föstudagur, 11. desember 2009

Prentvörur - góðir

Vil láta vita af frábærri þjónustu hjá Prentvörum. Ég keypti blek í prentarann minn þar á afar hagstæðu verði sem reyndist svo ekki virka sem skyldi, e-ð með prentarann minn að gera. Þeir buðu mér strax fulla endurgreiðslu eða nýtt blekhylki í prentarann á nokkurra vandkvæða. Frábært viðmót og góð þjónusta.
kv. hb

Sara hækkar v/ gengisins

Smá ath frá mér, gengið er nokkuð stöðugt þessa dagana (sem betur fer)
Í dag fór ég í Söru í Smáralind.... hækkun hjá þeim um 12% frá því á þriðjudaginn...
Á þriðjudaginn fór í í Söru og sá trefil voða fínana og lét taka hann frá kostaði 3.990,- fannst hann að vísu dálítið dýr....
Í dag fimmtudag fór dóttir mín og keypti trefilinn og borgaði 4.500,-. ég sendi hana til baka og sagði að hann ætti að kosta 3.990,-
Þær í Söru könnuðust við þetta, það passar hann kostaði 3.990,- á þriðjudaginn en kostar núna 4.500,-
ástæða.
Vörur eru greiddar eftir á og v/ hækkunar á gengi ???? (veit ekki til þess að mikil hækkun hafi verið þessa dagana )
urðum þær að hækka verðið.... Vá.....já um 12%..
Bestu kveðjur. Ásta

Gunnar hækkar um 45%!

Ég keypti nærbol hjá Cintamani sem heitir "Gunnar" þ. 30.07.09 og er ull. Fannst hún reyndar frekar dýr þá, kostaði 8.990. En var að velta fyrir mér að
kaupa aðra núna sem jólagjöf. Og viti menn, nú kostar hún 12.990 og hefur því hækkað um 45%! Gengi krónunar hefur ekkert breyst síðan í haust og alveg
örugglega ekki kaupið... Er þetta hægt?
kveðja,
Jón Þ

Umboðið þrefalt dýrari

Mig vantaði bremslukossa og diska í Subaru impreza 98. Hringdi á nokkra staði til að tékka á verðum:
Bremsuklossar Bremsudiskar
Ingvar Helgason: 24890 18629 kr/stk
N1: 9116 10676 kr/stk
Stilling: 7900 6900 kr/stk
Varahlutir.is 7372 ekki til
Bílapartar og Þjónusta 4000 kr/stk (lítið notaðir)

Ég verslaði klossana hjá varahlutum.is og diska hjá Bílapörtum og þjónustu, en er ekki eitthvað að þegar umboðið Ingvar Helgason er um þrefallt dýrari en aðrir??
Kv. Andri

Vigtin í Krónunni

Mér er mikið niðri fyrir þegar ég lýsi ferð minni í Krónuna í gær.
Þannig var að ég var að versla grænmeti og ávexti ásamt öðru.
Þegar ég kem út í bíl tek ég eftir því að ég borgaði rúmar 600 kr. fyrir eina papriku og hafði hún verið vigtuð 1,34 kg (já fyrir eina papriku) ég fer inn í búðina og segi þetta ekki passa og hún er vigtuð aftur og rétt er að hún er 210 grömm.
Ekki nóg með það heldur fer ég í þungum þönkum heim og ákveð að vigta allt sem ég hafði keypt:
Bananar Krónu vigt = 2,5 kg ....mín vigt 1,3 kg
Epli Krónu vigt = 2,2 kg ....mín vigt 1,1 kg
Melóna Krónu vigt = 2,0 kg .. mín vigt 1,1 kg
Magngó krónu vigt = 425g ....mín vigt 424g.

Auðvitað fór ég aftur í Krónuna og fékk endurgreitt samtals 1800 kr (með papriku-endurgreiðslunni). Þetta er hrikalegt. En segir okkur að vigtin er rétt því mangóið var rétt vigtað. Eru þetta mannleg mistök? Nei ég kalla þetta einbeittann brotavilja.
Kveðja,
Gyða S. Karlsdóttir

miðvikudagur, 9. desember 2009

Dýr dráttur

Cialis er töflur fyrir karla sem ná honum ekki upp lengur. Þetta er sannkallað hjálpræði fyrir mörg hjón. Hlutur trygginga er núll krónur. Ég fékk alveg sjokk þegar ég keypti síðasta skammt, átta töflur á 19.346 kr. Þetta var í Lyf og heilsu í Hamraborg. Ég hef riðið frítt alla æfi en nú er drátturinn kominn í 2.500 kall! Veit einhver hvar töflurnar fást ódýrar?
Gulli gamli

Okur í Byggt og Búið

Keypti mér Pizzuofn fyrir stuttu á 24.990 í Byggt og Búið og í gær sá ég sama ofn auglýstan hjá Elko á 16.995. Ég hringdi í Byggt og Búið og spurði þá hvernig gæti staðið á þessum mikla mun. Þar tjáðu þeir mér að þeir keyptu þetta svona dýrt af Bræðrunum Ormsson, sami ofn kostar líka 24.990 hjá Ormsson. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar verslanir leyfa sér í dag.
Óska nafnleyndar

Tandoori

Ég má til með að vekja athygli á nýopnuðum veitingastað með indversku ívafi: Tandoori, sem er til húsa í Skeifunni 11.
Þar er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir, framandi keim, einfaldleika, gæði og fagmennsku, ódýran og góðan mat. Karrý, kókos, chili, engifer, garam masala, jógúrt, grænmeti og ávextir er áberandi á matseðli Tandoori en majonessósur, mettuð fita, MSG og sykur eru víðsfjarri. Saltnotkun er í lágmarki, enda hollustan í fyrirrúmi.
Nánari upplýsingar á http://www.tandoori.is/
Margrét

þriðjudagur, 8. desember 2009

Okursíðan á Eyjunni

Eyjan hefur tekið saman og greint upplýsingar sem hér hafa birst. Niðurstaðan er eiginlega oftast sú að þau fyrirtæki sem hafa stærstu markaðshlutdeild fá mestar umkvartanir! Hér eru samantektirnar:

Símafyrirtæki

Olíufélög

Matvörubúðir

Apótek

Bókaverslanir

Samantekt

Flestum færslunum fylgja svo kommentahalar, oft um það að ég (Dr. Gunni) sé ekki marktækur af því ég lagðist flatur í auglýsingaherferð IE. Það má þó benda á að öll okurdæmin sem birtast á þessari síðu eru frá fólki út í bæ og ég er bara í hlutverki copy/paste-ara. Ég birti yfirleitt allt sem mér berst nema það sé einhver óskiljanleg steypa. Það er hins vegar alveg álitamál hvort þessi síða hafi einhverju breytt til eða frá og kannski er neytendavitund alveg jafn slöpp og hún var áður en þessi síða fór í loftið.

mánudagur, 7. desember 2009

Nintendo DS lite

Svona leikjatölva á Íslandi kostar 29.900kr.
Ef að fólk kaupir þetta á ebay má sjá að tölvan, 9 notaðir leikir og sendingarkostnaður miðað við gengi 5.des.09 gerir samtals 23.184kr.
Tollur á íslandi er reyndar 5680 svo samtals er þetta 28.864 en leikirnir eru mjög dýrir svo þú ert alltaf að græða.
Var að kaupa svona vél á 69 pund og þarf ekki að kaupa leiki næsta árið ;)
Kristjana

Viðgerðarvesen

Datt í hug að senda línu með smá pælingu. Þannig er mál að ég keypti
Phillips heimabíó seint á síðasta ári í Elko. Dvd spilarinn sem fylgdi
virkaði vel þangað til einn daginn fór hann að sýna allt í bleiku. Þannig
gekk þetta öðru hverju, bleik mynd en þess á milli var allt í lagi. Einn
daginn fór það svo alveg og ég hætti að fá nokkra mynd. Prófaði allt sem
mér datt í hug, skipti á milli HDMI tengja í sjónvarpinu og notaði meira
að segja mismunandi snúrur. Allt kom fyrir ekki, alveg sama hvað ég gerði
það kom bara ekki mynd.
Ég ákvað því að fara í Elko enda tækið enn í ábyrgð og fá það lagað. Ég
lýsti biluninni vel fyrir þeim sem tók niður lýsingu. Gat þess meðal
annars að ég væri með tengda ps3 tölvu við sjónvarpið og ef ég færði snúru
úr tölvunni yfir í spilarann kæmi engin mynd en ef ég setti hana aftur í
tölvuna þá væri allt OK. Því hlyti þetta að vera dvd spilarinn.
10 dögum seinna fæ ég hringingu. Spilarinn er kominn aftur og Öreind,
fyrirtækið sem sér um allar viðgerðir segir að það sé í fínu lagi með
allt. Engin bilun. Ég rukkaður um 3550 krónur fyrir viðvikið. Með tækinu
fylgdi frá þeim orðsending um að trúlega væri þetta stillingaatriði sem ég
væri að klúðra, ég breytti engum stillingum, einn daginn hætti tækið bara
að virka. Ég kem allavega heim og set í samband nákvæmlega eins og það var
10 dögum fyrr og hvað helduru, allt virkar!
Mín pæling er sú. Öreind segir að ekkert sé að og nær sér í 3550 krónur í
skoðunargjald. 3550 krónur rukkast fyrir 30 mínútna vinnu, gjaldskrá tekur
fram að möguleiki sé á 15 mínútum og rukkast fyrir þær einhverjar tæpar
2000 krónur. Ef tækið var í lagi þá tók ekki nema 2 mínútur að stinga því
í samband og sjá það. 15 mín því eðlilegri tími. En síðar, hugsanlega um
mánaðarmót þá senda þeir reikninga fyrir viðgerðum til Elkó og fá greitt
fyrir stykkið sem þeir skipta um ásamt vinnutíma starfsmanns. Þetta er
allavega mjög skrítið, ég fór með tæki sem virkaði ekki en fæ það til baka
í góðu lagi, þarf engu að síður að greiða þar sem það var jú í lagi –
segja þeir.
Vona að þú sjáir þér fært að birta þetta, væri gaman að fá viðbrögð og sjá
hvort fleiri hafi lent í svipuðu. Annars hrósa ég þér fyrir að halda úti
þessari síðu, áhugaverð lesning í hvert skipti.
Bestu kveðjur,
E.K.

föstudagur, 4. desember 2009

Verðsamanburður á jólahlaðborðum - og verðbreytingar frá í fyrra

Athyglisverð samantekt á heimasíðu Jens Guð:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/986816/

Linsuvökvi í Lyfju

I am not good to write in Iceland, sorry.
The price of cleaning water for lenses. Last year, it was sold in Lyfja for circa 900 kr the big bottle, with a cleaning box. Now this is over 2000 and they sell the cleaning box, which was a “gift” before next to it, for 130 isk. Circa 120% increase in the price! And they are probably breaking the law by separating the box for the cleaning water and selling it.
Virgile

Pizza Hut okur!

Ég er enn í áfalli eftir heimsókn á Pizza Hut í gærkveldi í Smáranum, hefði þurft áfallahjálp þegar kom að því borga reikninginn. Við vorum þrjú og keyptum eina stóra pizzu sem gefin er upp fyrir þrjá (svipuð að stærð og miðst. hjá Dominos). Þar sem barn var í hópnum og vildi pepperoni á sína pizzu þá skiptum við henni 1/2 með pepperoni og hinn 1/2 rjómaostapizza samkvæmt matseðli, brauðstangir fylltar 1 skammt, hvítlauksbrauð lítill (2 sneiða smurðar með hvítlaukssmjöri og hitað)
og 1 kanna af Pepsi. Reikn. var svona Sundurliðað

Margarita pizza stór 0,5 3.490kr. = 1.745.-
pepperoni stórt 0,5 580kr. = 290.-
Rjómaostapizza 0,5 5.580kr = 2.790.-
Brauðstangir fylltar l.690kr = 1.690.-
Hvítlauksbrauð lítill 680kr = 680.-
Pepsi kanna 990kr = 990.-

SAMTALS KR. 8.185 kr.

Ég þarf ekki að taka það fram að á þennan stað fer ég og mitt fólk ALDREI aftur. Ég ætla að taka það fram að auðvita átti ég að lesa betur yfir matseðilin en hann er ekki með verðum fyrir aftan hverja tegund heldur eru verðin fyrir ofan og mér fannst hann ekki þannig úr garði gerður að auðvelda neytenda að átta sig á hvað verðið var fyrir hverja tegund fyrir sig.
Með kveðju,
Stella Halldórsdóttir

Subway vont / Kjöthöllin góð

Í fyrsta lagi langar mig að lýsa óánægju yfir hækkun á bát mánaðarins á Subway. Á einu ári hefur Subway hækkað bát mánaðarins frá 299 kr. upp í 375 kr. Að sjálfsögðu spilar gengið þar inní en ég tel það varla tilboð að fá 9 kr í afslátt af stórum bát. Auk þess er þetta samloka og ég tel það ansi dýrt að greiða 750 fyrir samloku- á tilboði!
Einnig langaði mig þó að lýsa yfir ánægju minni á þrautseigu fyrirtæki. Eitt af þeim fáu sem eru eftir. Ég hef oft verslað þar í matinn, alltaf á jólunum til dæmis og er alltaf jafn ánægður. Þetta fyrirtæki heitir Kjöthöllin og hef ég einnig ávallt fengið þar frábæra þjónustu og gott verð.
Með kveðju og þökk,
Stefán

Samanburður á vöruverði hér og í Bandaríkjunum

Ég var að frétta af Okursíðunni og er með mál sem ég vildi gjarna koma á framfæri. Í gær sendi konan mig til að kaupa farða í Hagkaup í Hotagörðum. Kauptu áfyllingu sagði hún og rétti mér dollu sem merkt var HR. Áfyllingu, sagði ég. Er dollan tekin og gumsinu sprautað í hana? Kauptu bara áfyllingu endurtók hún. Ég sá mitt óvænna og stakk dollunni í vasann. Þegar í Hagkaup var komið tók brosandi starfsmaður á móti erindi mínu, leit á botn dollunnar og fór svo að leita að því sem ég átti að fá. Því miður sagði hún eftir að hafa rótað í skúffu, engin áfylling til. Skítt með það sagði ég, dollan án innihalds getur varla kostað mikið. Hvað kostar hún annars? Rúmlega tvö þúsund sagði starfsmaðurinn. Ha, sagði ég, kostar dollan rúmlega tvö þúsund. Hvað kostar hún þá með innihaldinu. Sjö þúsund og átta hundruð. Ég leit á dolluna og reyndi að gera mér grein fyrir hvað innihaldið væri þungt. Varla nema örfá grömm. Mér ofbauð og ég ákvað að reyna að kynna mér hvað svona vara kostar út úr búð í Bandríkjunum. Ég gef mér það að þar sé þessi vara framleidd. Veit einhver hvort einhver leið er til að gera samanburð á vöruverði hér og í Bandaríkunum?
Oddur

Svaka hækkun í Eymundsson

Mér langar að spyrja hvort þetta sé hægt ? Ég keypti 500 umslög í seinustu viku (25. nóv.2009) á 4.998 í Eymundsson, svo þurfti ég að kaupa aftur í gær 500 umslög (1. des.2009) og þá var sama eining komin í 6.490! Hækkun um 30%!
Svavar M. Sigurjónsson

Góð Lásaþjónusta

Mig langaði bara að segja frá frábærri þjónustu hjá Lásaþjónustunni sem ég fékk í dag. :)
Mér tókst að brjóta bíllykilinn minn, þann eina sem ég átti og fann ekki brotið. Ég hringdi því í umboðið og spurði þá út í þetta og fékk það svar að það þyrfti að panta nýjan tölvukubb í lykilinn að utan. Þetta myndi kosta að lágmarki 15.000 krónur (bíllinn er varla þess virði, hehe). Ég ákvað að prófa að hringja í Lásaþjónustuna, Grensásvegi og hann segir mér að drífa mig til þeirra og þeir reddi þessu með því að taka gamla tölvukubbinn úr brotna lyklinum og færa hann í nýjan lykil.
Ég held ég hafi beðið í mesta lagi 5 mínútur eftir að hann hringdi í umboðið, fékk nr. á lyklinum, færði tölvukubbinn og bjó til nýjan lykil.
Allt þetta kostaði aðeins 5000 kr, 1/3 af umboðsverðinu. Þar að auki var maðurinn einstaklega kurteis og liðlegur. :)
Með bestu kveðju,
Andrea

Verðhækkanir á 1944 réttum SS o fl.

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar.
Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós. Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

miðvikudagur, 2. desember 2009

Holskefla hækkana framundan

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar. Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós.
Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön
að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

Danskir drykkir á LSH

Mig langaði að vekja athygli á og vonandi vekja fólk til umhugsunar á því hvernig standi á því að það er einungis boðið upp á danska framleiðslu á drykkjarsöfum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Mikið er talað um að styrkja íslenskt og spara gjaldeyri en þarna er LSH að eyða einhverjum X milljónum á ári í að flytja inn Rynkeby safana til að hafa á deildum og í matarteríum, bæði handa sjúklingum og starfsmönnum.
Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé dýrara að panta Trópí, Flórídana eða aðra „íslenska“ framleiðslu og þar með styrkja íslenskan iðnað.
Vildi endilega koma þessu á framfæri!
Gleðileg jól,
Matta

Kolvitlaust verð í Hagkaupum

Var í Hagkaup í gær, 2. des
Þar var MasterMind spil verðmerkt á 2.999
Á kassanum kostaði það 5.799
Ég fékk þetta leiðrétt, þ.e. endurgreitt kr. 2.800
Það tók reyndar allt sinn tíma
Kveðja,
Guðrún Lár

Hakk og hamborgarar í hverfisverslun

Ég var staddur í ónafngreindri hverfisverslun um daginn og vanntaði nautakjöt. Ég sá að eina nautahakkið í búðinni var merkt SS og New Yorker. Ég greip nautahakkið en sá svo að sami aðili framleiðir tilbúna hamborgara. Ég ákvað að skoða kílóverð á þessum tveim vörum, nautahakk: ca. 1500kr/kg - tilbúnir hamborgarar: 540kr/kg..... Getur þetta verið? Nei það stóðst ekki! Innihaldslýsing á hamborgurunum sagði 2x 125gr hamborgarar = 250gr af kjöti. Samkvæmt því ætti bakkinn af tilbúnum hamborgurum frá SS að kosta 135kr en hann kostaði 540kr. ??? Þá sá ég að þyngd pakkningarinnar var skráð 1000gr en ekki 250gr og þar af leiðandi einingaverð pakkningarinnar 540kr.
Er þetta í lagi???
Takk.
Hissa neytandi.

Heldur áfram að versla við Rimaapótek

Fékk auglýsingamiða inn um lúuna heima hjá mér um daginn, bý í Grafarvogi, auglýsing frá Apótekaranum, Bíldshöfða, þar stóð stórum stöfum "Lyf á lægra verði".
Ég ákvað að láta reyna á þetta og keypti mér kremið Pevisone, 30. gr. og kostaði það 2770 kr. - hringdi í Rimaapótek og þeir selja það á 2236 kr.
Ég held áfram að versla við Rimaapótek.
Anna A

þriðjudagur, 1. desember 2009

Buy punktur is

Vildi bara benda á, svona fyrir jólinn, á netverslunina www.buy.is

Verðdæmi:

Sony WX1 myndavél
Elko: 79.995
Buy.is 59.990

iMac 27"

Apple.is 399.990
Buy.is 369.990

Kv. Jónas