mánudagur, 29. júní 2009

Skrýtið tilboð á Diskóís

Það var auglýsing í Fréttablaðinu í dag frá Kjörís um að gamli Diskóísinn þeirra væri á 99kr. Mig grunaði nú að þetta ætti ekki við alls staðar þannig að ég fór á Olís bensínstöðina á Akureyri til að kaupa mér ísinn á 99 kr enda örugglega um 15 ár síðan ég fékk mér svona síðast.
Þar var ísinn á 299 kr. Svörin sem ég fékk var að Kjörís væri að auglýsa þetta en ekki Olís hér f norðan. Það var búið að loka á skrifstofu Kjörís þegar ég hafði samband þangað.
mbk.
ólöf sigríður

2 ummæli:


  1. Ég sá sömu augl. opg ætlaði að kaupa í 10-11 hér.
    En nei nei Þá var það BARA 239 kr takkfyrir.
    Það er merktilegt þegar maður er að tala um ís. Hve dýr hann þarf að vera í pökkum.

    SvaraEyða
  2. Kæra Ólöf,

    Leiðinlegt að heyra að þú skulir hafa þurft að fara fýluferð þegar þú ætlaðir að kaupa diskóísinn á afmælistilboði.

    Fyrir mistök þá birtist þessi auglýsing áður en Diskóísinn var kominn í allar búðir. Tilboðið var þó komið í gang veit hjá t.d. Samkaup/Strax á Byggðavegi á Akureyri. Og fleiri sölustaðir á Akureyri eiga að vera að detta inn.

    Nokkirir sölustaðir hafa hins vegar af einhverjum ástæðum afþakkað að vera með tilboðið, og þar er ísinn seldur á fullu verði, yfirleitt á bilinu 250-300 kr.

    Ég vona að þú náir að smakka ísinn á einhverjum af þeim stöðum þar sem hann er á tilboði og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að tilboðið renni út. Það gildir fram yfir verslunarmannahelgi.

    Með góðri kveðju,

    Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís

    SvaraEyða