þriðjudagur, 17. mars 2009

Eldsneytisverð á bíla

Undanfarna mánuði hefur íslenska krónan styrkst verulega og á sama tíma hefur
olíutunnan lækkað niður í 45 dollara en eldsneyti á bíla hefur ekki lækkað í
sama hlutfalli.Ég held að samráð olíufélaganna hafi aldrei verið meira en
nú,sem sést best á því að þau eru öll að bjóða lykla og kort með örfáar krónur
í afslátt,afhverju lækka þau ekki bara verðið á eldsneytinu.Smávara eins og
rúðuvökvi,þurrkur,bón,tjöruhreinsir og fl.sem tilheyrir rekstri á bíl,fæst
yfirleitt helmingi ódýrara annars staðar en á bensínstöðvum.Það þarf greinilega
að skoða rekstur olíufélaganna með hagsmuni neytenda í huga en ekki bara
eigenda sem hafa keypt hlut í þeim á yfirverði.Hvernig hefur þrjúhundruð þúsund
manna þjóð efni á því að reka fimm olíufélög?.Hvenær fáum við að sjá alvöru
samkeppni milli olíufélaganna, sem byggir á hagkvæmni í rekstri og lágu verði
til neytenda?
Friðrik

2 ummæli:

  1. Alveg sammála. Ef eigendur olíufélaganna hafa keypt þau langt yfir raunverði og eru að reyna að ná inn arði í samræmi við það, þá er mjög svekkjandi að neytendur séu látnir borga brúsann.

    SvaraEyða
  2. Það eru reyndar bara 4 olíufélög, Olís, Skeljungur , N1, atlantsolía, sjálfsafgreiðslustöðvarnar eru í eigu þessara félaga

    SvaraEyða