Mig langaði að koma með smá ábendingu. Nú er allt vitlaust í prjónaskap hjá landanum (eftir kreppu) og margir sem vilja græða á þessu og það er farið að selja garn og blöð út um allar trissur eins og til dæmis í blómabúðum. Eitt sem ég er furða mig á er hvernig í ósköpunum stendur á því að blað sem fæst í Föndru, Katia prjónablað, kostar þar 1990 krónur en fæst á 990 krónur í Quiltbúðinni á Akureyri. Sigla skipin beint til Akureyrar með vörurnar og er þetta svo flutt suður eða?? Annars eru fleiri vörur þarna sem maður getur verslað helmingi ódýrari í Storkinum á Laugavegi sem þó hefur alltaf verið talin með dýrustu búðunum á þessum markaði. Þetta er ekki eðlileg álagning hjá þeim, þvílíka okurbúllan. Finnst bara allt í lagi að benda á þetta þar sem þetta æði hefur gripið landann í kreppunni að taka í prjónana og mér finnst bara svívirðilegt að smyrja svona á vörurnar. Ódýrara að panta og láta senda sér frá Akureyri, er það ekki svolítið gróft ??
Sigurlaug
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
þriðjudagur, 27. október 2009
mánudagur, 26. október 2009
Fyrirfram...
Fann þetta hérna "fyrirtæki" á netinu áðan:) Það virðist vera einhver markaður fyrir svona starfsemi hérlendis:
https://fyrirfram.is/Heim.php
Kv,
Prof. Óskar
https://fyrirfram.is/Heim.php
Kv,
Prof. Óskar
Okurlánastarfssemi (enn um Kredia)
Sá kredia.is auglýst í sjónvarpinu og fannst strax eitthvað bogið við málið. Þeir auglýsa smálán, 10-40 þúsund króna skyndilán sem þú sækir um í gegnum SMS. Þessi lán eru til 15 daga og greiðast til baka svona:
10.000 (höfuðstóll) + 2.500 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 12.761 eða sem samsvarar 662,64% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
20.000 (höfuðstóll) + 4.750 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 25.011 eða sem samsvarar 601,32% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
30.000 (höfuðstóll) + 7.000 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 37.261 eða sem samsvarar 580,88% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
40.000 (höfuðstóll) + 9.250 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 49.511 eða sem samsvarar 570,66% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
Þarna er verið að ná í þá sem eru í slæmum málum hjá bankanum sínum og geta ekki fengið meiri yfirdrátt.
En svívirðan heldur áfram, eftirfarandi er af vef kredia:
Degi fyrir gjalddaga er viðskiptavini send sms smáskilaboð þar sem minnt er á gjalddagann. Einnig sendir Kredia viðskiptavini greiðsluseðil. Greiðsluseðilsgjald nemur 261 krónum.
Næsta virka dag eftir gjalddaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar. Kostnaður við innheimtuviðvörun er allt að kr. 900,-
Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar hefjast milliinnheimtuaðgerðir, þær fela í sér útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu til viðskiptavinar. Kostnaður við milliinnheimtuaðgerðir er allt að kr. 11.000,- samtals.
Eftir milliinnheimtuaðgerðir er krafan send í löginnheimtu.
Greiði viðskiptavinur lán ekki til baka á gjalddaga og krafan er færð í milliinnheimtu mun kostnaður viðskiptavinar aukast til muna. Ef viðskiptavinur greiðir ekki kröfu í milliinnheimtu er krafan send í lögfræðiinnheimtu sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir viðskiptavin.
Viðskiptavinur veitir Kredia heimild til að gjaldfæra kostnað á bankareikning viðskiptavinar á gjalddaga. Ef ekki reynist innstæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hefur Kredia heimild til að gjaldfæra eftirstöðvar kostnaðar á dags fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.
Vonandi er enginn nógu vitlaus til að nota "þjónustu" kredia.is
Nafnlaus
10.000 (höfuðstóll) + 2.500 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 12.761 eða sem samsvarar 662,64% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
20.000 (höfuðstóll) + 4.750 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 25.011 eða sem samsvarar 601,32% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
30.000 (höfuðstóll) + 7.000 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 37.261 eða sem samsvarar 580,88% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
40.000 (höfuðstóll) + 9.250 (kostnaður) + 261 (seðilgjald) alls 49.511 eða sem samsvarar 570,66% árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
Þarna er verið að ná í þá sem eru í slæmum málum hjá bankanum sínum og geta ekki fengið meiri yfirdrátt.
En svívirðan heldur áfram, eftirfarandi er af vef kredia:
Degi fyrir gjalddaga er viðskiptavini send sms smáskilaboð þar sem minnt er á gjalddagann. Einnig sendir Kredia viðskiptavini greiðsluseðil. Greiðsluseðilsgjald nemur 261 krónum.
Næsta virka dag eftir gjalddaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar. Kostnaður við innheimtuviðvörun er allt að kr. 900,-
Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar hefjast milliinnheimtuaðgerðir, þær fela í sér útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu til viðskiptavinar. Kostnaður við milliinnheimtuaðgerðir er allt að kr. 11.000,- samtals.
Eftir milliinnheimtuaðgerðir er krafan send í löginnheimtu.
Greiði viðskiptavinur lán ekki til baka á gjalddaga og krafan er færð í milliinnheimtu mun kostnaður viðskiptavinar aukast til muna. Ef viðskiptavinur greiðir ekki kröfu í milliinnheimtu er krafan send í lögfræðiinnheimtu sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir viðskiptavin.
Viðskiptavinur veitir Kredia heimild til að gjaldfæra kostnað á bankareikning viðskiptavinar á gjalddaga. Ef ekki reynist innstæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hefur Kredia heimild til að gjaldfæra eftirstöðvar kostnaðar á dags fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.
Vonandi er enginn nógu vitlaus til að nota "þjónustu" kredia.is
Nafnlaus
Prentvörur ekki ódýrast!
Ég ætlaði að finna mér blekhylki í HP prentara HP336 hylki. Fannst prentvorur.is vera með bæði villandi auglýsingu og okur.
sjá hver verðin voru 24/10 kl 16:00
Prentvorur.is 4400 (óoriginal) uppgefið markaðsverð af þeim 5272
Elko.is 3295 (original)
Tolvutek.is 3190 (original)
kveðja,
Gunnar Axel
sjá hver verðin voru 24/10 kl 16:00
Prentvorur.is 4400 (óoriginal) uppgefið markaðsverð af þeim 5272
Elko.is 3295 (original)
Tolvutek.is 3190 (original)
kveðja,
Gunnar Axel
föstudagur, 23. október 2009
Græni risinn ekki okur
Fór í gærkvöldi á nýjan veitingastað sem var að opna í Ögurhvarfi, Græni Risinn. Þetta er mjög svipað og Saffran en jafnvel enn ódýrara og alls ekki síðra.
Matseðillinn er allur á kreppuprís.... Sjá: http://graenirisinn.is/
Við konan keyptum okkur sitt hvorn réttin og borguðum undir 2.000 kr. fyrir... og það besta er að þetta var svo vel útilátið að það verða afgangar í matinn í kvöld.
Ekki slæmur prís það.
Kv. Diddi
Matseðillinn er allur á kreppuprís.... Sjá: http://graenirisinn.is/
Við konan keyptum okkur sitt hvorn réttin og borguðum undir 2.000 kr. fyrir... og það besta er að þetta var svo vel útilátið að það verða afgangar í matinn í kvöld.
Ekki slæmur prís það.
Kv. Diddi
Okrað í kaffiteríu Þjóðarbókhlöðunnar
Ég missti hökuna niður á búðarborðið í kaffiteríu Þjóðarbókhlöðunnar þegar
ég fór þar um daginn í sakleysi mínu og pantaði mér kaffi latte. Ég sem
ætlaði að gera mér glaðan dag og ákvað að taka mér 20 mínútna pásu frá
bókunum og hoppa með vinunum niður í einn kaffibolla eða svo. Ég sem
fátækur námsmaður átti bágt með að sleppa kortinu mínu í hendur
afgreiðsludömunnar , sem ég áleit hálfgert skrímsli eftir að hafa, stolt á
svip, gefið mér upp verðið á bollanum sem ég hafði pantað: „það gera 450
krónur“. Er þetta alveg eðlilegt? Mig langaði mest til að rífa kortið af
henni og strunsa burt, nema hvað að ég var komin með bollann milli
handanna og gat tæplegast hætt við.
Hverjum datt það í hug að það væri í lagi að hafa verðið á kaffiteríu
Þjóðarbókhlöðunnar, sem er „by the way“ aðallega ætluð námsmönnum, hærra
en á fínum veitingastað á borð við Lækjarbrekku. Það er ekki eins og maður
sé að borga fyrir þjónustu eða maður sé að borga fyrir að sitja í
huggulegu umhverfi, þess vegna get ég ekki áttað mig á því hvers vegna
verðlagningin þarna er svona há.
Ég hef verið að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér og hef rætt þetta
við fleiri námsmenn og eru þeir allir sammála. Ein kom með dæmi um það
þegar hún ætlaði að kaupa sér myntur, og þá á ég við svona eins konar
ópalpakka, og hann kostaði 360 krónur á meðan hann kostar 207 krónur í
Hagkaup, og er ekki hægt að segja að Hagkaup sé ódýrast búðin.
Verðlagning búllunnar er fyrir neðan allar hellur og hef ég slitið á öll
mín viðskipti við hana, sem og fleiri sem láta ekki bjóða sér þetta.
Þetta er auðvitað argasti dónaskapur að nýta sér námsmenn á þennan hátt.
Dóra Björk
ég fór þar um daginn í sakleysi mínu og pantaði mér kaffi latte. Ég sem
ætlaði að gera mér glaðan dag og ákvað að taka mér 20 mínútna pásu frá
bókunum og hoppa með vinunum niður í einn kaffibolla eða svo. Ég sem
fátækur námsmaður átti bágt með að sleppa kortinu mínu í hendur
afgreiðsludömunnar , sem ég áleit hálfgert skrímsli eftir að hafa, stolt á
svip, gefið mér upp verðið á bollanum sem ég hafði pantað: „það gera 450
krónur“. Er þetta alveg eðlilegt? Mig langaði mest til að rífa kortið af
henni og strunsa burt, nema hvað að ég var komin með bollann milli
handanna og gat tæplegast hætt við.
Hverjum datt það í hug að það væri í lagi að hafa verðið á kaffiteríu
Þjóðarbókhlöðunnar, sem er „by the way“ aðallega ætluð námsmönnum, hærra
en á fínum veitingastað á borð við Lækjarbrekku. Það er ekki eins og maður
sé að borga fyrir þjónustu eða maður sé að borga fyrir að sitja í
huggulegu umhverfi, þess vegna get ég ekki áttað mig á því hvers vegna
verðlagningin þarna er svona há.
Ég hef verið að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér og hef rætt þetta
við fleiri námsmenn og eru þeir allir sammála. Ein kom með dæmi um það
þegar hún ætlaði að kaupa sér myntur, og þá á ég við svona eins konar
ópalpakka, og hann kostaði 360 krónur á meðan hann kostar 207 krónur í
Hagkaup, og er ekki hægt að segja að Hagkaup sé ódýrast búðin.
Verðlagning búllunnar er fyrir neðan allar hellur og hef ég slitið á öll
mín viðskipti við hana, sem og fleiri sem láta ekki bjóða sér þetta.
Þetta er auðvitað argasti dónaskapur að nýta sér námsmenn á þennan hátt.
Dóra Björk
Enn um verðmerkingar í Krónunni
Ég versla oftast í Krónunni, við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, því þar er opið lengur en til 18.30.
Ég kaupi mér oft svona svokallaðar sparpakningar af nammi til að eiga smá sykur búst í bílnum.
Í gær ætlaði ég að kaupa 400gr Krónu, súkkulaðihjúpaðir lakkrísbitar, sem ég hef keypt nokkrum sinnum áður, en nú voru bara til 200gr pokar, en verðmerkingin á hillunni hafði ekkert breyst, það stóð eftir sem áður 549kr. 400gr. (kg.verð. 1373). Sem þýðir að 200gr. Ættu að kosta helming af 400gr, eða 1/5 af kg verði eða 275kr.
Þegar ég kom á kassan var ég rukkaður um 379kr, svo ég sagði stúlkunni á kassanum að þetta væri minnsta kosti 100kr of dýrt, þá fór hún með pokan inn að hillunni og rótaði þar til hún fann 400gr. Pokann, svo ég tók hann auðvitað, en hún setti hinn bara til hliðar og svo var auðvitað ekkert gert í málinu.
En mín spurning er, er þetta leyfilegt þar sem kg verðið er gefið upp á hillunni?
Bestu kveðjur, Skúli.
Ég kaupi mér oft svona svokallaðar sparpakningar af nammi til að eiga smá sykur búst í bílnum.
Í gær ætlaði ég að kaupa 400gr Krónu, súkkulaðihjúpaðir lakkrísbitar, sem ég hef keypt nokkrum sinnum áður, en nú voru bara til 200gr pokar, en verðmerkingin á hillunni hafði ekkert breyst, það stóð eftir sem áður 549kr. 400gr. (kg.verð. 1373). Sem þýðir að 200gr. Ættu að kosta helming af 400gr, eða 1/5 af kg verði eða 275kr.
Þegar ég kom á kassan var ég rukkaður um 379kr, svo ég sagði stúlkunni á kassanum að þetta væri minnsta kosti 100kr of dýrt, þá fór hún með pokan inn að hillunni og rótaði þar til hún fann 400gr. Pokann, svo ég tók hann auðvitað, en hún setti hinn bara til hliðar og svo var auðvitað ekkert gert í málinu.
En mín spurning er, er þetta leyfilegt þar sem kg verðið er gefið upp á hillunni?
Bestu kveðjur, Skúli.
Ilmvatn.net
Búið er að opna vefverslun sem höndlar með ilmvötn og rakspíra á hagstæðu verði. Boðið er upp á öll helstu merkin. Síðan er á www.ilmvatn.net. Það lítið lagt á og þeir eru ekku með lager né aðra yfirbyggingu. Það þarf hinsvegar að bíða eftir vörunni ca. 7 - 10 daga. Margar tegundir eru ódýrari heldur en í Fríhöfn og flestar mun ódýrari heldur en í Hagkaupum. Dæmi:
Davidoff Cool Water edt. 75 ml. kostar í Fríhöfn 6.099 en 5.436 hjá ilmvatn.net
Versace Pour Homme edt. 30 ml. kostar í Fríhöfn 5.999 en 5.856 hjá ilmvatn.net
Versace Bright Crystal edt. 50 ml. kostar í Fríhöfn 9.599 en 7.958 hjá ilmvatn.net
Síðan leggst sendingarkostnaður við um 650 kr.
Kv. Sævar
Davidoff Cool Water edt. 75 ml. kostar í Fríhöfn 6.099 en 5.436 hjá ilmvatn.net
Versace Pour Homme edt. 30 ml. kostar í Fríhöfn 5.999 en 5.856 hjá ilmvatn.net
Versace Bright Crystal edt. 50 ml. kostar í Fríhöfn 9.599 en 7.958 hjá ilmvatn.net
Síðan leggst sendingarkostnaður við um 650 kr.
Kv. Sævar
Eitthvað myndi litla stúlkan með eldspýturnar segja...
Þær eldspýtur sem virðast víðast hvar seldar í borginni heita GSD
og eru ágætar svoleiðis. Verðið er hins vegar nokkuð breytilegt:
Í 11-11 kostuðu þær 35 kr. á sunnudaginn var.
Í Texas (sjoppunni) kostuðu þær 40 kr. í dag.
Í 11-11 kostuðu þær 69 kr. í dag.
Lítill fugl hvíslaði því að kaupandanum að fyrirtækið
á bak við fyrirtækið sem er á bak við 10-11 flytti
þessar eldspýtur inn, sennilega á svona 5 kr. stokkinn.
Upplýsingar um eldspýtur á boðlegum prís væru vel þegnar!
Ei Neinn
og eru ágætar svoleiðis. Verðið er hins vegar nokkuð breytilegt:
Í 11-11 kostuðu þær 35 kr. á sunnudaginn var.
Í Texas (sjoppunni) kostuðu þær 40 kr. í dag.
Í 11-11 kostuðu þær 69 kr. í dag.
Lítill fugl hvíslaði því að kaupandanum að fyrirtækið
á bak við fyrirtækið sem er á bak við 10-11 flytti
þessar eldspýtur inn, sennilega á svona 5 kr. stokkinn.
Upplýsingar um eldspýtur á boðlegum prís væru vel þegnar!
Ei Neinn
Frásögn af Bíla áttunni
Ég fór með bílinn minn í viðgerð um daginn í bíla áttuna, bíllinn er Opel Corsa-b '95
Ég fór með varahluti með mér til þeirra; gorm, stýrisenda, og rúðuþurku mótor, með tilmæli um að setja það í og yfirfara ljós því bíllin væri að fara í skoðun, þeir hafa samband og segja mér að handbremsan er eitthvað slöpp (þrátt fyrir að ég noti hana aldrei) og að það þurfi að skipta um bremsuborðan í henni, ég spyr hvort það sé dýrt og fæ að heyra að það sé ekki dýrt og að reikningurinn sé kominn í u.þ.b. 40.000 kr., þannig að ég segji þeim að skipta um það líka.
Þegar ég kem daginn eftir og spyr hvað þetta kosti þá fæ ég að heyra að það kosti 81.000 kr. þannig að það kostar 40.000 að skipta um handbremsubarka, svo skiptu þeir um bremsudælu hægramegin að aftan, en það var aldrei samþykkt að þeir geri það, mér brá svo svakalega að ég fékk bara sjokk og labbaði út, þeir hringja svo í mig allan daginn og svo loksins þegar ég fá af mér að svara þá segja þeir að ég verði bara að borga þetta sama hvað var sagt og hvað mér finnist.
bíllin er skráður á mömmu mína sem átti bílinn á undan mér, og á föstudaginn var hringt í hana og haft í hótunum um að það yrði að borga þetta annars yrði þetta bara sent í lögfræðing.
Ég vill taka fram að bíllinn er ekki þess virði að láta gera við hann fyrir 81.000 kr. þannig að ég hefði frakar látið urða bílinn heldur en láta gera við þetta, og allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að það sé virkilega furðulegt að þeir láti ekki vita þegar að þeir sjá fram á að viðgerðinn komi til með að kosta meira en virði bílsins er og eiginlega bara ósiðlegt og svínslegt.
Þegar ég sækji loksins bílinn núna í dag þá hafa þeir sett 2.000 kr. Aukalega fyrir að ég sendi þetta e-mail á moggan og sendi Cc. Á þá. Þeir komu allir fram í afgreiðslu og voru með læti og voru að æsa sig við mig og spurja hvers vegna ég hefði verið að hafa samband við fjölmiðla.
Einnig fór ég með sama bíl til að skipta um viftureim og í olíuskipti og smurningu til þeirra fyrir nokkrum árum(2-3) þegar þeir voru að auglýsa að með olíuskipum og smurningu fylgdi liggy-moe vélarhreinsun , þegar ég sótti bílinn og spurði hvort það hefði ekki örugglega verið gert þá sögðu þeir að efnið sem var notað var búið þannig að ég fékk það ekki, ég fékk ekki afslátt eða að eiga það inni, viku eftir að ég fékk bílinn svo aftur þá slitnaði viftureiminn og þeir sögðu að það var mér að kenna og létu mig borga nýja viðgerð og þegar sú reim var farin að hljóða illa 2 dögum seinna þá fór ég atur til þeirra og sagði þeim hvað var, þá skoðuðu þeir bílinn og sögðu mér að altenatorinn væri orðil lélegur og það þyrfti að skipta, sem kostar 70.000 með vinnu, ég fékk altenatorin hjá þeim og lét kunningja minn skoða hann og hann sagði að það var ekkert að honum þannig að ég fór með hann aftur til þeirra og sagði þeim að það var ekkert að, þá fóru þeir að koma með einhverjar afsakanir og gáfu mér 25% afslátt á vinnuni við að skoða bílinn í það skiptið, ég fór með bílinn til vinar mins sem gerði þetta frítt og sagði að þeir höfðu sett þetta einhvernvegin skagt í þannið að það var ástæðan fyrir öllum vandræðunum, nú veit ég ekki hvort það var óvart eða til að tryggja að ég myndi þurfa að koma aftur.
Svo fór mamma með þennan sama bíl í viðgerð einhverntíman þegar hún átti bílinn og þá voru einhver vandræði og bögg í gangi,
Ég hef heyrt svo margar sögur af því hvað þeir eru að fara illa með fólk, vildi bara setja þetta þar sem fólk sér það
Ég fór með varahluti með mér til þeirra; gorm, stýrisenda, og rúðuþurku mótor, með tilmæli um að setja það í og yfirfara ljós því bíllin væri að fara í skoðun, þeir hafa samband og segja mér að handbremsan er eitthvað slöpp (þrátt fyrir að ég noti hana aldrei) og að það þurfi að skipta um bremsuborðan í henni, ég spyr hvort það sé dýrt og fæ að heyra að það sé ekki dýrt og að reikningurinn sé kominn í u.þ.b. 40.000 kr., þannig að ég segji þeim að skipta um það líka.
Þegar ég kem daginn eftir og spyr hvað þetta kosti þá fæ ég að heyra að það kosti 81.000 kr. þannig að það kostar 40.000 að skipta um handbremsubarka, svo skiptu þeir um bremsudælu hægramegin að aftan, en það var aldrei samþykkt að þeir geri það, mér brá svo svakalega að ég fékk bara sjokk og labbaði út, þeir hringja svo í mig allan daginn og svo loksins þegar ég fá af mér að svara þá segja þeir að ég verði bara að borga þetta sama hvað var sagt og hvað mér finnist.
bíllin er skráður á mömmu mína sem átti bílinn á undan mér, og á föstudaginn var hringt í hana og haft í hótunum um að það yrði að borga þetta annars yrði þetta bara sent í lögfræðing.
Ég vill taka fram að bíllinn er ekki þess virði að láta gera við hann fyrir 81.000 kr. þannig að ég hefði frakar látið urða bílinn heldur en láta gera við þetta, og allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að það sé virkilega furðulegt að þeir láti ekki vita þegar að þeir sjá fram á að viðgerðinn komi til með að kosta meira en virði bílsins er og eiginlega bara ósiðlegt og svínslegt.
Þegar ég sækji loksins bílinn núna í dag þá hafa þeir sett 2.000 kr. Aukalega fyrir að ég sendi þetta e-mail á moggan og sendi Cc. Á þá. Þeir komu allir fram í afgreiðslu og voru með læti og voru að æsa sig við mig og spurja hvers vegna ég hefði verið að hafa samband við fjölmiðla.
Einnig fór ég með sama bíl til að skipta um viftureim og í olíuskipti og smurningu til þeirra fyrir nokkrum árum(2-3) þegar þeir voru að auglýsa að með olíuskipum og smurningu fylgdi liggy-moe vélarhreinsun , þegar ég sótti bílinn og spurði hvort það hefði ekki örugglega verið gert þá sögðu þeir að efnið sem var notað var búið þannig að ég fékk það ekki, ég fékk ekki afslátt eða að eiga það inni, viku eftir að ég fékk bílinn svo aftur þá slitnaði viftureiminn og þeir sögðu að það var mér að kenna og létu mig borga nýja viðgerð og þegar sú reim var farin að hljóða illa 2 dögum seinna þá fór ég atur til þeirra og sagði þeim hvað var, þá skoðuðu þeir bílinn og sögðu mér að altenatorinn væri orðil lélegur og það þyrfti að skipta, sem kostar 70.000 með vinnu, ég fékk altenatorin hjá þeim og lét kunningja minn skoða hann og hann sagði að það var ekkert að honum þannig að ég fór með hann aftur til þeirra og sagði þeim að það var ekkert að, þá fóru þeir að koma með einhverjar afsakanir og gáfu mér 25% afslátt á vinnuni við að skoða bílinn í það skiptið, ég fór með bílinn til vinar mins sem gerði þetta frítt og sagði að þeir höfðu sett þetta einhvernvegin skagt í þannið að það var ástæðan fyrir öllum vandræðunum, nú veit ég ekki hvort það var óvart eða til að tryggja að ég myndi þurfa að koma aftur.
Svo fór mamma með þennan sama bíl í viðgerð einhverntíman þegar hún átti bílinn og þá voru einhver vandræði og bögg í gangi,
Ég hef heyrt svo margar sögur af því hvað þeir eru að fara illa með fólk, vildi bara setja þetta þar sem fólk sér það
þriðjudagur, 20. október 2009
Misdýrir tölvuleikir
Ég fór í BT í Skeifunni í dag og sá að Wolverine tölvuleikurinn og Monsters vs. Aliens fyrir PS3 tölvu kostuðu 9.999 kr. Í gær var ég skoða elko.is og þar kostuðu leikirnir 3.995 kr.
Kv. Eyrún
Kv. Eyrún
mánudagur, 19. október 2009
Merkja outlet á Korputorgi - flottar og ódýrar jólagjafir
Ég vildi benda fólki á að það getur gert mjög góð kaup í Merkjaoutletinu Korputorgi.
Þeir eru með fullt af nýjum vörum líka á mjög góðu verði td. boli fyrir unglinga og fullorðna með grímyndum ofl.
Allt Það vinsælasta í dag sem þykja ódýrir annarstadar á 2990 en eru seldir allt upp í 4990 í kringunni og fl. stöðum.. Í Outlettinu eru þeir á 1695 kr stk og ég keypti
mér 5 stk því maður þarf jú alltaf boli og þeir eru alltaf að bæta inn fleiri og fleiri tegundum..
Ensku fótboltabúningarnir fyrir krakka eru á 3.495.. sem sést ekki annarstaðar..
Ég mæli með að gerast vinur þeirra á facebook þá fær maður "updeit" á nýjum vörum sem þeir eru að byrja að selja.
Ég veit að ég kaupi flestar jólagjafirnar þarna og spara mér stórpening á því.
Frábær þjónusta og frábært verð.
Bragi
Þeir eru með fullt af nýjum vörum líka á mjög góðu verði td. boli fyrir unglinga og fullorðna með grímyndum ofl.
Allt Það vinsælasta í dag sem þykja ódýrir annarstadar á 2990 en eru seldir allt upp í 4990 í kringunni og fl. stöðum.. Í Outlettinu eru þeir á 1695 kr stk og ég keypti
mér 5 stk því maður þarf jú alltaf boli og þeir eru alltaf að bæta inn fleiri og fleiri tegundum..
Ensku fótboltabúningarnir fyrir krakka eru á 3.495.. sem sést ekki annarstaðar..
Ég mæli með að gerast vinur þeirra á facebook þá fær maður "updeit" á nýjum vörum sem þeir eru að byrja að selja.
Ég veit að ég kaupi flestar jólagjafirnar þarna og spara mér stórpening á því.
Frábær þjónusta og frábært verð.
Bragi
Jón eða séra John hjá Icelandair
Vilji maður bóka flug með Icelandair til Seatlle (og til baka) í
febrúar 2010 þá kostar flugið 103.000.- og einhverjar krónur. velji
maður öfuga leið þ.e. frá Seatttle til Rvk (og til baka) kostar flugið
67.000.-
Sniðugt væri nú að vita hvaða dílar eru að bjóðast Bandaríkjamönnum
sem standa okkur Íslendingum ekki til boða. Mér finnst þetta að minnsta kosti hróplega ósanngjarnt.
kv
þóra
febrúar 2010 þá kostar flugið 103.000.- og einhverjar krónur. velji
maður öfuga leið þ.e. frá Seatttle til Rvk (og til baka) kostar flugið
67.000.-
Sniðugt væri nú að vita hvaða dílar eru að bjóðast Bandaríkjamönnum
sem standa okkur Íslendingum ekki til boða. Mér finnst þetta að minnsta kosti hróplega ósanngjarnt.
kv
þóra
Krónan - Okur og svindl?
Ég vil benda á að ég og fleiri sem ég hef talað við eru alltaf að lenda í
að vörur í Krónunni eru ekki verðmerktar. Jafnvel er það þannig að
samskonar vörur eru í sömu hillu en aðeins ódýrari hluturinn er
verðmerktur, til að gabba hinn almenna neytanda, til að taka dýrari
hlutinn þar sem verðmerkingin er oftar en ekki undir honum. t.d fór ég í
krónuna í lindunum um daginn og þar er hilla með instant núðlum, nokkrar
tegundir. Aðeins tvær af fjórum voru merktar og þá auðvitað ekki dýrasta
gerðin en samt var ein af verðmerkingunum undir þeirri núðlutegund. Þetta
finnst mér vera tilraun til að blekkja.
Einnig vil ég velta upp spurningu afhverju ananas er ekki lengur seldur í
stykkjatali heldur er farið að selja hann í kg verði. Maður nýtir aðeins
tæplega helminginn af þessum ávexti og finnst mér of mikið fara til
spillis til að geta keypt hann á kg verði. Ég fór í dag í Krónuna og
ætlaði að kaupa ananas. Fór að ávaxtabarnum og viti menn ananasinn var
ekki verðmerktur!!!. svo ég fór með hann á kassann, rétt rúm 2kg kostuðu
600kr. (OKUR) ... þennan ananas keypti ég fór heim og skar hann niður og
nýtti allt sem ætt er og vigtaði. úr þessum 2kg ananasi fékk ég 1kg af
aldini.
Vildi bara benda á þetta, er þetta í lagi? Viljum við láta bjóða okkur þetta?
Kær kveðja,
Neytandi
að vörur í Krónunni eru ekki verðmerktar. Jafnvel er það þannig að
samskonar vörur eru í sömu hillu en aðeins ódýrari hluturinn er
verðmerktur, til að gabba hinn almenna neytanda, til að taka dýrari
hlutinn þar sem verðmerkingin er oftar en ekki undir honum. t.d fór ég í
krónuna í lindunum um daginn og þar er hilla með instant núðlum, nokkrar
tegundir. Aðeins tvær af fjórum voru merktar og þá auðvitað ekki dýrasta
gerðin en samt var ein af verðmerkingunum undir þeirri núðlutegund. Þetta
finnst mér vera tilraun til að blekkja.
Einnig vil ég velta upp spurningu afhverju ananas er ekki lengur seldur í
stykkjatali heldur er farið að selja hann í kg verði. Maður nýtir aðeins
tæplega helminginn af þessum ávexti og finnst mér of mikið fara til
spillis til að geta keypt hann á kg verði. Ég fór í dag í Krónuna og
ætlaði að kaupa ananas. Fór að ávaxtabarnum og viti menn ananasinn var
ekki verðmerktur!!!. svo ég fór með hann á kassann, rétt rúm 2kg kostuðu
600kr. (OKUR) ... þennan ananas keypti ég fór heim og skar hann niður og
nýtti allt sem ætt er og vigtaði. úr þessum 2kg ananasi fékk ég 1kg af
aldini.
Vildi bara benda á þetta, er þetta í lagi? Viljum við láta bjóða okkur þetta?
Kær kveðja,
Neytandi
föstudagur, 16. október 2009
Rúmgott bæta vel fyrir mistök sín
Vildi koma á framfæri því sem við hjónin lentum í við að versla rúm hjá Rúmgott á Smiðjuvegi.
Komum á laugardegi og fengum fínar móttökur, legugreining í bekk og ráðleggingar um hvaða rúm við ættum að kaupa, dýnur og grindur.
Vorum að spá í að hugsa málið en ákváðum að kýla á þetta. Staðgreiddi rúmið og fékk smá afslátt ásamt því að fá lök, dýnuhlífar með frítt.
Áttum svo að fá rúmið á miðvikudeginum eftir, konan bjallar á þeim degi í þau í Rúmgott til að staðfesta með rúmið, sagt að það kæmi um kvöldið og ef yrði misbrestur á myndu þau láta okkur vita, við ítrekuðum að það yrði að standa, því að hitt rúmið yrði farið. Ekki málið. Leið og beið og ekkert rúm kom, né var ekki hægt að ná í neinn, enginn þjónustusími og ekki fengum við símtal.
Enduðum að sofa á útilegudýnum (sváfum nánast ekkert) því gamla rúmið okkar var farið. Morguninn eftir hringdi ég í framkvæmdarstjórann hjá þeim og var ansi þungur í skapi. Hann skildi það vel og hringdi aftur í mig eftir að hafa athugað málið, þá kom í ljós að fyrir misskilning hafði annar aðili átt að fá rúm á sama tíma og hafði viljað láta það bíða í einhverja daga, því fékk ég ekki mitt rúm.
Hann baðst afsökunar og lofaði okkur bótum vegna þessa.
Sama dag kom rúmið og var vel sett upp ásamt því að við fengum 2 heilsukodda, satín/silki sænguver, allt mjög veglegt. Þannig að þau bættu mjög vel úr þessum misskilningi og við vorum mjög sátt á eftir.
Ingvar Ragnarsson
Komum á laugardegi og fengum fínar móttökur, legugreining í bekk og ráðleggingar um hvaða rúm við ættum að kaupa, dýnur og grindur.
Vorum að spá í að hugsa málið en ákváðum að kýla á þetta. Staðgreiddi rúmið og fékk smá afslátt ásamt því að fá lök, dýnuhlífar með frítt.
Áttum svo að fá rúmið á miðvikudeginum eftir, konan bjallar á þeim degi í þau í Rúmgott til að staðfesta með rúmið, sagt að það kæmi um kvöldið og ef yrði misbrestur á myndu þau láta okkur vita, við ítrekuðum að það yrði að standa, því að hitt rúmið yrði farið. Ekki málið. Leið og beið og ekkert rúm kom, né var ekki hægt að ná í neinn, enginn þjónustusími og ekki fengum við símtal.
Enduðum að sofa á útilegudýnum (sváfum nánast ekkert) því gamla rúmið okkar var farið. Morguninn eftir hringdi ég í framkvæmdarstjórann hjá þeim og var ansi þungur í skapi. Hann skildi það vel og hringdi aftur í mig eftir að hafa athugað málið, þá kom í ljós að fyrir misskilning hafði annar aðili átt að fá rúm á sama tíma og hafði viljað láta það bíða í einhverja daga, því fékk ég ekki mitt rúm.
Hann baðst afsökunar og lofaði okkur bótum vegna þessa.
Sama dag kom rúmið og var vel sett upp ásamt því að við fengum 2 heilsukodda, satín/silki sænguver, allt mjög veglegt. Þannig að þau bættu mjög vel úr þessum misskilningi og við vorum mjög sátt á eftir.
Ingvar Ragnarsson
Prentarablek pantað frá USA
Í fjölskyldunni eru HP Color Laserjet 2600 prentarar. Í vor vantaði dufthylki í annan þeirra og þau voru pöntuð að utan. Reynslan af þeim hylkjum er afar góð.
Um daginn vantaði í hinn prentarann og þá var pantað í hann. Þau hylki bárust í dag og þá var hægt að ganga frá útreikningunum.
Í Elko kostar hvert hylki af Q6000A, Q6001A, Q6002A og Q6003A kr. 16.995 eða alls kr. 67.980.
Hjá Prentvörum kostar endurunnið hylki kr. 13.200 stk. eða alls kr. 52.800 í prentarann.
Víða tíðkast að endurunnin hylki kosti helming af verði nýrra.
Sending með fjórum endurunnum hylkjum frá www.houseofinkjet.com í Kaliforníu kostar alls hingað komin með öllu sköttum og skyldum kr. 36.588.
Það gerir kr. 9.147 á hvert hylki.
Nánara niðurbrot:
Hylki USD 160
Sendingarkostn. USD 60
Alls 27.635 kr.
Aðfl. gj. 8.953 kr
Alls 36.588
Næsta sending verður ódýrari af því þá verður meira pantað í einu. Hver veit – ef ég fer að selja get ég lagt 44% á hvert hylki og samt verið ódýrari en Prentvörur!
Ívar Pétur Guðnason
Um daginn vantaði í hinn prentarann og þá var pantað í hann. Þau hylki bárust í dag og þá var hægt að ganga frá útreikningunum.
Í Elko kostar hvert hylki af Q6000A, Q6001A, Q6002A og Q6003A kr. 16.995 eða alls kr. 67.980.
Hjá Prentvörum kostar endurunnið hylki kr. 13.200 stk. eða alls kr. 52.800 í prentarann.
Víða tíðkast að endurunnin hylki kosti helming af verði nýrra.
Sending með fjórum endurunnum hylkjum frá www.houseofinkjet.com í Kaliforníu kostar alls hingað komin með öllu sköttum og skyldum kr. 36.588.
Það gerir kr. 9.147 á hvert hylki.
Nánara niðurbrot:
Hylki USD 160
Sendingarkostn. USD 60
Alls 27.635 kr.
Aðfl. gj. 8.953 kr
Alls 36.588
Næsta sending verður ódýrari af því þá verður meira pantað í einu. Hver veit – ef ég fer að selja get ég lagt 44% á hvert hylki og samt verið ódýrari en Prentvörur!
Ívar Pétur Guðnason
Reim í sláttu-traktor
Ég er eigandi Poulan Pro 18542LT sláttu-traktors. Eftir 4 ára notkun er reimin
sem færir afl frá vél til hnífa farin að slakna. Verra að slá og meiri
eyðsla á bensíni. Í maí fór ég að athuga með nýja reim hjá umboðinu sem er
Sláttuvélamarkaðurinn Verklaginn. Svar: reimar eru að koma. Og ekki reyna
að fá þessar mjög svo sérstöku reimar annars staðar. Reimarnar komu seinni
hluta ágúst. Í maí var verð áætlað um 7000 kr. Í ágúst var verðið orðið
milli 11-12.000 kr. Í trássi við alvarlegar ábendingar umboðsmanns fékk ég
mér reim í Poulsen í Skeifunni og búinn að slá í marga marga marga daga með
henni. Verðið 2475 kr!
sem færir afl frá vél til hnífa farin að slakna. Verra að slá og meiri
eyðsla á bensíni. Í maí fór ég að athuga með nýja reim hjá umboðinu sem er
Sláttuvélamarkaðurinn Verklaginn. Svar: reimar eru að koma. Og ekki reyna
að fá þessar mjög svo sérstöku reimar annars staðar. Reimarnar komu seinni
hluta ágúst. Í maí var verð áætlað um 7000 kr. Í ágúst var verðið orðið
milli 11-12.000 kr. Í trássi við alvarlegar ábendingar umboðsmanns fékk ég
mér reim í Poulsen í Skeifunni og búinn að slá í marga marga marga daga með
henni. Verðið 2475 kr!
Okurvextir hjá Nova
Ég er í Nova símaáskrift og var að greiða reikning með gjalddaga 2/10, 900 kr. Á
hann eru kominir dr-vextir 6 kr. sem er í lagi þar sem ég greiði ekki á gjalddaga.
En svo kemur rúsinan í pylsuendanum: ofan á þetta leggjast 500 kr vanskilagjald.
Ég er fús að greiða það sem mér ber en þetta er of mikið... þeir senda ekki
reikning eða giroseðil eða neitt annað sem kostar þá eitthvað og ég hef aðeins
verið vanskilum í 12 daga. Sem telst varla vanskil. Ég greiði 60% af upphæð reiknings i vanskilagjald. Það er nokkuð mikið að greiða fyrst vexti og svo okurvexti sem þetta er svo sannalega.
Kveðja,
Sigga
hann eru kominir dr-vextir 6 kr. sem er í lagi þar sem ég greiði ekki á gjalddaga.
En svo kemur rúsinan í pylsuendanum: ofan á þetta leggjast 500 kr vanskilagjald.
Ég er fús að greiða það sem mér ber en þetta er of mikið... þeir senda ekki
reikning eða giroseðil eða neitt annað sem kostar þá eitthvað og ég hef aðeins
verið vanskilum í 12 daga. Sem telst varla vanskil. Ég greiði 60% af upphæð reiknings i vanskilagjald. Það er nokkuð mikið að greiða fyrst vexti og svo okurvexti sem þetta er svo sannalega.
Kveðja,
Sigga
Vantar varahluti í bílinn, vélhjólið, húsvagninn, kerruna?
Leitið að varahlut eftir "partanúmeri" (part number).
http://www.laga.se/ (sænska)
http://www.lagabasen.se/en/ (enska)
Kv. Óska nafnleyndar
http://www.laga.se/ (sænska)
http://www.lagabasen.se/en/ (enska)
Kv. Óska nafnleyndar
Okur í Húsasmiðjunni
Fyrir 2 vikum keypti ég 2stk hurðastoppara í Húsasmiðjunni. Lítið grátt
plaststykki sem maður borar fast í gólfið svo hurðin stoppi þar en skelli
ekki út í vegg. Fyrir þessi 2 stykki borgaði ég kr. 1.590,-
Fyrir tilviljun fann ég svo nákvæmlega eins hurðastoppara í Múrbúðinni á kr.
395,- stk
Að sjálfsögðu keypti ég þar 2 stk á kr. 790,- og skilaði hinum í
Húsasmiðjuna og fékk tilbaka 1.590,-
Mismunurinn er kr. 800,- sem við spöruðum á þessum 2 nauðaómerkilegu
plaststykkjum.
Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað okur er.
kv,
Ingólfur
plaststykki sem maður borar fast í gólfið svo hurðin stoppi þar en skelli
ekki út í vegg. Fyrir þessi 2 stykki borgaði ég kr. 1.590,-
Fyrir tilviljun fann ég svo nákvæmlega eins hurðastoppara í Múrbúðinni á kr.
395,- stk
Að sjálfsögðu keypti ég þar 2 stk á kr. 790,- og skilaði hinum í
Húsasmiðjuna og fékk tilbaka 1.590,-
Mismunurinn er kr. 800,- sem við spöruðum á þessum 2 nauðaómerkilegu
plaststykkjum.
Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað okur er.
kv,
Ingólfur
mánudagur, 12. október 2009
Kredia - VARÚÐ!!!
Núna eru komin ný lán á markaðinn, svokölluð skyndilán sem fyrirtækið
Kredia býður uppá. Mjög einfalt er að fá þessi lán, þú skráir þig á
heimasíðu Kredia, gefur upp símanúmerið þitt og svo er lánið lagt inná þig
samdægurs. Það sem fæstir hugsa um er að öll lán þarf að endurgreiða. Í
þessu tilfelli er um að ræða mjög lágar upphæðir og lánstíminn er 15
dagar. Ef þú borgar ekki eftir 15 daga þá þarftu að borga 900 króna
áminningagjald næsta virka dag. Ef skuldin er ógreidd eftir 10 virka daga
þá fer skuldin í milliinnheimtu og getur kostnaðurinn við það numið 11.000
krónum.
Sjá lán hér:
10.000 kr 15 dagar 2.500 kr
20.000 kr 15 dagar 4.750 kr
30.000 kr 15 dagar 7.000 kr
40.000 kr 15 dagar 9.250 kr
Ég vil eindregið vara fólk við að taka svona lán. Hvorki kostnaðurinn sem
fylgir þessum lánum eða lánstíminn falla undir almenn neytendalög. Ef þú
lendir í þeirri stöðu að geta ekki borgað á gjalddaga þá áttu á hættu á að
lenda á vanskilaskrá vegna þess hve stuttur lánstíminn er.
Markaðssetningunni er sérstaklega beint að ungu fólki og þeim sem hafa
lítið á milli handanna. EKKI láta platast af gylliboðum sem þessum því
eins og segir í hagfræðinni "það er ekkert ókeypis í þessum heimi í dag".
Tryggvi Rafn Tómasson
Kredia býður uppá. Mjög einfalt er að fá þessi lán, þú skráir þig á
heimasíðu Kredia, gefur upp símanúmerið þitt og svo er lánið lagt inná þig
samdægurs. Það sem fæstir hugsa um er að öll lán þarf að endurgreiða. Í
þessu tilfelli er um að ræða mjög lágar upphæðir og lánstíminn er 15
dagar. Ef þú borgar ekki eftir 15 daga þá þarftu að borga 900 króna
áminningagjald næsta virka dag. Ef skuldin er ógreidd eftir 10 virka daga
þá fer skuldin í milliinnheimtu og getur kostnaðurinn við það numið 11.000
krónum.
Sjá lán hér:
10.000 kr 15 dagar 2.500 kr
20.000 kr 15 dagar 4.750 kr
30.000 kr 15 dagar 7.000 kr
40.000 kr 15 dagar 9.250 kr
Ég vil eindregið vara fólk við að taka svona lán. Hvorki kostnaðurinn sem
fylgir þessum lánum eða lánstíminn falla undir almenn neytendalög. Ef þú
lendir í þeirri stöðu að geta ekki borgað á gjalddaga þá áttu á hættu á að
lenda á vanskilaskrá vegna þess hve stuttur lánstíminn er.
Markaðssetningunni er sérstaklega beint að ungu fólki og þeim sem hafa
lítið á milli handanna. EKKI láta platast af gylliboðum sem þessum því
eins og segir í hagfræðinni "það er ekkert ókeypis í þessum heimi í dag".
Tryggvi Rafn Tómasson
Fríhöfnin er svo sannarlega engin fríhöfn
Ég get ekki á mér setið að leggja orð í belg á okursíðunni.
Fríhöfn okkar Íslendinga er svo sannarlega engin fríhöfn.
Var á leið í gegnum Fríhöfn okkar Íslendinga í s.l. viku. Rak þá augun í "Saga pro" pillur, sem eiginmaðurinn tekur reglulega og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera ódýrara hér en í bænum. En því fór aldeilis fjarri, pakkinn kostaði kr. 2.700 k. Mér dauðbrá og hætti við að kaupa.
Í dag keypti ég þessar pillur í Lyfjaveri-apoteki á kr. 1.794 pakkann.
Þetta er Íslensk framleiðsla og blöskrar mér okrið í Fríhöfninni.
Húsmóðir í Garðabæ.
Fríhöfn okkar Íslendinga er svo sannarlega engin fríhöfn.
Var á leið í gegnum Fríhöfn okkar Íslendinga í s.l. viku. Rak þá augun í "Saga pro" pillur, sem eiginmaðurinn tekur reglulega og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera ódýrara hér en í bænum. En því fór aldeilis fjarri, pakkinn kostaði kr. 2.700 k. Mér dauðbrá og hætti við að kaupa.
Í dag keypti ég þessar pillur í Lyfjaveri-apoteki á kr. 1.794 pakkann.
Þetta er Íslensk framleiðsla og blöskrar mér okrið í Fríhöfninni.
Húsmóðir í Garðabæ.
Tæknimannaokur Securitas
Við erum með þjónustusamning við Securitas sem er ævintýralegt okur. Þeir eru að rukka fyrir vinnu tæknimanns, að ég held ekki einu sinni rafvirkjamenntaðir. En þeir rukka fyrir tímakaup Kr 8,450.oo pr/klst án vsk á sama tíma er ég að borga menntuðum rafverktaka fyrir þeirra vinnu Kr 4,015.oo pr/klst án vsk / bæði dagvinnutaxtar. Þarna munar ekki nema 110.46% á dagvinnutaxta. Ekki 20-30% nei 110.46% takk fyrir.
Þetta finnst mér óheyrilegt okur og minnir frekar á tannlæknataxta en öryggisvarða með þekkingu á skjáborði.
Með kveðju,
V.Petursson
Þetta finnst mér óheyrilegt okur og minnir frekar á tannlæknataxta en öryggisvarða með þekkingu á skjáborði.
Með kveðju,
V.Petursson
Verðlag á barnavörum
Bara smá hugleiðing varðandi barnavörur. Núna er að fara að koma nýr krakki á heimilið og því þarf að kaupa margt varðandi það. Ég hef nú lúmskan grun um að þeir sem stunda verzlun með þær vörur notfæri sér viðvarandi ástand sem afsökun fyrir okurverði á öllum sköpuðum hlutum hvað varðar vörur á þessu sviði. Ég keypti hlífðarkant á barnarúmið sem kostaði mig 2990 kr árið 2004 þegar eldri sonur minn fæddist en af því að sá gamli eyðilagðist, þá neyddist ég kil að kaupa mér nýjan. Og núna árið 2009 þegar sama draslið er keypt kostaði það mig 10.999 krónur!
Þetta er bara lítið dæmi um alla skapaða hluti. Eins og bleyjurpoki sem kostaði að mig minnir 700-1000 krónur eru nú á 2.300 krónur. Blautþurkurnar kosta í dag 500 eða 600 kall en áður kostaði þetta í kring um 300 eða 400 kall. Barnabílstóll sem kostaði 20.000 kostar í dag 40.000 og allt upp í 60.000 krónur og allt er þetta í nafni kreppunnar. Svo eins með barnavagna sem fyrr á tímum kostuðu 40.000 kosta orðið upp í hundraðþúsund kall eða meira. Þetta er bara rugl.
Þetta er bara lítið dæmi um alla skapaða hluti. Eins og bleyjurpoki sem kostaði að mig minnir 700-1000 krónur eru nú á 2.300 krónur. Blautþurkurnar kosta í dag 500 eða 600 kall en áður kostaði þetta í kring um 300 eða 400 kall. Barnabílstóll sem kostaði 20.000 kostar í dag 40.000 og allt upp í 60.000 krónur og allt er þetta í nafni kreppunnar. Svo eins með barnavagna sem fyrr á tímum kostuðu 40.000 kosta orðið upp í hundraðþúsund kall eða meira. Þetta er bara rugl.
Húsasmiðju-okur á límbandi
Ég keypti málingarlímband í Verkfæralagernum í Kópavogi, og rúllan kostaði þar 245 kr að mig minnir. Svo kláraði ég rúlluna og þurfti að kaupa aðra rúllu í Húsasmiðjunni og nákæmlega sama rúllan kostaði 945 kr sem er gífurlegur munur. Þetta var svona límbandsrúlla plastkennd, meira til að pakka inn og erfitt að rífa.
Vildi bara benda á þetta,
Hildur
Vildi bara benda á þetta,
Hildur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)