miðvikudagur, 11. mars 2009

Frítt fyrst, borga svo

Mig langar að benda á nýlega gjaldtöku símans á þjónustu sem ég tók fyrir nokkrum mánuðum síðan, þessi þjónusta var þegar ég fékk hana frí þjónusta en er núna 1.000 kr á mánuði eða 12.000 kr á ári. Síminn auglýsti skjá bíó vel og lengi á sínum tíma í nokkur skipti var hringt í mig og mér boðin þessi þjónusta frítt þar sem ég er með nettengingu, GSM og heimasíma hjá Símanum. Jú mér fannst þetta stór sniðugt þar sem hægt var að horfa á efnið klukkustund síðar ef maður getur t.d ekki séð fréttir kl 19:30 get ég horft á þær kl 20:30, þetta heitir plúsinn hjá sjá bíó og myndgæðin eru betri. Jæja hvað um það mig langaði ekki neitt í auka stöðvar og borgaði því ekkert fyrir þessa þjónustu, jú reyndar borgaði ég 13.000 kr fyrir þráðlausan sjónvarpssendir. Nýlega barst til mín bréf frá Símanum þar sem segir að nú muni Síminn taka 600 kr á mánuði fyrir myndlykilinn og 350 kr fyrir „ráderinn“ eða samtals rétt tæpar 1.000 kr. Mér finnst þetta algerlega ótrúlegt að auglýsa þessa frábæru þjónustu lengi og vel til þess að auka almenningsálitið á Símanum og síðan senda þeir þetta bréf til mín um gjaldtöku um leið og þeir eru í herferð um lægri GSM síma kostnað, „3 leiðir til þess að lækka GSM síma kostnað...“. Síminn skýlir þessari gjalddtöku á bak við þetta GSM síma kosnaðar átak sitt.

Jú ég gleymi reyndar einu ég fæ 3 stöðvar frítt í staðin! En ég hef ekkert val mig langar ekkert í þessar stöðvar ég vil frekar eiga 12.000 kr mínar og ráðstafa þeim á einhvern annan hátt.

Kjarninn er sá að mér líkar ekki að komið sé aftan að fólki á þennan hátt, þjónusta boðin frítt sem síðan er ekki frí þegar frá líður þá er samningnum breytt þegar maður er orðinn vanur því að hafa plúsinn. Þeir sem sagt húkka fólk, venja mann á gæði þess að hafa plúsinn og betri myndgæði og rukka mann svo seinna. Ég er bara mannleg og mun líklega ekki hætta með þessa þjónustu. Þetta er eins og þegar dópsalinn gefur fyrsta skammtinn og fólk ánetjast síðan er farið að rukka!

Takk fyrir að bjóða upp á að veita svona málum farveg til neytenda
Valdís Beck

9 ummæli:

  1. Sjálf ætlaði ég einmitt að gera nákvæmlega sömu athugasemdina, þegar ég tók eftir þessari.

    Ég er sammála Valdísi, það er forkastanlegt að auglýsa ókeypis þjónustu s.s. „frítt í alla heimasíma óháð kerfi“ og annað í þeim dúr og taka gjöldin inn hjá okkur sem erum með ADSL-tengingu hjá símanum, sjónvarp símans og öryggispakkinn er nú rukkaður á 200 pr. mánuð. Á stuttum tíma hafa bæst við mánaðargjöld upp á 1.150 (600+350+200).

    Þess má geta að ADSL hefur nýlega hækkað úr 3.990 í 4.190 og enn styttra er síðan bættist 350 kr leigugjald fyrir myndlykilinn eins og Valdís benti á. Þetta er 13,8% hækkun, úr 3.990 í 4.540, því ekki er hægt annað en að hafa rouder þegar notast á við ADSL tengingu.

    Frómur maður sagði eitt sinn: „Svona gerir maður ekki“

    Kveðja,
    Guðrún Eggerts.

    SvaraEyða
  2. Þú getur verslað þér router hvar sem þú vilt.

    SvaraEyða
  3. Þetta eru ömurleg vinnubrögð. Gunnar

    SvaraEyða
  4. þetta er rugl þeir rukka mig 350 KR fyrir router sem ég á og svo rukka þeir mig gjald á afruglara sem ég var búinn að skila rukka þeir mig næst um heima símann sem ég á sjálfur ???? nenni ekki þessu rugli er farinn annað með mín viðskipti og fer ekki aftur til þeirra

    SvaraEyða
  5. Mæli með Vodafone. Er með sjónvarp frá þeim, kostar ekkert aukalega, þar sem ég á routerinn sem þeir gáfu mér fyrir einhverju síðan borga ég ekkert fyrir hann og svo er sjónvarpsviðmótið hjá þeim miklu skemmtilegra. Eitthvað færri myndir samt en það skiptir engu máli finn mér alltaf eitthvað gott til að leigja.

    SvaraEyða
  6. Langar að benda á að tv hjá vodafone kostar líka. Þú borgar ekkert gjald ef þú ert með áskrift alveg eins og hjá símanum. hvað varðar router gjaldið er það sama hjá vodafoen og tal. þeir rukka fyrir router. Sjá http://www.vodafone.is/internet/adsl
    Við bjóðum til leigu ADSL beini sem styður nýjust ADSL tækni og ADSL sjónvarp, leigðan á aðeins 350 kr. á mánuði, fullt verð 12.900 kr. stgr.
    Tal http://tal.is/index.aspx?GroupId=589
    Tryggingagjald á þráðlausum búnaði Innifalin notkun á router 390 kr./mán

    Sjónvarp vodafone
    http://www.vodafone.is/sjonvarp/digitalplus
    þarna borgarðu grunngjald alveg eins og hjá Símanum sem fellur niður ef áskrift er keypt

    Siminn fylgdi bara í kjölfar hinna.

    SvaraEyða
  7. ég ætlaði að benda á það sama og Steinar.. Síminn er seinasta fyrirtækið sem að byrjaði að rukka fyrir router og en þar sem að þeir tóku það fram við fólk þá er eins og að þeir séu "vondi kallinn". Tal og Vodafone hafa rukkað um þetta heillengi og enginn sagt neitt.

    SvaraEyða

  8. Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér t e m p l e o f a n s w e r @ h o t m a i l . c o . u k eða Whatsapp (+2348155425481)

    SvaraEyða


  9. Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)

    SvaraEyða