föstudagur, 11. desember 2009

Gamestöðin dýr

Langaði að benda á alveg óheyrilegt okur á tölvuleikjum í Gamestöðinni í Kringlunni. Var þar í dag að skoða mig um og fannst úrvalið frekar dýrt. Tek sem dæmi God Of War fyrir PS2 kostar NOTAÐUR 4990kr , hægt er að kaupa þennan leik glænýjan í Elko á 2990. 2000kr aukalega fyrir að kaupa leikinn notaðan í staðinn fyrir nýjan er einhver speki sem ég er ekki að skilja.
Nú getur verið að mig sé að misminna en mig minnir endilega eins og Gamestöðin hafi verið að auglýsa ódýr verð, væri gaman að sjá hvar þau verð eru.
Kv. Sigurður Karl

9 ummæli:

  1. Við hjá Gamestöðinni viljum þakka Sigurði Karli fyrir sitt innlegg í aðhald með verðlagningu á tölvuleikjum. Þetta þekkjum við af eigin raun því við erum alltaf af ferðinni að skoða verðin á markaðnum til þess að geta staðið við þá fullyrðingu okkar að við séum með bestu verðin. Hér hefur okkur yfirsést þessi frábæri leikur og til þess að bæta um betur höfum við nú sett öll eintökin sem til eru af honum á 50% afslátt eða 2.499 krónur.

    Það er líka erfitt að keppa í verðum á vörum sem eru ekki til hjá samkeppnisaðilanum eins og kemur fram á heimasíðu Elko,

    Við erum leiðandi með lágt verð á tölvuleikjum og það getur alltaf gerst að það séu tímabundin tilboð á eldri leikjum hjá samkeppnisaðilum sem eru að losa lager eða eitthvað slíkt. Þá er best að benda okkur á það og við bregðumst að sjálfsögðu við.

    Við erum fagmenn þegar það kemur að tölvuleikjum og veitum við mjög góða þjónustu sem og erum með mesta úrvalið á Íslandi á tölvuleikjum fyrir PS1, PS2, PS3, Xbox, Xbox 360, Nintendo Gameboy orginal, advanced og meira og meira. Við kaupum gömlu tölvuleikina þína og bjóðum 100% ábyrgð á öllum notuðum tölvuleikjum sem keyptir eru hjá okkur.

    Kær kveðja
    Guðjón Elmar Guðjónsson
    Gamestöðin

    SvaraEyða
  2. Segðu mér Guðjón Elmar nú ert þú að selja notaða leiki og Elko glænýja, hvernig er hægt að verðleggja gamlan leik a 500 kr ódyrra en nyjan?

    Það ætti að vera helmings afall allavega 1495 kr


    kveðja

    Gísli

    SvaraEyða
  3. Ég er reyndar ekki Guðjón en veist þú Gísli litli nokkuð hvað innkaupsverðið var á notaða leiknum og af hverju í andsk... ætti hann þá að kosta 1495 kr

    Nei, bara spyr.

    Búinn að versla mikið í Gamestöðinni og þeir eru bæði með flott verð og ótrúlegt úrval. Það skiptir máli og þjónustan er góð.

    SvaraEyða
  4. Gísli eru þetta glænýjir leikir? Gamall lager kannski? Kannski keyptu þeir inn 200 leiki eru með 150% álagningu og eru búnir að selja 140?
    En já spurning hvernig verðleggurðu spilaða leiki, þarf það endilega að vera helmings afföll?
    nei bara spyr..
    ég allavega er gríðarsáttur með GameStöðina á Akureyri, keypti mér PS3 tölvuna mína þar á besta verðinu á þeim tíma plús að fá einhverja 4 leiki með, hef síðan skipt út mörgum af gömlu PS2 leikjunum mínum fyrir nýja PS3 leiki og er almennt bara virkilega sáttur við þjónustuna sem ég hef fengið.

    ég er sáttur við þessa síðu, góðar ábendingar koma inn og hef kvartað hérna líka en mér fynnst líka í lagi að gefa credid til þeirra sem mér fynnst eiga það skilið og frá mér eiga gamestöðin ekkert annað en props fyrir fína þjónustu og verð á vörum.
    Kv Óli Sig

    SvaraEyða
  5. Gott innlegg hjá Sigurði - 5.000 krónur fyrir notaðan leik er ansi dýrt! Þessvegna skiptir miklu máli að gera verðsamanburði, ekki síst þegar verið er að kaupa geisladiska, leiki og DVD.

    SvaraEyða
  6. ég fór einmitt í gamestöðina á ak fyrir bróðir minn til að skila þremur leikjum og fá 2 í staðinn, þurfti að borga 9500 kall í mismun !

    SvaraEyða
  7. Ég er alveg sammála þessu, ég fór í Gamestöðina og sá Oblivion leikinn á 6999kr! hann kostar 5000kr nýr út í búð hjá Bt og svo er ég að sjá notaða leiki á sama verði go nýjir, ég er ósáttur með Gamestöðina í Kringlunni en mér finnst Gamestöðin á Akureyri vera fín, þetta þarf að laga og núna er líka BT komið með notaða leiki

    SvaraEyða
  8. Strákar, hættið þessu væli. Ef þið sjáið notaða leiki í Geimstöðinni sem eru dýrari en nýir, farið þá og kaupið nýja leikinn!

    Annar kostur er að benda Geimstöðinni á þetta, kannski lækka þeir verðið á staðnum.

    Það er verið að versla með notaða leiki og það þarf að hafa eitthvað upp úr krafsinu, það er eðli viðskipta. Ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að fylgjast með verðþróun á hundruðum eða jafnvel þúsundum leikja.

    Ég hef aldrei prófað Geimstöðina, en ætla að gera það núna, vissi ekki að hún væri til fyrr en ég sá þessa síðu :)

    SvaraEyða
  9. Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
         Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
         Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
         Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
         Hafðu samband við okkur
        Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
        whatsapp / Hangout + 14433459339
        Atlasloan.wordpress.com

    SvaraEyða