föstudagur, 13. mars 2009

Íslandsbanki með 0.5% "úttektargjald"

Sá að Íslandsbanki ætlar að taka 0,5% af úttektarfjárhæð til að standa straum af kostnaði vegna útgreiðslna sem er 50.000 kr. af 1.000.000kr.

http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/frettir/nanar/item35354/Tímabundin_opnun_séreignarsparnaðar/

Þetta kalla ég rán. Þurfum við kannski líka að borga skatt af þessum 50.000 kr. þ.e. 18.600 eða alls 68.600 ?
Er ekki nóg fyrir þá að hafa getað leikið sér með peningana okkar undanfarin ár, þurfum við líka að borga þeim fyrir að ná þeim út?

Sá ekki á síðum Landsbanka, Byr og Kaupþing hvort þeir ætla að taka svona gjald
Ásrún Matthíasdóttir

5 ummæli:

  1. 0,5 % eru 5.000 kr ekki 50.000 kr án þess að vera að verja bankana neitt

    SvaraEyða
  2. En ef allir taka út séreignasparnðinn þá kom fram í gær að 85000 þús. Íslendinga ættu að meðaltali 2 milljónir, hvað verður þá þóknunin há? 850.000.000 Ansi góð summa

    SvaraEyða
  3. Eitt sem stingur mig líka alltaf við þessar þóknanir. Afsökunin hjá þeim er alltaf 'vegna umsýslunar með bréfin' og blablabla þar fram eftir götunum. Afsakið en er þetta ekki í þeirra verkahring hvort eð er og eru starfsfólki ekki greidd laun samkvæmt því sem þau eiga að gera. Ég efa að það starfsfólk sem vinnur við þessa 'umsýslun' muni sjá nokkuð af þessu 0,5% í sínum launaseðli!!!

    SvaraEyða
  4. Íslandsbanki ætlaði ekki að innheimta neina þóknun vegna útgreiðslu séreignasparnaðar heldur var það Almenni lífeyrissjóðurinn, sem er með eigin framkvæmdastjóra og stjórn. Hins vegar hefur sá sjóður nú hætt við að innhemta slíka þóknun og sendi tilkynningu þess efnis á fjölmiðla sl. föstudag.

    SvaraEyða