miðvikudagur, 25. mars 2009

Langar að benda á móðgun á KFC

Málið er að við fórum þangað og keyptum fyrir yfir 3000 kallinn mat
og svo spyr stúlkan okkur hvort við viljum krydd með frönskunum ?
(keyptum stærsta franskarskammtinn)..
Já auðvitað segjum við,,þá segir stelpan:já það kostar!!! ha!!!
Kostar kryddið?????
Ofan á 3000 kallinn að fara að borga fyrir kryddið sem þú lætur á
franskarnar er bara algjört bull.
Við hættum við og spurðum ekki einu sinni hvað kryddið kostaði, þótt
þær hafi kostað 5 kall þá er þetta bara móðgun!!
kv,
Greifinn

6 ummæli:

  1. Var á KFC í gær. Jæja, víða finnst matarhola! Var einmitt að furða mig á hversvegna krydd væri ekki á borðinu, sem fyrr, þar var bara saltstaukur. Nennti ekki að standa upp og biðja um krydd. Komst því ekki að því sanna. En það er alveg öruggt að það verður bið á að ég fari þangað aftur, ef þetta reynist satt. Nóg er nú verðið samt á óhollustunni. Kannski er Helgi í Góu þarna að safna í sjóð aldraða af fátæku kreppufólki, sem lætur eftir sér kjúkling endrum og sinnum!

    SvaraEyða
  2. heyrði nú í útvarpinu um daginn frá einum sem hringdi inn, sem sagði frá því að þegar hann bað um að láta sleppa majonesinu á kjúllaborgaranum á KFC þá þyrfti hann að borga 40 kr fyrir það ??!!
    S.S. þú BORGAR fyrir að sleppa hluta af vörunni, ma ma ma ma ma er bara orðlaus

    SvaraEyða
  3. Maður á að labba út ef að svona kemur upp...

    semsagt ekki að borða eða koma aftur á staði sem eru með svona þjónustu

    SvaraEyða
  4. hvað er fólk að hugsa þegar það eyðir 3000 kr. í misþyrmda olíulöðrandi kjúklingabita. það ætti að banna þetta æðakýtti og sekta fólk fyrir kaup á paprikublönduðu salti sem fer langt yfir ráðlagðan dagskammt.

    SvaraEyða
  5. Þetta finnst mér helvíti lélegt... ég hætti á sínum tíma að versla við Mcdonalds þegar þeir fóru að rukka fyrir tómatsósuna... ef þetta reynist rétt þá er ég ekki á leiðinni á KFC, nógu helvíti dýrt þessi fjöldaframleiddi matur þótt maður sé ekki rukkaður fyrir eitthvað sem er til bragðbætingar og er ókeypis á öðrum stöðum.

    SvaraEyða
  6. Mcdonalds tóku reyndar upp takmarkanir á tómatsósu, núna fær maður eitthver 2 eða 3 bréf og þarf að borga ef maður vill extra.

    SvaraEyða