miðvikudagur, 18. mars 2009

Okur og slæmt viðmót í Ikea!

Veitingastaður Ikea Kauptúni.
Ósvífin gjaldttaka.
Fór í dag í Ikea, veitingastað Kauptúni og keypti mér grænmetisbuff.
Óskaði eftir því að sósan sem á að fylgja með yrði sett í sósuskál. Við
kassann er ég síðan rukkaður fyrir auka sósu kr. 95. Ég segi stúlkunni að
þetta sé ekki aukasósa heldur sósan sem fylgja eigi réttinum en ég vilji
ákveða sjálfur hvar ég helli henni yfir matinn og hvað mikið ég borði af
henni. Verður engu tauti við stúlkuna komið og bið ég þá um að fá að tala
við yfirmann. Var bent á að banka á einhverja rúðu við hliðina á eldhúsinu
en enginn svarar því. Sest því og byrja að borða matinn þar sem ég vildi
ekki láta hann kólna niður. Þá kemur yfirmaður að borðinu og spyr hvert sé
erindið. Segi ég honum nákvæmlega það sama og afgreiðslu konunni að því
viðbættu að mér finnist sósan sem borin sé fram með þessum rétti vond og
vilji því ákveða hvar ég helli henni á matinn og hvað ég borði mikið af
henni. Einnig eigi sósa að fylgja með réttinum og afhverju ég sé þá
rukkaður um aukasósu. Skýringin sósan var sett í skál og þá er hún orðin
að aukasósu hjá IKEA og rukkað sé fyrir allt aukalega sem fylgji ekki með
réttum.
Benti yfirmanninum á að þegar lagt væri á borð fyrir gesti væri sósa
yfirleitt borin fram í sósuskálum þar sem gesturinn gæti þá helt henni
sjálfur yfir sinn eigin mat.
Yfirmaðurinn neitaði að endurgreiða sósuna og þakkaði ég fyrir og benti
honum á að ég gæti vel keypt mér mat annars staðar sem ég mun væntanlega
gera hér eftir. Góður veitingastaður er í Byko í næsta húsi við og einnig
frábær veitingastaður í Húsasmiðjunni, Skútuvogi.
Fyrrverandi viðskiptavinur IKEA.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli