mánudagur, 21. desember 2009

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati"

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati". Það gefur betri mynd
af þeim. Fyrir jólinn dreifa þeir bækling um verð sem er sagður gilda frá 17-
20 desember en þegar ég ætlaði síðan að versla hjá þeim í dag 20 desember var
ekkert að marka hjá þeim og ég gekk út í fússi og mun aldrei stíga inn fyrir
dyr hjá þeim aftur. Það á að loka svona svikabúllum.
Allir sem lesa þetta og hafa verslað hjá þeim í dag skoðið strimlana hjá ykkur
og látið ekki bjóða ykkur svona rugl.
Gunnar

9 ummæli:

  1. Ég fór í Nettó um helgina og gerði hin fínustu kaup og stóðst allt sem ég keypti við verð í bæklingi. afslátturinn kemur stundum fyrir neðan á strimli svo það er spurning um að skoða strimilinn betur eða kannski að tala við verslunarstjóra í Nettó ef þér finnst eitthvað athugavert

    SvaraEyða
  2. Mér finnst alveg vanta einhver dæmi um þessi "svik".

    SvaraEyða
  3. Ég fer alltaf yfir strimilinn áður en ég fer út úr búðinni og ef ég hef einhverjar athugasemdir sem kemur fyirir þá tala ég við verslunarstjórann og málið er afgreitt í hvelli !! lítið mál ef maður fylgist vel með :D

    SvaraEyða
  4. eg for að versla nuna i netto fyrir jolin og gerði hin finustu kaup hef ekkert úta a neto að kvarta

    SvaraEyða
  5. "en þegar ég ætlaði síðan að versla hjá þeim í dag 20 desember"

    Þetta skrifar þú Gunnar 21 des. ?
    Er það málið, fórstu dagavillt......

    Ég skil ekki þessi skrif þín.
    Ég verslaði tvisvar í Nettó þann 20 des. og það var allur auglýstur afsláttur til staðar eins og venjulega þegar maður verslar hjá þeim.

    SvaraEyða
  6. "Posted by Okursíðan at 09:14" bendir eilítið til þess að pósturinn hafi verið sendur kvöldið áður, enda held ég að ekki sé búið að opna Nettó kl.9.. Það sem mér þykir líklegra er að þeir hafi klikkað á að merkja tilboðin nógu vel, grunar mig að hér hafi verið um að ræða "afslátt við kassa", sem eins og hugtakið gefur til kynna kemur ekki fram á sjálfvirkt útprentuðum verðmerkingum úr tölvukerfi/miðavogum, svo OP hefur labbað inn og farið í fýlu því hann sá bara fulla verðið og gengið út án þess að kanna málið nánar. Tap fyrir báða aðila.

    SvaraEyða
  7. Fyrir stuttu dreifði Nettó afsláttarmiðum í Grafarvogi upp á 10%.

    Ég fór síðan að versla en gleymdi miðanum, var inntur eftir honum við kassann, sagði hvers kyns var og fékk afsláttinn þrátt fyrir mína gloríu.

    Persónulega er ég voða sáttur við Nettó hér í Grafarvoginum og hef ég nóta bene aldrei þurft að leiðrétta verð á kassa í þeirri búð.

    SvaraEyða
  8. Sammála nafnlausum 01:05

    SvaraEyða
  9. Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
         Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
         Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
         Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
         Hafðu samband við okkur
        Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
        whatsapp / Hangout + 14433459339
        Atlasloan.wordpress.com

    SvaraEyða