunum sem Löður notar og selur dýrum dómum. Einkennilegt ekki satt að þurfa forþrífa bílinn fyrir þvott! Þegar upp er staðið þá kostar þessi þvottur um kr. 3.600. Ekki kreppuverð þetta.
Það sem ég er að fara með þessu er að ef Löður ætlar að rukka þessa sæmilegu upphæð fyrir lélega "vöru" eða "þjónustu", þá er það frumskilyrði að þeir bjóði upp á góð efni og uppskeri ánægða viðskiptavini ÁN ÞESS að hækka þjónustuna meira en þeir hafa gert. Nógu dýrt er þetta fyrir. Það eru ekki allir sem vilja fara með bílana í gegnum burstaþvottinn og þarf að taka tillit til þess ef þeir eru á annað borð að bjóða upp á það.
Friðleifur

3 ummæli:

  1. Sammála, ég hef bara rúllað með bílinn í gegnum þessar sjálfvirku stöðvar (vestur í bæ og í kópavogi) og hann er ennþá dáldið skítugur þegar út er komið. Ég fer ekki þarna meira því þetta kostar hátt í 2000 krónur! Sem er rugl þegar hægt er að fá handvirk alþrif á bíl fyrir 5000 kall!

    SvaraEyða
  2. Sammála - þessar Löður stöðvar eru lélegar. Hef prófað þær tvær. Maður borgar 2000 kall og fær fyrir það algjöran kattarþvott. Mesta lagi helmingurinn af skítnum fer af. Ég sakna þvottastöðvarinnar í Sóltúninni þar sem bíllinn var handþveginn á 2000 kall.

    SvaraEyða
  3. Alveg magnað hvað verðin hafa hækkað, sápuskammtar minnkað og bíllinn kemur sífellt skítugari út. Er hættur að fara, var duglegur að fara fyrst, keyrði m.a.s. alla leiðina út í Hafnarfjörð.

    Hef aldrei notað Gullþvott, tóm vitleysa að fá tjörueyðinn þarna inni, hann rétt stendur í smá stund og er skolaður strax af. Silfurþvotturinn var fínn, skolar dekk og undirvagn. Meira varið í það.

    SvaraEyða