þriðjudagur, 17. mars 2009

Okur hjá rafvirkjum

Ég er formaður yfir húsfélagi hér í bænum og þurfti að fá rafvirkja í smá vinnu fyrir húsfélagið sem endurspeglar græðgina sem hefur verið þjóðfélaginu undanfarið.
Það komu til mín tvær manneskjur úr húsinu til mín og benti mér á að ljósin loguðu alltaf í stigahúsinu, en það á að slökkva á því eftir fáeinar mínútur. Ég fór að skoða málið niður í töflu og fann ekkert að rofanum þannig að ég hringdi í Rafsól og fékk þær upplýsingar að líklaga væri biðrofi fyrir ljósin ónýtur. Ég bað þá að koma á staðinn og bjarga málunum sem er svo sem ekki frásögu færandi fyrir en við fengum reikning uppá 32 123 kr.
Þetta fannst mér vera ansi mikið þannig að ég hringdi í þá og kvartaði, en fékk engu breytt.
Það kom í ljós að þeir rukka lámark fyrir 2 tíma í senn á 6779 kr. m/vsk og akstur 2739 kr. , verkfæragjald 1245 kr. og að lokum Stigaautomat á 14331 kr. Allar tölur eru með vsk.
Ég hringdi í Reykjafell sem er með heildsölu fyrir rafmagnvörur og þar gat ég keypt Stigaautomat á 7700 kr m/vsk. án afsláttar.
Vinnan á staðnum hefur líklega tekið 15- 20 min. og um 30 til 40 með akstri.
Það er reyndar heilt húsfélag sem borgar fyrir þetta, en ég er að hugsa um einstakling sem þarf að fá rafvirkja til sín í hálftíma vinnu en þarf að borga vikulaun fyrir, hvernig á þetta að vera hægt. Til að fá 32 000 kr. í peningum þar launamaður að vinna fyrir um 50 000 kr. sem er viku laun marga í landinu.

Kær kveðja
Helgi Unnar Valgeirsson

1 ummæli:

  1. Þú mátt prísa þig sælan.
    Útkall samhvæmt öllu eðlilegu ætti að vera 4 tímar.
    Verð að taka það fram að ég er hvorki að vinna sem rafvirki né Rafsól.
    En til að athuga þetta getur þú skoðað samninga iðnaðarmanna.

    Kv. Halli

    SvaraEyða