miðvikudagur, 25. mars 2009

Aldrei aftur Max raftæki

Smá punktur hérna um verslunina Max. Konan mín keypti farsíma hjá Max raftækjaverslun, samsung sími sem sölumaðurinn mælti með vegna þess að hann væri svo góður og þá sérstaklega batteríið sem henni fannst vera aðalmálið. Fyrir þennan síma greiddum við 39þús. Viku seinna sáum við það að verið var að selja þennan sama síma
annarsstaðar á 24þús og í þokkabót voru þeir símar með 3G tækninni en ekki
síminn sem við höfðum keypt. Og svona til að toppa málið var síminn hinn mesti
gallagripur, batteríið entist ekki neitt og ýmsir aðrir gallar á honum, farið var
með símann í viðgerð hjá max og að sjálfsögðu minntust við á verðið við þá en
ekkert vildu þeir gera í því en sögðust vilja láta kikja á simann sem var gert
en kom til baka í sama ástandi. Ekki vildu þeir láta okkur hafa nýjan síma
sérstaklega þar sem þeir væru hættir að selja þessa tegund (vegna vandamála
með þá?). Síminn fór aftur í viðgerð en skánaði lítið. Þegar 8 mánuðir voru
liðnir frá því síminn var keyptur var farið með hann í viðgerð aftur vegna sömu
vandamála og áður, þaðan kom hann með þeirri skýringu að það væru rakaskemmdir
í honum og það félli ekki undir ábyrgð og tjónið því okkar. Svo svona til að fá
mig til að sjá betur hvernig þessi verslun er fengum við vigt í jólagjöf, og
þegar átti að fara að baka fyrir barnaafmæli var gripið til vigtarinnar en viti
menn það bara kviknaði ekki á henni. Gripurinn tekinn upp í Max með
ábyrgðarskírteini meðferðis en nei þeir voru hættir að selja þessa tegund og
sögðust ekki bera neina ábyrgð á vörunni heldur þyrfti ég að tala við
innflytjandann, eftir mikið þref fengust þeir þó til að láta nýja vigt af hendi
en ég þurfti að borga mismuninn sem var 500kr á milli vigta. Eru þetta
verslunarhættir sem búðin er stolt af? Ég veit allavega að þarna versla ég
aldrei aftur og vara fólk við því að versla þarna!
Kveðja, Gunnbjörn Sigfússon

6 ummæli:

  1. þú keyptir síma á 39000kr og viku seinna sástu sama síma á 24þús en með 3g möguleika sem þýðir að þetta var ekki sami sími þar sem samsung er ekki með þannig típu www.gsmarena.com skoðaðu þetta! sumar típur eru svipaðar í útliti t.d. u700 ekki 3g og u800 3g. en semsagt þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.
    svo er það með rakaskemmdirnar. max sendir samsungsímana í tæknivörur sem eru með umboð fyir samsung. ef síminn er gallaður fá þeir greitt frá samsung en ef hann er rakaskemmdur sitja þeir uppi með kostnaðinn. og það besta er að þeir taka myndir af riðguðum símanum þínum til að sanna sitt mál.

    allveg lágmark í þessari baráttu neytenda við skort á neytendalöggjöf að þeir sem taki þátt í henni séu ekki að taka staðreindir úr rassgatinu á sér svo hægt sé að taka mark á þessu.

    p.s. ég vinn ekki hjá Max

    SvaraEyða
  2. Þetta minnir mig á það þegar borði í tölvu að verðmæti um 1000 kr(svona 3000 kr með vinnu) var skorinn af í þættinum Dateline og allstaðar þangað sem farið var með tölvuna fengu þeir að vita að viðgerðin myndi kosta um 30-50 þús og meira að segja á einum staðnum var þeim sagt að harðidiskurinn væri ónýtur. Raftækjaverslanir,tölvubúðir og svona viðgerðaþjónustur fá nú ekki háa einkunn hjá mér.

    SvaraEyða
  3. já . af því að þú sást það í dateline , sem er nota bene tók ekki út þjónustu á íslandi , þá falla allir undir sama hatt ? þú færð ekki háa einkinn frá mér :)

    SvaraEyða
  4. Þarna hefði verið gott að kaupa vöruna í Elko... bæði verðvernd í 30 daga eftir kaupin og 30 daga skilaréttur!

    SvaraEyða
  5. keypti einu sinni síma í Elko og var látin borga tvöfalt fyrir hann því afgreiðsludaman bað um að fá að strauja kortið aftur inní tölvudrusluna þeirra. Þurfti að standa í þvílíku ströggli við að fá þetta leiðrétt. Passið ykkur þegar þeir biðja um að fá að strauja kortið ykkar aftur.

    SvaraEyða
  6. Rólegur, það eru nú bara almenn mistök að þurfa strauja kortið aftur. Það getur hver sem er lent í því hvort sem þú ert að kaupa síma í Elko eða nammi í Hagkaup... Og það getur ekki hafa verið það mikið vesen að prenta út kortayfirlit og sýna þeim..

    SvaraEyða