miðvikudagur, 18. mars 2009

Lýgi í auglýsingum

Jæja í gær þá lét ég færa símanúmerið mitt frá Símanum. Ég er bara algjörlega kominn með nóg af því hvað Síminn lýgur í auglýsingum. Síminn auglýsir grimmt þessa dagana svokallaða aðgerðaráætlun og þar á maður að geta hringt í 6 símavini óháð kerfum, þeir segja hins vegar ekki í auglýsingunni að þessi þjónusta kostar heilar 1990 krónur en því er auðvitað sleppt úr auglýsingunni.
Þannig ég býð bara núna eftir því að númerið mitt verði fært yfir til vodafone. Þá getur maður amk talað frítt við ástina sína því hún er hjá vodafone.
Kveðja,
Einn ósáttur með símann

5 ummæli:

  1. Fólki er bent að kynna sér þetta. Síminn er með held ég c.a 9 áskriftarleiðir í GSM.

    SvaraEyða
  2. Ég hef verið að skoða tilboð símafyritækja og sé ekki betur en að það er það sama allstaðar, maður borgar x mikinn pening á mánuði fyrir mismunandi fríðindi. Ég veit ekki um neina áskriftarleið hjá Vodafone þar sem ég borga ekkert mánaðargjald en fæ samt að hringja frítt í vinarnúmer? Svo vinsamlegast bentu mér á það svo ég geti skráð mig.

    SvaraEyða
  3. Þetta allstaðar eins.

    Þess mál líka geta að þetta verð kemur mjög skýrt fram í prentuðu auglýsingum Símans.

    Þess má geta að fólki er bent á að kynna sér þessar áskriftarleiðir.

    Aldrei kaupi ég þjónustu útfrá einn auglýsingu í tv án þess að skoða málið nánar.

    Persónulega finnst mér þetta segja meira um þig sem viðskiptavin heldur en fyrirtækið sjálft.

    Einnig langar mig líka að koma því að hvað mér finnst þessi síða oft undarleg, sniðug að mörgu leyti en svo er fáránlegt bull inn á milli og fólki leyft að þvæla og þvæla án þess að vera með rök fyrir þvælunni né virðist þessi sem heldur síðunni upp ath hvort fótur sér fyrir þessu sem fólk póstar hér inn.

    SvaraEyða
  4. Come on snillingur sem skrifar 18.mars 2009 kl. 14:37. Ég færði mig yfir til Vodafone fyrir 2 árum síðan. Ástæða léleg þjónusta hjá Símanum. Lágmarksbiðtími 60 mín í verslunum þeirra, svo þegar maður loksins komst að þá voru einhverjir krakkakjánar að afgreiða varla skriðnir úr menntaskóla, sem höfðu ekki hundsvit á því sem þau voru að gera. Hef lent í þessu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
    Toppurinn á ísjakanum (ástæða þess að ég skipti) var að ég keypti mér síma fyrir 49.000 krónur. Sá sími bilaði 4 mánuðum síðar. Ég fer með hann niður í símann ármúla. Þar þarf ég að bíða eins og venjulega í klukkutíma. Svo er tekið niður nafn og símanúmer og þeir segjast ætla að hringja í mig. Ég bið um lánssíma á meðan. Strákurinn lánaði mér eldgamlan sony ericsson hlunk. Ég reyndi að hringja úr honum þegar ég var sestur út í bíl en hann dó. Ég reyndi að hlaða hann en ekkert gekk. Þannig að ég fór rakleiðis með hann í símann til að skila honum. Keypti svo nokia síma á 2.990 krónur í farsímalagernum.
    Það líða 4 vikur og ekki heyrist munk frá þeim. Þannig að ég fer niður í Símann Ármúla til að forvitnast um þetta. Þá hafði viðkomandi snillingur GLEYMT að senda símann í viðgerð og skráð í þokkabót rangt símanúmer á viðgerðanótuna. Síminn var samt sendur 2 vikum eftir að ég fór með hann í viðgerð og greiningin hjá umboðsaðila stóð ekki á sér: rakaskemmdur, ekki í ábyrgð, greiða bilunargreiningagjald uppá 1.200 krónur takk fyrir.
    Minn var ekki sáttur hér. Ég bað um að fá að tala við yfirmann viðkomandi en hann var ekki við. Þannig að ég greiddi þetta gjald og fór með símann á annað verkstæði. Þar sagði maðurinn mér að það væri ekki til rakaskemmd í símanum en rafhlaðan væri léleg og sennilega ástæða bilunarinnar.
    Ég fór aftur í Símann Ármúla, þar lenti ég á aðeins elskulegri stúlku sem benti mér á að fara beint niður í umboðsaðila. Ég gerði það. Ég hafði meðferðis myndir sem þessi ágæti maður tók fyrir mig af símanum ásamt því að láta þá vita að batteríið væri orðið lélegt, síminn ekki nema 5 mánaða og því ætti ég að fá batteríið bætt.
    Tekið niður nafn og símanúmer og síðan haft samband. Það var hringt í mig 2 dögum síðar með sömu gömlu tugguna, rakaskemmdir ekki í ábyrð. Auk þess er batteríið svona lélegt vegna slæmrar meðferðar á símanum. Við bætum það ekki. Halló, síminn hafði ekkert verið notaður. Þetta gera 1200 krónur takk fyrir. Ég gafst upp. Fór uppí síma og hitti loksins á þennan yfirmann sem var ekki alveg að fara að endurgreiða mér gallaða vöru en féllst loks á það að fella niður restina af raðgreiðslunni.

    Ég sagði upp öllum mínum viðskiptum við Símann og fór rakleiðis yfir til Vodafone. Þar ætla ég að halda mig í framtíðinni. Ég læt ekki svona ómerkileg gylliboð sbr. nýjustu herferð þeirra plata mig. 11,90 krónur mín óháð kerfi. Hljómar vel en þegar gylliboðið er nánar skoðað sést vel að það þarf að greiða fyrir þetta. 1.990 krónur takk fyrir.

    SvaraEyða
  5. Fyrir Nafnlausan númer 4.. þessi leið þar sem að mínútuverðið er á 11,90 krónur kostar ekki 1990 krónur. Mánaðarverðið er á 490 kr. Kynntu þér tilboðin betur áður en að þú ferð að tuða yfir "gylliboðum". Eins og svo margir þá hefurðu ekki hundsvit á því sem þú ert að segja og hljómar heldur bitur.

    SvaraEyða