miðvikudagur, 11. mars 2009

200 kall fyrir að sleppa við hlé

Undirrituð fór í Háskólabíó um daginn. Þetta var svokölluð "græn mynd",
sem er auglýst þannig að minna sé um auglýsingar og ekkert hlé og á þeim
forsendum er greitt hærra verð fyrir miðann sem kostar 1200 kr., s.s. 200
kr. meira en venjulegt verð. Eini munurinn sem mér fannst á þessari
sýningu og venjulegri var hléið, því ég gat ekki séð að eitthvað væri
minna um auglýsingar. Það mætti skilja sem svo, að með því að sleppa
hléi, sé bíóið að verða fyrir tapi sem fólk (ekki allir) myndi annars eyða
í bíósjoppunum.
Ég lít þannig á að þarna sér verið með ódýra afsökun fyrir að láta fólk
borga meira.

Rósa Guðmundsdóttir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli