mánudagur, 30. mars 2009

Nefskattur Rúv

Ég var að gera skattaskýrsluna og þá brá mér. Við erum 4 í heimili sem borgum skatta. Við þurfum hvert okkar að greiða 17.100 kr í gjald fyrir útvarpið.
Þetta gerir í heildina 68.400 kr.
Ég var áður að greiðs fyrir heimilið ca. 2.900 kr á mánuði sem gerir 34.800 kr á ári.
Þetta gerir 96,55% hækkun á heimilið okkar. Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað er hægt að kalla þetta.
Sonur minn er í námi í Svíþjóð og ég vona að hann sé ekki líka að greiða þetta afnotagjald.
Börnin mín sem eru rukkuð fyrir þetta án þess að spyrja þau, þau hlusta aldrei á útvarpið hjá Rúv.
Þau horfa nánast ekkert á sjónvarpið og ef þau gera það þá er það á tækið sem er í stofu heimilisins. Semsagt tæki sem öll fjölskylda á. Við erum ekki með sjónvarpstæki í öllum herbergjum. Kannski fara þau gjöld sem þau greiða í að greiða af bílnum hans Páls. Það á ekki að bitna á mínum börnum þó Páll fái bíl til afnota.
Hvernig dettur mönnum í hug að hækka álögur á dæmigerða fjölskyldu svona og það á þessum slæmu tímum. Eru menn ekki með öllum mjalla?
Hagýnn húsbóndi

10 ummæli:

  1. Sendu reikningin til Þorgerðar Katrínar og Sjálfstæðisflokksins, þau komu þessarri skattlagningu á.

    SvaraEyða
  2. Þessi skattur er sá óréttlátasti skattur sem lengi hefur verið komið á. Hvernig dettur fólki í hug að láta alla 16 ára og eldri borga nefskattinn, fæstir undir þrítugu hvað þá tvítugu eru að nota þjónustu RÚV. Og eins og fram kemur þá eiga barnmörg heimili að greiða tugir þúsunda á ári, alveg sama hvort viðkomandi notar þessa þjónustu eða ekki, aldeilis til að létta undir á þessum tímum. Látum RÚV sjónvarp innheimta áskriftargjöld eins og STÖÐ 2 og svo má athuga með miklum mun lægra afnotagjald fyrir útvarp

    SvaraEyða
  3. Þú færð náttúrlega frjálst áhorf á hinn geysivinsæla þátt LOST! og allar hinar sápuóperurnar. :) Gunnar Geir

    SvaraEyða
  4. Það má nú ekki gleyma því að fólk þarf að vera með u.þ.b. eina milljón króna í árstekjur til þess að þurfa að borga þennan skatt.

    Ef 2 fullorðnir á heimili borga hann kemur það eins út og afnotagjaldi fyrrverandi.

    Nú ef fleiri fullorðnir eru á heimilinu og hafa haft þetta miklar tekjur á árinu get ég nú bara ekki vorkennt þeim neitt að borga þetta.

    SvaraEyða
  5. það er eitt gott við að breyta þessu í nefskatt.

    Núna borga margir sem komust hjá því í gamla kerfinu, t.d. þeir sem höfðu vit á því að segja ekki frá því að þeir væru með sjónvarp...

    Aftur á móti eru þessi tilfelli þar sem fleiri en eitt fullorðið "barn" býr enn í foreldrahúsum frekar bagaleg og spurning hvort ekki sé þörf á að setja eitthvað þak á heildargreiðslu hverrar íbúðar eða eitthvað þvíumlíkt.

    SvaraEyða
  6. Mér fyndist einmitt réttara að hafa hámarksgjald á íbúð; við erum 3 fullorðin sem búum saman og deildum 1 sjónvarpi þar til í febrúar, þegar ég keypti mér sjónvarp til að fá allavega eitthvað fyrir nefskattinn.

    1425 kr. á mánuði fyrir "möguleikann" á að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp (þrátt fyrir að hann sé kannski aldrei nýttur) finnst mér svolítið eins og verið sé að taka mann óæðri endann.

    Gréta.

    SvaraEyða
  7. Og í þokkabót fara þessir peningar í bílinn og bensíneyðslu hans Páls Magnússonar sem fékk hvað 100% hækkun á launin sín þegar Rúv varð að ohf... Já mér finnst miklu nær að hafa bara val hvort maður vill hafa rúv eða ekki... Fyrir mitt leyti myndi ég bara horfa á skjá einn og hlusta á bylgjuna (ekki rukka þeir okkur sérstaklega)...

    Þorgerður Katrín á bara að sleppa því að vera í pólitíkinni þessi nefskattur er bara bull eins og allar tillögur hennar á þingi! Ég tala nú ekki um ruglið í menntamálunum!
    -Hildur

    SvaraEyða
  8. Ég er sammála það á að fella þennan nefskat niður og setja upp myndlikla form fyrir rúf.
    Að vísu yrðu þeir gjaldþrota þar sem þori þjóðarinnar er ekkert að horfa á þá.
    Í upphafi notuðu þeir þá afsökun að þettta væri útaf þjóðar öriggi ( Almanavarnir ) en staðreindin er sú að ef eithvað skeður fer rafmagnið af og þá horfiru ekki á Tv. og senni lega ekki útvarpið heldur þar sem engin batterí eru til í tækið svo maður þarf að fara út í bíl til að kveikja á útvarpinu. Og ég er ekki heldur að sjá það fyrir mér, Því okkur er anskotans samam. það fyrsta sem við mundum gera er að hringja í orkuveituna og kvarta.
    En ef þetta er eina leiðin þá hefði átta að lækka þetta verulega og rukka kanski 12.000 á haus eða minna. Þá væri palli að taka á sig launalækun og seigja upp bílnum, og hagræða í rekstrinum.
    Kveðja viðar
    ég kís myndlikla formið fyrir RÚV.

    SvaraEyða
  9. Mér þætti nú líka gaman að vita fyrir hvað ég er að borga, þar sem ég er hvorki með sjónvarp né útvarp heima hjá mér.

    SvaraEyða
  10. ég bý ekki einu sinni á íslandi en borga skatta á íslandi og er þvi svo heppinn að fá að borga nefskattinn... fair?

    kv, jón ingi

    SvaraEyða