mánudagur, 21. desember 2009

Hlölli hækkar

Nú eru Hlöllabátar alveg búnir að missa sig. Einn Hlölli á 1.200 kr takk fyrir. Ekkert gos, engar franskar, bara brauð, ræma af kjöti, grænmeti og sósa 1.200 kr! Maður fer ekki þangað til að fá sér kvöldsnarl aftur.
Kv. Kári

9 ummæli:

  1. Hlölli er bara viðbjóður sem maður fær sér ekki nema maður sé niðrí bæ og búinn að drekka vel og dómgreindin ekki alveg 100%

    SvaraEyða
  2. Sammála þessu, renndi við á Hlölla uppá höfða og pantaði en rak svo augun í verðið og fékk sjokk.
    Gat ekki hætt við en þetta var síðasti hlöllinn sem ég kaupi, fékk reyndar 1/2 gosdós með, kannski aumkaði hún sig yfir mig því mér ofbauð þetta.

    SvaraEyða
  3. Nei var það ekki bara hádegistilboðið þeirra þar sem gos fylgir með ?

    SvaraEyða
  4. Mér finnst Hlölli ekki of dýr. Magnið af kjöti sem er á einum bát nær ábyggilega hundraðföldu magni kjötmesta subway-bátsins. Þetta er kannski ekki ódýrasti skyndibitinn en hann kemst að mínu mati langt með að vera sá besti. Ef verðið er vandamálið þá er alltaf hægt að nýta sér hádegistilboð eða önnur tilboð sem kynnu að gefast.

    SvaraEyða
  5. 20% hækkun er bara alt of mikið :-(
    Þetta mun klárlega draga úr mínum viðskiptum við þá !

    SvaraEyða
  6. 20% segir samt voða lítði .. hvenær hækkuðu þeir síðast? Ef verðið er búið að standa í stað síðan 2007, þá er 20% hækkun fullkomlega í takt við annað í þjóðfélaginu. Oft vill vera að þeir sem treina hækkanirnar lengst fá óverðskuldað föstustu skotin á sig því hækkunin verður þá svo mikil í einu...

    SvaraEyða
  7. Verðið á Hlölla er RUGL

    SvaraEyða
  8. Eins og við gerðum svo oft, að fara á Hlölla og fá okkur þrjá báta og gos er nú algjörlega liðin tíð ...skiljanlega og erum komin uppá lag með að gera þetta heima.
    Bæjarins Bestu standa uppúr hér eftir og hafa í raun alltaf gert.

    SvaraEyða
  9. finnst ykkur mikið að fá þer máltið á 1200 kall og verða mjög saddur þarft ekki að borða næstu 6 klt ? ,, ef svo er ertu freeeekar cheap

    SvaraEyða