

Ég vil koma þeirri ábendingu á framfæri að hin svokallaða samkeppni olíufélaganna er klárlega ekki til staðar.
Nýjasta dæmið um greinilegt verðsamráð er, að eftir að gosið á Fimmvörðuhálsi hófst þá "slokknaði á samkeppninni" á bensínstöðvunum á Suðurlandi, sér í lagi í kringum Selfoss. Þar sem langtum meiri bílaumferð er um svæðið vegna gossins er greinilegt að olíufélögin ætla að maka krókinn vegna aukinnar umferðar á svæðinu.
Þegar bensínverð var borið saman á gsmbensín.is kom í ljós að það var allt í einu nærri 9 krónum dýrara að kaupa bensín og um 10 krónum dýrara að kaupa dísel á Suðurlandi, en fyrir gos var um 5 krónum ódýrara og allt upp í 7 krónum ódýrara að kaupa bensín og dísel á þessu svæði undanfarna mánuði og ár. Hvað hefur breyst annað en umferðarþunginn?
Ég tók skjáskot af þessum verðum svo það sést að hér er ekki um neitt bull að ræða. Ég vona að tekið verði á þessu með viðeigandi hætti (en þar sem hér má allt sem ekki er sérstaklega bannað þá er ég væntanlega enn einn asninn að sóa kílóbætum í vitleysu).
Kv.
Unnar Már