laugardagur, 21. mars 2009

Baukaokrið enn í gangi

Ég heiti Hanna og er með tvö börn á mínu framfæri. Ég eins og margir foreldrar er að reyna að kenna börnunum að spara. Einn liður í því er að safna í bauk og fara svo með hann í bankann til þess að leggja innihald bauksins inn á bók. Flestir barnareikningar eru þannig að þau fá verðlaun fyrir að koma með baukinn í bankann og í Landsbankanum fá þau að velja Sprota dót. Í dag fór ég með stelpuna mína í bankann, en hún var búin að fylla baukinn sinn. Mér var sagt að ég yrði að láta telja peningana úr bauknum í vél sem stæði frammi í bankanum. Það var gert. Það sem ég er aftur á móti ekki sátt við er að bankinn tekur 3% fyrir þetta. Stúlkan mín sem er þriggja ára borgaði því kr. 202 fyrir að fá að borga peningana í bankann. Hún var í raun að tapa kr. 202 á því að fara með baukinn í bankann.
Ég vildi bara koma þessu á framfæri þar sem að ég myndi ekki mæla með þessari sparnaðarleið og þjónustu.
Kveðja, Hanna Gísladóttir

3 ummæli:

  1. Sjá nánar: http://blogg.visir.is/drgunni/?p=285

    SvaraEyða
  2. Geturðu ekki bara heimtað að gjaldkerin telji klinkið? Eða talið það sjálf hægt og rólega fyrir framan hann? :-)

    SvaraEyða
  3. Einmitt það sama og ég var að spá, bara telja fyrir framan gjaldkerann

    SvaraEyða