fimmtudagur, 19. mars 2009

Léleg framsetning á flugi til Milano

Kæru Flugleiðir,
Hvergi á kynningu á ferðum til Mílanó ( á http://www.icelandair.is/destinations/flights/item13099/flug-til-milano/)
kemur fram á hvaða dögum er flogið, nema að maður gefi sér það að
þar sem fyrsta flugið sem er laugardaginn 30. maí, þá hljóti öll flug
sumarsins vera á laugardögum.
Smelli maður á flugáætlun eða flugáætlun okkar á Mílanósíðunni þá
eftir langa bið (tæpa mínútu) kemur upp önnur valsíða sem nú hefur
Amsterdam valið sem áfangastað, þrátt fyrir að fari væri af
Mílanósíðunni. Eftir að maður hefur breytt áfangastaðnum í Mílanó,
kemstu hins vegar að því að ekki er hægt að velja nein flug nema til
19.4., sem er reyndar í samræmi við það sem segir að þarna séu ekki
sýndar flugáætlanir nema mánuð fram í tímann. Ég veit ekki hvað maður
á að halda á þessu stigi.
Þegar maður síðan er búinn að prufa sig áfram með því að reyna að
finna ferðir á venjulegan máta með bókunarvélinni, þá birtist bara sá
dagur sem maður valdi, en ekki fleiri dagar í töflu, eins og t.d. er
þegar maður bókar til London. Þannig, að viti maður ekki að beinu
flugin eru séu bara á laugardögum, kemst maður helst að því að það séu
engin bein flug og að allar þesar augýsingar um flug til Mílanó séu
bara plat. Því síður gefst manni kostur á auðveldan hátt að sjá
hvenær ódýrustu flugin kunni að vera eða bað bera saman verð á
mismunandi dagsetningum, nema þá eftir að maður hefur sjálfur fundið
út að öll flugin reynast vera á laugardögum og prófað sig áfram með
mismunandi brottfarar og komudögum, sem er ærið verk þar sem mögulegar
samsetningar ferðadagar eru margar.
Algerlega óásættanleg framsetning. Samt stendur efst á Mílanósíðunn:
Mín Mílanó frá 17.300.
Kristleifur Kristjánsson Vildarkortshafi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli